61 smit á jaðri spálíkansins Sylvía Hall skrifar 3. október 2020 23:30 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Vísir/Stöð 2 „Þetta er sveiflukennt en þetta minnir mig á fyrstu bylgjuna; það komu dagar það sem þetta rauk upp í 86 smit einn daginn, svo datt það aftur niður í sjötíu og svo fór það upp í hundrað. Þetta voru nokkrir dagar sem komu eins og högg inn í kerfið.“ Þetta segir Thor Aspelund líftölfræðingur um þróun faraldursins síðustu daga. 61 greindist með veiruna í dag og voru 39 þeirra ekki í sóttkví. Að sögn Thors er um háa tölu að ræða en hún sé þó ekki alveg út úr korti. Fjöldinn sé á jaðri þess sem spálíkanið gerði ráð fyrir. „Þessi tala, 61, hún er alveg í jaðrinum á því sem telst líklegt ef þú berð það saman við myndina. Það er ekki alveg komið eitthvað út úr spánni eins og þegar maður tók eftir því að þriðja bylgjan var byrjuð, þá stakk talan alveg af,“ segir Thor í samtali við Vísi. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra er gert ráð fyrir því að núverandi bylgja muni standa út október. Búast megi við því að yfir eitt þúsund sýkist og allt að sex gætu látist miðað við afleiðinga sjúkdómsins í vetur. Síðasta spálíkan var gefið út á þriðjudag en Thor telur líklegt að það verði uppfært í komandi viku. Það sé nóg að gefa út nýja spá á vikufresti, en nú þurfi til að mynda að taka mið af hertum aðgerðum innanlands. Aðgerðirnar taka gildi á mánudaginn næstkomandi og mega þá aðeins tuttugu koma saman. Líkamsræktarstöðvar verða lokaðar, barir verða lokaðir og einnig spilasalir. Sundlaugar verða áfram opnar en með færri gestum. Thor segir slíkar aðgerðir líklegar til þess að ná betri tökum á faraldrinum. „Tuttugu manna takmarkið í fyrstu bylgjunni hafði mikil áhrif. Maður sá það á smitstuðlinum. Ég á líka von á því núna.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit meðal starfsmanna Landspítala Kórónuveirusmit hefur komið upp meðal starfsmanna Landspítalans við Hringbraut og munu 130 starfsmenn verða skimaðir vegna þess á morgun. 3. október 2020 20:41 „Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af“ Þórólfur segist ætla að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á næstu mínútum. 3. október 2020 11:25 Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
„Þetta er sveiflukennt en þetta minnir mig á fyrstu bylgjuna; það komu dagar það sem þetta rauk upp í 86 smit einn daginn, svo datt það aftur niður í sjötíu og svo fór það upp í hundrað. Þetta voru nokkrir dagar sem komu eins og högg inn í kerfið.“ Þetta segir Thor Aspelund líftölfræðingur um þróun faraldursins síðustu daga. 61 greindist með veiruna í dag og voru 39 þeirra ekki í sóttkví. Að sögn Thors er um háa tölu að ræða en hún sé þó ekki alveg út úr korti. Fjöldinn sé á jaðri þess sem spálíkanið gerði ráð fyrir. „Þessi tala, 61, hún er alveg í jaðrinum á því sem telst líklegt ef þú berð það saman við myndina. Það er ekki alveg komið eitthvað út úr spánni eins og þegar maður tók eftir því að þriðja bylgjan var byrjuð, þá stakk talan alveg af,“ segir Thor í samtali við Vísi. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra er gert ráð fyrir því að núverandi bylgja muni standa út október. Búast megi við því að yfir eitt þúsund sýkist og allt að sex gætu látist miðað við afleiðinga sjúkdómsins í vetur. Síðasta spálíkan var gefið út á þriðjudag en Thor telur líklegt að það verði uppfært í komandi viku. Það sé nóg að gefa út nýja spá á vikufresti, en nú þurfi til að mynda að taka mið af hertum aðgerðum innanlands. Aðgerðirnar taka gildi á mánudaginn næstkomandi og mega þá aðeins tuttugu koma saman. Líkamsræktarstöðvar verða lokaðar, barir verða lokaðir og einnig spilasalir. Sundlaugar verða áfram opnar en með færri gestum. Thor segir slíkar aðgerðir líklegar til þess að ná betri tökum á faraldrinum. „Tuttugu manna takmarkið í fyrstu bylgjunni hafði mikil áhrif. Maður sá það á smitstuðlinum. Ég á líka von á því núna.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit meðal starfsmanna Landspítala Kórónuveirusmit hefur komið upp meðal starfsmanna Landspítalans við Hringbraut og munu 130 starfsmenn verða skimaðir vegna þess á morgun. 3. október 2020 20:41 „Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af“ Þórólfur segist ætla að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á næstu mínútum. 3. október 2020 11:25 Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
Smit meðal starfsmanna Landspítala Kórónuveirusmit hefur komið upp meðal starfsmanna Landspítalans við Hringbraut og munu 130 starfsmenn verða skimaðir vegna þess á morgun. 3. október 2020 20:41
„Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af“ Þórólfur segist ætla að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á næstu mínútum. 3. október 2020 11:25
Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent