Gert ráð fyrir 264 milljarða halla á fjárlögum Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2020 10:06 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar á ríkissjóð verði neikvæð um 192 milljarða króna á næsta ári. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2021 gerir ráð fyrir 264 milljarða króna halla - þannig að tekjur muni nema 772 milljörðum, en útgjöldin 1.036 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021 sem lagt er fram á Alþingi í dag, samhliða fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025. Skattar verða alls um 52 milljörðum króna lægri á komandi ári en þeir hefðu orðið án ákvarðana ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar segir að markmið ríkisstjórnarinnar með fjárlagafrumvarpinu sé að verja lífskjör og veita viðspyrnu fyrir nýtt hagvaxtarskeið. Ekki verði gerðar auknar aðhaldskröfur til málefnasviða og verða öll helstu tilfærslukerfi varin. Til þess að sporna við útgjaldaaukningu sé þess gætt að ný aukin útgjöld takmarkist við mótvægisráðstafanir vegna faraldursins. Frá kynningu fjármálaráðherra í morgun.Vísir/Einar Mikill samdráttur skatttekna ríkisins „Afkoma ríkissjóðs versnar á næsta ári um 192 milljarða króna vegna beinna efnahagslegra áhrifa faraldursins og ákvarðana til að sporna við afleiðingum hans. Þyngst vegur samdráttur skatttekna vegna minni umsvifa en hann nemur um 89 ma.kr. Einnig minnka tekjur ríkissjóðs vegna aðgerða til að bregðast við heimsfaraldrinum, m.a. með því að endurgreiða virðisaukaskatt vegna vinnu, flýtingu á lækkun bankaskatts og niðurfellingu gistináttaskatts en samtals kosta þessar aðgerðir ríkissjóð um 17 ma.kr. Þá er gert ráð fyrir að atvinnuleysisbætur hækki um 23 ma.kr. Útgjöld vegna ýmissa mótvægisaðgerða eru áætluð um 35 ma.kr. en þar má nefna fjárfestingar- og uppbyggingarátak, eflingu háskóla- og framhaldsskólastigs til að bregðast við atvinnuleysi og auknar endurgreiðslur vegna rannsókna- og þróunar. Þá er gert ráð fyrir að arðgreiðslur lækki um 27 ma.kr.“ Fjárlagafrumvarp 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Sjá meira
Gert er ráð fyrir að áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar á ríkissjóð verði neikvæð um 192 milljarða króna á næsta ári. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2021 gerir ráð fyrir 264 milljarða króna halla - þannig að tekjur muni nema 772 milljörðum, en útgjöldin 1.036 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021 sem lagt er fram á Alþingi í dag, samhliða fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025. Skattar verða alls um 52 milljörðum króna lægri á komandi ári en þeir hefðu orðið án ákvarðana ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar segir að markmið ríkisstjórnarinnar með fjárlagafrumvarpinu sé að verja lífskjör og veita viðspyrnu fyrir nýtt hagvaxtarskeið. Ekki verði gerðar auknar aðhaldskröfur til málefnasviða og verða öll helstu tilfærslukerfi varin. Til þess að sporna við útgjaldaaukningu sé þess gætt að ný aukin útgjöld takmarkist við mótvægisráðstafanir vegna faraldursins. Frá kynningu fjármálaráðherra í morgun.Vísir/Einar Mikill samdráttur skatttekna ríkisins „Afkoma ríkissjóðs versnar á næsta ári um 192 milljarða króna vegna beinna efnahagslegra áhrifa faraldursins og ákvarðana til að sporna við afleiðingum hans. Þyngst vegur samdráttur skatttekna vegna minni umsvifa en hann nemur um 89 ma.kr. Einnig minnka tekjur ríkissjóðs vegna aðgerða til að bregðast við heimsfaraldrinum, m.a. með því að endurgreiða virðisaukaskatt vegna vinnu, flýtingu á lækkun bankaskatts og niðurfellingu gistináttaskatts en samtals kosta þessar aðgerðir ríkissjóð um 17 ma.kr. Þá er gert ráð fyrir að atvinnuleysisbætur hækki um 23 ma.kr. Útgjöld vegna ýmissa mótvægisaðgerða eru áætluð um 35 ma.kr. en þar má nefna fjárfestingar- og uppbyggingarátak, eflingu háskóla- og framhaldsskólastigs til að bregðast við atvinnuleysi og auknar endurgreiðslur vegna rannsókna- og þróunar. Þá er gert ráð fyrir að arðgreiðslur lækki um 27 ma.kr.“
Fjárlagafrumvarp 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Sjá meira