Ekki megi mikið út af bregða til að fá veldisvöxt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2020 12:01 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefði gjarnan viljað að faraldurinn væri búinn ná toppi í bylgjunni sem nú gengur yfir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að kórónuveirufaraldurinn sé nú í línulegum vexti hér á landi en ekki veldisvexti. Hann hefði gjarnan viljað að faraldurinn væri búinn ná toppi í bylgjunni sem nú gengur yfir og að smitum færi fækkandi en greinilegt sé að ekki megi mikið út af bregða til þess að fá veldisvöxt. Alls greindust 45 innanlands með veiruna í gær og var meirihluti þeirra í sóttkví. Aðspurður hvort þetta sé í takt við það sem búast mátti við segir Þórólfur að bent hafi verið á að það geti tekið svolítinn að ná alveg tökum á faraldrinum nú. „Eins og staðan er núna þá er faraldurinn í línulegum vexti, hann er ekki í veldisvexti en við hefðum náttúrulega gjarnan viljað vera búin að ná toppi og ná fækkun. Það er greinilegt að það þarf ekki mikið út af að bregða til að við fáum veldisvöxt í þetta. En það sem er þó jákvætt að það eru yfir 60% þeirra sem greindust í gær sem eru í sóttkví við greiningu og við erum með rúmlega 2000 manns í sóttkví. Það er náttúrulega hópur sem er í stórri áhættu að hafa sýkst og það er jákvætt,“ segir Þórólfur. Vilja alls ekki sjá fjölgun smita í þeim hópi sem er utan við sóttkví Hann segir að því megi búast við því sjá ákveðinn fjölda veikra eða sýktra í hópi þeirra sem eru í sóttkví. „En við myndum alls ekki vilja fara að sjá einhverja aukningu í hópnum sem er utan við sóttkví. Ef það er þá erum við að missa þetta yfir í mikla samfélagslega útbreiðslu og það er áhyggjuefni,“ segir Þórólfur. Hann segir að alltaf séu einhverjar sveiflur á milli daga og undanfarið hafi þeir sem hafa verið í sóttkví við greiningu verið í minnihluta. Vonandi sé það merki um að þetta sé að breytast að meirihlutinn í gær hafi verið í sóttkví. „En þetta er svolítið að vega salt núna hvað fer að gerast,“ segir Þórólfur. Greint var frá því á upplýsingafundi í gær að hann hefði lagt til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að núverandi samkomutakmarkanir, sem falla úr gildi á sunnudag, verði framlengdar. Þá leggur hann líka til að barir og skemmtistaðir opni á ný eftir helgi. Samkomutakmarkanir kveða á um eins metra nándarreglu og að ekki megi fleiri en 200 manns koma saman. Harðari aðgerðir mögulegar ef ástandið versnar Aðspurður hvort það sé þá enn hans mat að þessar aðgerðir sem eru í gangi núna skili árangri bendir hann aftur á línulegan vöxt faraldursins. „Ég myndi segja að þetta væri að vega salt dálítið, hvort að við teljum að þetta sé ásættanlegt eða ekki. Við höfum verið að reyna að beita eins lítið íþyngjandi aðgerðum eins og mögulegt er, reynt að beita markvissum aðgerðum á það sem er að gerast frekar en að beita íþyngjandi aðgerðum yfir allt samfélagið. En ef að þetta er ekki að duga og manni sýnist að annað hvort sé ekki að nást árangur eða þetta sé eitthvað að versna, þá þarf að grípa til harðari og víðtækari fyrir allt samfélagið,“ segir Þórólfur og vísar í þær aðgerðir sem voru í gangi í vetur og vor þegar ýmissi þjónustu var gert að loka og mun færri máttu koma saman en nú er. „Þá getur vel verið að ég þurfi að koma með tillögur um slíkt til ráðherra sem tekur endanlega ákvörðun. Þetta yrði mjög mikið áfall ef það þyrfti að gera eitthvað svona og yrði ekki gott fyrir samfélagið ef það væri gert. En ég myndi segja að á þessum tíma erum við svolítið að vega salt í þessu og það þarf ekki mikið út af að bregða til þess að tillögur komi um slíkt.