Kanna ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við útboð Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2020 12:20 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri reiknar með að nú fari að renna upp tími endurskipulagningar fyrirtækja hjá bönkunum. Stöð 2/Sigurjón Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair Group og ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við það. Könnunin nær meðal annars til þeirra hagsmunaaðila sem skipa stjórnarmenn lífeyrissjóðanna, það er verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tilkynnti þetta á fundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun þar sem verið var að kynna útgáfu rits Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem kom út í dag. Sagði Ásgeir að lítið væri hægt að segja um áðurnefnda könnun, annað en það að hún væri farin af stað og að Fjármálaeftirlitið hafi, eftir atvikum, kallað eftir gögnum frá sjóðunum. Bætti Ásgeir þó því við að hann gæti ekki gefið upplýsingar um einstaka sjóði, og bað fréttamenn vinsamlegast um að spyrja ekki nánar út í þann tiltekna þátt. Hætta á að eitthvað annað en hagsmunir sjóðsfélaga ráði för Sagði hann að Fjármáleftirlitið teldi að útboðið sem slíkt og framvinda þess gæfi tilefni til umhugsunar um fyrirkomulag við ákvarðanatöku þegar kæmi að einstökum fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Vísaði hann til þess að þessar áhyggjur Fjármáleftirlitsins væru ekki nýtilkomnar en síðastliðið sumar sendi eftirlitið dreifibréf til lífeyrissjóða varðandi umboð stjórnarmanna, til þess að tryggja að sjálfstæði stjórna lífeyrissjóða verði ekki skert. „Þetta bréf hefur verið ítrekað núna,“ sagði Ásgeir. „Að sjóðirnir endurskoði samþykktir sínar til að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna.“ Beðinn um að skýra orð sín nánar sagði Ásgeir að hann ætti við að eðlilegt væri að stjórnir ákveddu almenna fjárfestingastefnu lífeyrissjóðanna, en ættu ekki endilega að vera með puttanna í einstökum fjárfestingum. „Staðan er þannig núna að við erum með stjórnir lífeyrissjóða sem eru skipaðar af hagsmunaaðilum sem eru að taka ákvarðanir um fjárfestingu, sem að mínu viti ættu að vera teknar annars staðar, en af þessum aðilumm“ sagði Ásgeir. „Þegar kemur að einstökum fjárfestingakostum er ákveðin hætta fyrir því að aðrir hagsmunir en hagsmunir sjóðsfélaga fái að ráða.“ Seðlabankinn Icelandair Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár. 18. september 2020 19:21 Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til. 16. september 2020 18:54 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair Group og ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við það. Könnunin nær meðal annars til þeirra hagsmunaaðila sem skipa stjórnarmenn lífeyrissjóðanna, það er verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tilkynnti þetta á fundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun þar sem verið var að kynna útgáfu rits Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem kom út í dag. Sagði Ásgeir að lítið væri hægt að segja um áðurnefnda könnun, annað en það að hún væri farin af stað og að Fjármálaeftirlitið hafi, eftir atvikum, kallað eftir gögnum frá sjóðunum. Bætti Ásgeir þó því við að hann gæti ekki gefið upplýsingar um einstaka sjóði, og bað fréttamenn vinsamlegast um að spyrja ekki nánar út í þann tiltekna þátt. Hætta á að eitthvað annað en hagsmunir sjóðsfélaga ráði för Sagði hann að Fjármáleftirlitið teldi að útboðið sem slíkt og framvinda þess gæfi tilefni til umhugsunar um fyrirkomulag við ákvarðanatöku þegar kæmi að einstökum fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Vísaði hann til þess að þessar áhyggjur Fjármáleftirlitsins væru ekki nýtilkomnar en síðastliðið sumar sendi eftirlitið dreifibréf til lífeyrissjóða varðandi umboð stjórnarmanna, til þess að tryggja að sjálfstæði stjórna lífeyrissjóða verði ekki skert. „Þetta bréf hefur verið ítrekað núna,“ sagði Ásgeir. „Að sjóðirnir endurskoði samþykktir sínar til að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna.“ Beðinn um að skýra orð sín nánar sagði Ásgeir að hann ætti við að eðlilegt væri að stjórnir ákveddu almenna fjárfestingastefnu lífeyrissjóðanna, en ættu ekki endilega að vera með puttanna í einstökum fjárfestingum. „Staðan er þannig núna að við erum með stjórnir lífeyrissjóða sem eru skipaðar af hagsmunaaðilum sem eru að taka ákvarðanir um fjárfestingu, sem að mínu viti ættu að vera teknar annars staðar, en af þessum aðilumm“ sagði Ásgeir. „Þegar kemur að einstökum fjárfestingakostum er ákveðin hætta fyrir því að aðrir hagsmunir en hagsmunir sjóðsfélaga fái að ráða.“
Seðlabankinn Icelandair Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár. 18. september 2020 19:21 Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til. 16. september 2020 18:54 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár. 18. september 2020 19:21
Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til. 16. september 2020 18:54