Segir stöðuna „afleita“ á Landspítalanum Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2020 17:45 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Vísir/Egill 35 starfsmenn Landspítalans eru í einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 og 177 í sóttkví. Dagdeild skurðlækningar og göngudeild skurðlækninga í Fossvogi hefur verið lokað og fresta verður vissum aðgerðum um sinn. Bráðaaðgerðum er sinn áfram en staðan er „afleit“ samkvæmt Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans. Örkönnun meðal starfsmanna sýnir að álag á starfsmenn hafi aukist og vanlíðan þeirra aukist. Um tólf prósent starfsmanna telja sig þurfa á hjálp að halda. Í pistli á vefsíðu spítalans óskar Páll þeim sem hafa smitast af kórónuveirunni skjótan bata og minnir á mikilvægi smitvarna í starfseminni. „Við höfum auðvitað staðið undir þeim og rúmlega það. Hvað smitvarnir varðar er ljóst að árangur okkar hefur verið góður, eins og mótefnamælingar meðal starfsfólks í sumar sýndu. Aðeins 0,25% reyndust hafa mótefni fyrir Covid-19 þó að þeir sem til rannsóknarinnar völdust hafi einmitt verið í hópi þeirra sem önnuðust Covid sjúklinga. Það er eftirtektarverður árangur,“ skrifar Páll. Hann segir öll gögn benda til að rétt notkun hlífðarbúnaðar sé örugg vörn gegn veirunni og almenn smitgátt sömuleiðis. „Það er því afskaplega áríðandi núna að við öll viðhöfum ítrustu smitvarnir við vinnuna okkar, í samskiptum við vinnufélaga og eins og kostur er í einkalífinu og þess bið ég ykkur lengstra orða.“ Röskun á hefðbundnum störfum Í pistli sínum fjallar Páll einnig um örkönnun sem gerð var á áhrifum faraldursins á störf heilbrigðisstarfsmanna. Hún hafi sýnt að 80 prósent starfsmanna telji faraldurinn hafa raskað hefðbundnum störfum þeirra. Flestir séu sammála um að breytingarnar séu bæði jákvæðar og neikvæðar. „Það sem fólk telur jákvætt er að tækniþekkingu hefur fleygt fram, nýjar rafrænar lausnir hafa verið teknar upp, ánægja ríkir með skipulag heimavinnu og fjarfundi, meiri vitund er um sýkingavarnir, verkferlar hafa verið einfaldaðir og samvinna aukist. Það sem talið er neikvætt er að þjónusta hefur verið skert á sumum stöðum, álag er mikið, erfitt er að vera í búningi og með grímu, einangrun sjúklinga hefur aukist og umönnun því umfangsmeiri auk þess sem samskipti við samstarfsfólk eru ekki eins náin,“ skrifar Páll. Þó hafi einnig komið fram að um þriðjungur starfsfólks segir líðan þeirra verri en almennt í byrjun hausts. Tólf prósent telji sig þurfa á aðstoð að halda vegna þessa. Páll hvetur starfsfólk til að nýta úrræði sem í boði séu og takast á við þessa líðan. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Sóttvarnalög verði endurskoðuð Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur falið starfshópi að semja drög að frumvarpi til breytinga á sóttvarnalögum. 25. september 2020 15:03 45 greindust með veiruna innanlands Meirihluti, eða 28 þeirra sem greindust, voru í sóttkví. 25. september 2020 11:06 Smituðum fjölgar á Landspítalanum Fleiri starfsmenn Landspítala greindust með kórónuveiruna í gær og umtalsverður fjöldi starfsmanna því í sóttkví. 25. september 2020 09:47 Hafa þurft að fresta hátt í fimmtíu aðgerðum vegna smita á spítalanum Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir það hafa töluverð áhrif á starfsemi spítalans að um 200 starfsmenn hans séu annað hvort í einangrun eða sóttkví eftir að fjöldi kórónuveirusmita greindist meðal starfsfólks. 24. september 2020 19:27 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
35 starfsmenn Landspítalans eru í einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 og 177 í sóttkví. Dagdeild skurðlækningar og göngudeild skurðlækninga í Fossvogi hefur verið lokað og fresta verður vissum aðgerðum um sinn. Bráðaaðgerðum er sinn áfram en staðan er „afleit“ samkvæmt Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans. Örkönnun meðal starfsmanna sýnir að álag á starfsmenn hafi aukist og vanlíðan þeirra aukist. Um tólf prósent starfsmanna telja sig þurfa á hjálp að halda. Í pistli á vefsíðu spítalans óskar Páll þeim sem hafa smitast af kórónuveirunni skjótan bata og minnir á mikilvægi smitvarna í starfseminni. „Við höfum auðvitað staðið undir þeim og rúmlega það. Hvað smitvarnir varðar er ljóst að árangur okkar hefur verið góður, eins og mótefnamælingar meðal starfsfólks í sumar sýndu. Aðeins 0,25% reyndust hafa mótefni fyrir Covid-19 þó að þeir sem til rannsóknarinnar völdust hafi einmitt verið í hópi þeirra sem önnuðust Covid sjúklinga. Það er eftirtektarverður árangur,“ skrifar Páll. Hann segir öll gögn benda til að rétt notkun hlífðarbúnaðar sé örugg vörn gegn veirunni og almenn smitgátt sömuleiðis. „Það er því afskaplega áríðandi núna að við öll viðhöfum ítrustu smitvarnir við vinnuna okkar, í samskiptum við vinnufélaga og eins og kostur er í einkalífinu og þess bið ég ykkur lengstra orða.“ Röskun á hefðbundnum störfum Í pistli sínum fjallar Páll einnig um örkönnun sem gerð var á áhrifum faraldursins á störf heilbrigðisstarfsmanna. Hún hafi sýnt að 80 prósent starfsmanna telji faraldurinn hafa raskað hefðbundnum störfum þeirra. Flestir séu sammála um að breytingarnar séu bæði jákvæðar og neikvæðar. „Það sem fólk telur jákvætt er að tækniþekkingu hefur fleygt fram, nýjar rafrænar lausnir hafa verið teknar upp, ánægja ríkir með skipulag heimavinnu og fjarfundi, meiri vitund er um sýkingavarnir, verkferlar hafa verið einfaldaðir og samvinna aukist. Það sem talið er neikvætt er að þjónusta hefur verið skert á sumum stöðum, álag er mikið, erfitt er að vera í búningi og með grímu, einangrun sjúklinga hefur aukist og umönnun því umfangsmeiri auk þess sem samskipti við samstarfsfólk eru ekki eins náin,“ skrifar Páll. Þó hafi einnig komið fram að um þriðjungur starfsfólks segir líðan þeirra verri en almennt í byrjun hausts. Tólf prósent telji sig þurfa á aðstoð að halda vegna þessa. Páll hvetur starfsfólk til að nýta úrræði sem í boði séu og takast á við þessa líðan.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Sóttvarnalög verði endurskoðuð Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur falið starfshópi að semja drög að frumvarpi til breytinga á sóttvarnalögum. 25. september 2020 15:03 45 greindust með veiruna innanlands Meirihluti, eða 28 þeirra sem greindust, voru í sóttkví. 25. september 2020 11:06 Smituðum fjölgar á Landspítalanum Fleiri starfsmenn Landspítala greindust með kórónuveiruna í gær og umtalsverður fjöldi starfsmanna því í sóttkví. 25. september 2020 09:47 Hafa þurft að fresta hátt í fimmtíu aðgerðum vegna smita á spítalanum Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir það hafa töluverð áhrif á starfsemi spítalans að um 200 starfsmenn hans séu annað hvort í einangrun eða sóttkví eftir að fjöldi kórónuveirusmita greindist meðal starfsfólks. 24. september 2020 19:27 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Sóttvarnalög verði endurskoðuð Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur falið starfshópi að semja drög að frumvarpi til breytinga á sóttvarnalögum. 25. september 2020 15:03
45 greindust með veiruna innanlands Meirihluti, eða 28 þeirra sem greindust, voru í sóttkví. 25. september 2020 11:06
Smituðum fjölgar á Landspítalanum Fleiri starfsmenn Landspítala greindust með kórónuveiruna í gær og umtalsverður fjöldi starfsmanna því í sóttkví. 25. september 2020 09:47
Hafa þurft að fresta hátt í fimmtíu aðgerðum vegna smita á spítalanum Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir það hafa töluverð áhrif á starfsemi spítalans að um 200 starfsmenn hans séu annað hvort í einangrun eða sóttkví eftir að fjöldi kórónuveirusmita greindist meðal starfsfólks. 24. september 2020 19:27
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?