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að kórónuveirufaraldurinn sé nú í línulegum vexti hér á landi en ekki veldisvexti. Hann hefði gjarnan viljað að faraldurinn væri búinn ná toppi í bylgjunni sem nú gengur yfir og að smitum færi fækkandi en greinilegt sé að ekki megi mikið út af bregða til þess að fá veldisvöxt. Alls greindust 45 innanlands með veiruna í gær og var meirihluti þeirra í sóttkví. Aðspurður hvort þetta sé í takt við það sem búast mátti við segir Þórólfur að bent hafi verið á að það geti tekið svolítinn að ná alveg tökum á faraldrinum nú. „Eins og staðan er núna þá er faraldurinn í línulegum vexti, hann er ekki í veldisvexti en við hefðum náttúrulega gjarnan viljað vera búin að ná toppi og ná fækkun. Það er greinilegt að það þarf ekki mikið út af að bregða til að við fáum veldisvöxt í þetta. En það sem er þó jákvætt að það eru yfir 60% þeirra sem greindust í gær sem eru í sóttkví við greiningu og við erum með rúmlega 2000 manns í sóttkví. Það er náttúrulega hópur sem er í stórri áhættu að hafa sýkst og það er jákvætt,“ segir Þórólfur. Vilja alls ekki sjá fjölgun smita í þeim hópi sem er utan við sóttkví Hann segir að því megi búast við því sjá ákveðinn fjölda veikra eða sýktra í hópi þeirra sem eru í sóttkví. „En við myndum alls ekki vilja fara að sjá einhverja aukningu í hópnum sem er utan við sóttkví. Ef það er þá erum við að missa þetta yfir í mikla samfélagslega útbreiðslu og það er áhyggjuefni,“ segir Þórólfur. Hann segir að alltaf séu einhverjar sveiflur á milli daga og undanfarið hafi þeir sem hafa verið í sóttkví við greiningu verið í minnihluta. Vonandi sé það merki um að þetta sé að breytast að meirihlutinn í gær hafi verið í sóttkví. „En þetta er svolítið að vega salt núna hvað fer að gerast,“ segir Þórólfur. Greint var frá því á upplýsingafundi í gær að hann hefði lagt til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að núverandi samkomutakmarkanir, sem falla úr gildi á sunnudag, verði framlengdar. Þá leggur hann líka til að barir og skemmtistaðir opni á ný eftir helgi. Samkomutakmarkanir kveða á um eins metra nándarreglu og að ekki megi fleiri en 200 manns koma saman. Harðari aðgerðir mögulegar ef ástandið versnar Aðspurður hvort það sé þá enn hans mat að þessar aðgerðir sem eru í gangi núna skili árangri bendir hann aftur á línulegan vöxt faraldursins. „Ég myndi segja að þetta væri að vega salt dálítið, hvort að við teljum að þetta sé ásættanlegt eða ekki. Við höfum verið að reyna að beita eins lítið íþyngjandi aðgerðum eins og mögulegt er, reynt að beita markvissum aðgerðum á það sem er að gerast frekar en að beita íþyngjandi aðgerðum yfir allt samfélagið. En ef að þetta er ekki að duga og manni sýnist að annað hvort sé ekki að nást árangur eða þetta sé eitthvað að versna, þá þarf að grípa til harðari og víðtækari fyrir allt samfélagið,“ segir Þórólfur og vísar í þær aðgerðir sem voru í gangi í vetur og vor þegar ýmissi þjónustu var gert að loka og mun færri máttu koma saman en nú er. „Þá getur vel verið að ég þurfi að koma með tillögur um slíkt til ráðherra sem tekur endanlega ákvörðun. Þetta yrði mjög mikið áfall ef það þyrfti að gera eitthvað svona og yrði ekki gott fyrir samfélagið ef það væri gert. En ég myndi segja að á þessum tíma erum við svolítið að vega salt í þessu og það þarf ekki mikið út af að bregða til þess að tillögur komi um slíkt.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira