Navalní útskrifaður af sjúkrahúsi Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2020 07:36 Alexei Navalní með eiginkonu sinni Júlíu, á svölum sjúkrastofu hans á Charité-sjúkrahússins í Berlín. Instagram Búið er að útskrifa rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní af sjúkrahúsi í Berlín. AP greinir frá þessu, en hann hefur dvalið á Charité-sjúkrahúsinu í þýsku höfuðborginni frá 22. águst. Sagt er frá því á Twittersíðu sjúkrahússins að Navalní hafi verið útskrifaður í gær. Batinn hafi verið slíkur að tilefni var til að útskrifa hann. Navalní hafði verið á sjúkrahúsinu í alls 32 daga, og þar af voru 24 á gjörgæslu. Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. Veiktist hastarlega Navalní var flogið til Berlínar eftir að hann veiktist hastarlega í flugi frá Síberíu til Moskvu þann 20. ágúst. Aðstandendur hans héldu því strax fram að honum hefði verið byrlað eitur og leiddu rannsóknir þýskra, franskra og sænskra yfirvalda í ljós að um taugaeitrið novichok hafi verið að ræða. 1/2 Alexei #Navalny was yesterday discharged from inpatient care. The patient s condition had improved sufficiently for him to be discharged from acute inpatient care. Navalny had been receiving treatment at Charité for a total of 32 days, of which 24 days were spent in ...— Charité - Universitätsmedizin Berlin (@ChariteBerlin) September 23, 2020 2/2 ... intensive care. Based on the patient s progress & current condition, the treating physicians believe that complete recovery is possible. However, it remains too early to gauge the potential long-term effects of his severe poisoning. Press release: https://t.co/m0d97P3IOi— Charité - Universitätsmedizin Berlin (@ChariteBerlin) September 23, 2020 Starfslið Navalní segir að eitrinu hafi verið komið fyrir í vatnsflösku Navalní sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu, skömmu áður en hann fór í flugið. Navalní hefur sagst ætla sér að snúa aftur til Rússlands eftir að hann nær fullum bata og halda þar pólitískri baráttu sinni áfram. Rússnesk stjórnvöld hafa verið sökuð um að bera ábyrgð á tilræðinu, en þau hafa hins vegar þvertekið fyrir að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní krefst þess að fá fötin sín til baka Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði. 21. september 2020 15:53 Hafi innbyrt eitrið úr vatnsflösku á hótelherbergi Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið. 17. september 2020 08:33 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Búið er að útskrifa rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní af sjúkrahúsi í Berlín. AP greinir frá þessu, en hann hefur dvalið á Charité-sjúkrahúsinu í þýsku höfuðborginni frá 22. águst. Sagt er frá því á Twittersíðu sjúkrahússins að Navalní hafi verið útskrifaður í gær. Batinn hafi verið slíkur að tilefni var til að útskrifa hann. Navalní hafði verið á sjúkrahúsinu í alls 32 daga, og þar af voru 24 á gjörgæslu. Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. Veiktist hastarlega Navalní var flogið til Berlínar eftir að hann veiktist hastarlega í flugi frá Síberíu til Moskvu þann 20. ágúst. Aðstandendur hans héldu því strax fram að honum hefði verið byrlað eitur og leiddu rannsóknir þýskra, franskra og sænskra yfirvalda í ljós að um taugaeitrið novichok hafi verið að ræða. 1/2 Alexei #Navalny was yesterday discharged from inpatient care. The patient s condition had improved sufficiently for him to be discharged from acute inpatient care. Navalny had been receiving treatment at Charité for a total of 32 days, of which 24 days were spent in ...— Charité - Universitätsmedizin Berlin (@ChariteBerlin) September 23, 2020 2/2 ... intensive care. Based on the patient s progress & current condition, the treating physicians believe that complete recovery is possible. However, it remains too early to gauge the potential long-term effects of his severe poisoning. Press release: https://t.co/m0d97P3IOi— Charité - Universitätsmedizin Berlin (@ChariteBerlin) September 23, 2020 Starfslið Navalní segir að eitrinu hafi verið komið fyrir í vatnsflösku Navalní sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu, skömmu áður en hann fór í flugið. Navalní hefur sagst ætla sér að snúa aftur til Rússlands eftir að hann nær fullum bata og halda þar pólitískri baráttu sinni áfram. Rússnesk stjórnvöld hafa verið sökuð um að bera ábyrgð á tilræðinu, en þau hafa hins vegar þvertekið fyrir að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað.
Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní krefst þess að fá fötin sín til baka Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði. 21. september 2020 15:53 Hafi innbyrt eitrið úr vatnsflösku á hótelherbergi Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið. 17. september 2020 08:33 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Navalní krefst þess að fá fötin sín til baka Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði. 21. september 2020 15:53
Hafi innbyrt eitrið úr vatnsflösku á hótelherbergi Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið. 17. september 2020 08:33