Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2020 10:03 Hjúkrunarheimilið Eir. Vísir/Vilhelm Fjórir íbúar og tveir starfsmenn hjúkrunarheimilisins Eirar í Grafarvogi hafa nú greinst með kórónuveiruna. Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. Gripið hefur verið til umfangsmikilla aðgerða á hjúkrunarheimilinu vegna smitanna. Starfsmaður á Eir greindist með veiruna í síðustu viku og voru íbúar og starfsmenn á 2. hæð suður í A-húsi þá sendir í skimun. Þórdís Hulda Tómasdóttir, verkefnastjóri hjúkrunar – og gæðamála hjá Eir, greindi fyrst frá stöðu mála í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun en hún segir í samtali við Vísi að öll deildin sé nú í sóttkví. Allir íbúar sem greinst hafa með veiruna dvelja jafnframt í einangrun á sérstakri Covid-deild sem sett var upp vegna smitanna. Enginn þeirra hefur fundið fyrir miklum einkennum enn sem komið er, að sögn Þórdísar. Hún segir að allir hlutaðeigandi hafi tekist á við stöðuna af mikilli yfirvegun. „Ég held að íbúar, aðstandendur og allir starfsmenn hafi áttað sig á því í nokkrar vikur að þetta væri tímaspursmál, veiran er alls staðar í samfélaginu, einkennalaus og lævís hjá mörgum. Fólk var búið að undirbúa sig andlega án þess að það væri talað um það,“ segir Þórdís. „Allir eru tiltölulega einkennalitlir. Enginn er með einkenni í sóttkví og það fyllir fólk ákveðnu öryggi en auðvitað er fólk hrætt. Þetta er erfitt, að vera í einangrun og að geta ekki fengið fólk í heimsókn.“ Hjúkrunarheimilinu var lokað fyrir heimsóknum fyrir helgi vegna stöðunnar sem þá var komin upp. Þórdís segir að stefnan sé að reyna að opna aftur eins fljótt og hægt er, vonandi næsta mánudag. Íbúar losna úr sóttkví eftir skimun þann dag, að því gefnu að þeir reynist allir neikvæðir fyrir veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Eir lokað eftir að tveir íbúar greindust til viðbótar Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir greindust í gærkvöldi með kórónuveiruna. 28. september 2020 16:11 Íbúi á Eir með kórónuveiruna Íbúi á hjúkrunarheimilinu Eir hefur greinst með kórónuveiruna. 25. september 2020 15:10 Ellefu í sóttkví eftir smit starfsmanns Eirar Ellefu eru í sóttkví eftir að starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Eir greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24. september 2020 12:26 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Fjórir íbúar og tveir starfsmenn hjúkrunarheimilisins Eirar í Grafarvogi hafa nú greinst með kórónuveiruna. Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. Gripið hefur verið til umfangsmikilla aðgerða á hjúkrunarheimilinu vegna smitanna. Starfsmaður á Eir greindist með veiruna í síðustu viku og voru íbúar og starfsmenn á 2. hæð suður í A-húsi þá sendir í skimun. Þórdís Hulda Tómasdóttir, verkefnastjóri hjúkrunar – og gæðamála hjá Eir, greindi fyrst frá stöðu mála í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun en hún segir í samtali við Vísi að öll deildin sé nú í sóttkví. Allir íbúar sem greinst hafa með veiruna dvelja jafnframt í einangrun á sérstakri Covid-deild sem sett var upp vegna smitanna. Enginn þeirra hefur fundið fyrir miklum einkennum enn sem komið er, að sögn Þórdísar. Hún segir að allir hlutaðeigandi hafi tekist á við stöðuna af mikilli yfirvegun. „Ég held að íbúar, aðstandendur og allir starfsmenn hafi áttað sig á því í nokkrar vikur að þetta væri tímaspursmál, veiran er alls staðar í samfélaginu, einkennalaus og lævís hjá mörgum. Fólk var búið að undirbúa sig andlega án þess að það væri talað um það,“ segir Þórdís. „Allir eru tiltölulega einkennalitlir. Enginn er með einkenni í sóttkví og það fyllir fólk ákveðnu öryggi en auðvitað er fólk hrætt. Þetta er erfitt, að vera í einangrun og að geta ekki fengið fólk í heimsókn.“ Hjúkrunarheimilinu var lokað fyrir heimsóknum fyrir helgi vegna stöðunnar sem þá var komin upp. Þórdís segir að stefnan sé að reyna að opna aftur eins fljótt og hægt er, vonandi næsta mánudag. Íbúar losna úr sóttkví eftir skimun þann dag, að því gefnu að þeir reynist allir neikvæðir fyrir veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Eir lokað eftir að tveir íbúar greindust til viðbótar Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir greindust í gærkvöldi með kórónuveiruna. 28. september 2020 16:11 Íbúi á Eir með kórónuveiruna Íbúi á hjúkrunarheimilinu Eir hefur greinst með kórónuveiruna. 25. september 2020 15:10 Ellefu í sóttkví eftir smit starfsmanns Eirar Ellefu eru í sóttkví eftir að starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Eir greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24. september 2020 12:26 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Eir lokað eftir að tveir íbúar greindust til viðbótar Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir greindust í gærkvöldi með kórónuveiruna. 28. september 2020 16:11
Íbúi á Eir með kórónuveiruna Íbúi á hjúkrunarheimilinu Eir hefur greinst með kórónuveiruna. 25. september 2020 15:10
Ellefu í sóttkví eftir smit starfsmanns Eirar Ellefu eru í sóttkví eftir að starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Eir greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24. september 2020 12:26