Búa sig undir að niðurstaða í máli Breonnu Taylor verði kynnt Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2020 13:00 Breonna Taylor var sjúkraliði. Hún var 26 ára gömul þegar lögreglumenn í Louisville skutu hana til bana á heimili hennar. AP/Vísir Lögreglan í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hefur aflýst öllu orlofi lögreglumanna í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra ríkisins kynnir ákvörðun sína um hvort að lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana verði ákærðir. Slíkar ákvarðanir hafa áður leitt til harðra mótmæla. Drápið á Taylor hefur vakið mikla reiði og er eitt fjölda mála þar sem lögreglumenn hafa skotið óvopnaða blökkumenn til bana á undanförnum misserum. Ekki liggur fyrir hvenær Daniel Cameron, dómsmálaráðherra Kentucky, kynnir ákvörðun sína en lögregluyfirvöld kusu að búa sig undir hvað sem verður með því að kalla lögreglumenn til starfa úr fríi og hafna öllum óskum um frídaga þar til annað verður ákveðið, að sögn AP-fréttastofunnar. Mótmæli vegna drápsins á Taylor urðu á tíðum ofbeldisfull í seinni hluta maí en þau hafa að mestu leyti farið friðsamlega fram síðan. Mál hennar hefur vakið landsathygli í Bandaríkjunum og hafa íþróttastjörnur og frægir tónlistarmenn verið á meðal þeirra sem krefjast þess að lögreglumennirnir verði ákærðir. Töluverður viðbúnaður er í Louisville fyrir ákvörðun dómsmálaráðherrans. Auk ráðstafana lögreglunnar hafa vegartálmar verið settir upp í miðborginni og alríkisbyggingum lokað út þessa viku. Óttuðust að fyrrverandi brytist inn Lögregluþjónar skutu Taylor til bana þegar þeir ruddust inn á heimili hennar 13. mars. Þeir voru að rannsaka fíkniefnamál og höfðu fengið heimild til að leita á heimili Taylor sem krafðist þess ekki að þeir bönkuðu áður en þeir létu til skarar skríða. Heimildin beindist að manni sem Taylor hafði nýlega slitið sambandi við og bjó ekki á heimili hennar. Engin fíkniefni fundust á heimili hennar. Taylor var uppi í rúmi með Kenneth Walker, kærasta sínum, þegar þau heyrðu mikinn skarkala við útidyrnar. Walker segir að þau hafi óttast að fyrrverandi kærsti Taylor væri að brjótast inn, að því er segir í frétt New York Times. Þau hafi kallað og spurt hver væri þar á ferð. Þegar lögreglumenn brutu útidyrahurðina af hjörunum skaut Walker einu skoti úr byssu og hæfði lögreglumann í lærið. Lögreglumennirnir brugðust við með skothríð. Fimm skot hæfðu Taylor. Einn lögreglumannanna, sem síðan hefur verið rekinn, skaut blint tíu skotum inn í íbúðina. Tuttugu mínútur liðu frá því að Taylor var skotin og þar til henni var útveguð læknishjálp. Hún lést af sárum sínum. Borgarráð Louisville hefur síðan bannað húsleitarheimildir þar sem ekki er krafist þess að lögregla banki áður. Borgaryfirvöld í Louisville náðu sátt við fjölskyldu Taylor í síðustu viku. Þarf borgin að greiða fjölskyldunni tólf milljónir dollara, jafnvirði hátt í 1,7 milljarða króna, auk þess sem hún lofar að ráðast í verulegar umbætur á starfi lögreglunnar. Mikil mótmælaalda vegna lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju hefur gengið yfir Bandaríkin í kjölfar þess að lögreglumenn í Minneapolis drápu George Floyd, annan óvopnaðan blökkumann, sem þeir höfðu handtekið. Svartir Bandaríkjamenn eru hlutfallslega líklegri til þess að vera skotnir eða beittir ofbeldi af lögreglu en aðrir. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Einum lögregluþjónanna sem urðu Breonnu Taylor að bana vikið úr starfi Lögreglumanni sem var einn þeirra sem varð hinni 26 ára gömlu Breonnu Taylor að bana í mars síðastliðnum hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá lögreglunni í Louisville í Kentucky. 19. júní 2020 21:43 Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara Borgaryfirvöld í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hafa ákveðið að greiða fjölskyldu Breonnu Taylor tólf milljónir dollara í sátt sem gerð hefur verið á milli fjölskyldunnar og yfirvalda. 15. september 2020 22:47 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Sjá meira
Lögreglan í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hefur aflýst öllu orlofi lögreglumanna í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra ríkisins kynnir ákvörðun sína um hvort að lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana verði ákærðir. Slíkar ákvarðanir hafa áður leitt til harðra mótmæla. Drápið á Taylor hefur vakið mikla reiði og er eitt fjölda mála þar sem lögreglumenn hafa skotið óvopnaða blökkumenn til bana á undanförnum misserum. Ekki liggur fyrir hvenær Daniel Cameron, dómsmálaráðherra Kentucky, kynnir ákvörðun sína en lögregluyfirvöld kusu að búa sig undir hvað sem verður með því að kalla lögreglumenn til starfa úr fríi og hafna öllum óskum um frídaga þar til annað verður ákveðið, að sögn AP-fréttastofunnar. Mótmæli vegna drápsins á Taylor urðu á tíðum ofbeldisfull í seinni hluta maí en þau hafa að mestu leyti farið friðsamlega fram síðan. Mál hennar hefur vakið landsathygli í Bandaríkjunum og hafa íþróttastjörnur og frægir tónlistarmenn verið á meðal þeirra sem krefjast þess að lögreglumennirnir verði ákærðir. Töluverður viðbúnaður er í Louisville fyrir ákvörðun dómsmálaráðherrans. Auk ráðstafana lögreglunnar hafa vegartálmar verið settir upp í miðborginni og alríkisbyggingum lokað út þessa viku. Óttuðust að fyrrverandi brytist inn Lögregluþjónar skutu Taylor til bana þegar þeir ruddust inn á heimili hennar 13. mars. Þeir voru að rannsaka fíkniefnamál og höfðu fengið heimild til að leita á heimili Taylor sem krafðist þess ekki að þeir bönkuðu áður en þeir létu til skarar skríða. Heimildin beindist að manni sem Taylor hafði nýlega slitið sambandi við og bjó ekki á heimili hennar. Engin fíkniefni fundust á heimili hennar. Taylor var uppi í rúmi með Kenneth Walker, kærasta sínum, þegar þau heyrðu mikinn skarkala við útidyrnar. Walker segir að þau hafi óttast að fyrrverandi kærsti Taylor væri að brjótast inn, að því er segir í frétt New York Times. Þau hafi kallað og spurt hver væri þar á ferð. Þegar lögreglumenn brutu útidyrahurðina af hjörunum skaut Walker einu skoti úr byssu og hæfði lögreglumann í lærið. Lögreglumennirnir brugðust við með skothríð. Fimm skot hæfðu Taylor. Einn lögreglumannanna, sem síðan hefur verið rekinn, skaut blint tíu skotum inn í íbúðina. Tuttugu mínútur liðu frá því að Taylor var skotin og þar til henni var útveguð læknishjálp. Hún lést af sárum sínum. Borgarráð Louisville hefur síðan bannað húsleitarheimildir þar sem ekki er krafist þess að lögregla banki áður. Borgaryfirvöld í Louisville náðu sátt við fjölskyldu Taylor í síðustu viku. Þarf borgin að greiða fjölskyldunni tólf milljónir dollara, jafnvirði hátt í 1,7 milljarða króna, auk þess sem hún lofar að ráðast í verulegar umbætur á starfi lögreglunnar. Mikil mótmælaalda vegna lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju hefur gengið yfir Bandaríkin í kjölfar þess að lögreglumenn í Minneapolis drápu George Floyd, annan óvopnaðan blökkumann, sem þeir höfðu handtekið. Svartir Bandaríkjamenn eru hlutfallslega líklegri til þess að vera skotnir eða beittir ofbeldi af lögreglu en aðrir.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Einum lögregluþjónanna sem urðu Breonnu Taylor að bana vikið úr starfi Lögreglumanni sem var einn þeirra sem varð hinni 26 ára gömlu Breonnu Taylor að bana í mars síðastliðnum hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá lögreglunni í Louisville í Kentucky. 19. júní 2020 21:43 Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara Borgaryfirvöld í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hafa ákveðið að greiða fjölskyldu Breonnu Taylor tólf milljónir dollara í sátt sem gerð hefur verið á milli fjölskyldunnar og yfirvalda. 15. september 2020 22:47 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Sjá meira
Einum lögregluþjónanna sem urðu Breonnu Taylor að bana vikið úr starfi Lögreglumanni sem var einn þeirra sem varð hinni 26 ára gömlu Breonnu Taylor að bana í mars síðastliðnum hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá lögreglunni í Louisville í Kentucky. 19. júní 2020 21:43
Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara Borgaryfirvöld í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hafa ákveðið að greiða fjölskyldu Breonnu Taylor tólf milljónir dollara í sátt sem gerð hefur verið á milli fjölskyldunnar og yfirvalda. 15. september 2020 22:47