Röktu fólk til Irishman Pub með kortafærslum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. október 2020 14:05 Fjöldi gesta sem var á Irishman Pub smitaðist af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Greiðslukortafærslur hafa verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Til að mynda til að finna út hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. „Við höfum fengið hérna aðstoð þessara rekstraraðila til þess að ná og koma upplýsingum til þeirra gesta sem þeir hafa verið með. Þannig að þeir hafa hjálpað okkur við það að reyna að ná til sinna viðskiptavina. Þannig að við getum sent sms og sent fólki upplýsingar og hvatt það til að fara í sýnatöku. Fólki sem að hefur verið á stöðum þar sem að svona stór smit hafa komið upp,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Notað í algjörum undantekningartilvikum Víðir segir greiðslukortafærslur til að mynda hafa verið nýttar til að finna út hverjir voru á Irishman Pub þegar kórónuveirusmit greindust þar. „Þetta er leið sem við höfum bara notað í algjörum undantekningartilvikum. Það er bara þegar staðan er þannig, að eins og þú nefndir þennan veitingastað þar sem að var greinilega mjög mikið smit og var mjög mikilvægt að ná sem fyrst til allra, þá var þetta leið sem var notuð,“ segir Víðir. Sú leið að nota kortaupplýsingar hefur þrisvar verið nýtt og þá í samráði við rekstaraðila og kortafyrirtækin. Smitrakningarteymið hefur fengið nöfn og símanúmer viðskiptavina og boðað þá í skimum. Gögnin hafa ekki verið geymd. Víðir segir það jafnframt áhyggjuefni að þegar reynt er að rekja smit hafi fólk undanfarið verið tregt til að veita upplýsingar. Það skýri líklega að hluta hve hátt hlutfall fólks greinist sem ekki er í sóttkví. Innan við fjórðungur þeirra sem greindist með veiruna í gær var í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Greiðslumiðlun Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Dæmi um að fólk leyni upplýsingum í smitrakningu Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það ekki að ástæðulausu sem verið sé að fara í harðari aðgerðir. Búið sé að rýna í tölfræðina og miklar áhyggjur séu uppi af stöðunni eins og hún er í dag. 4. október 2020 12:03 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Greiðslukortafærslur hafa verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Til að mynda til að finna út hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. „Við höfum fengið hérna aðstoð þessara rekstraraðila til þess að ná og koma upplýsingum til þeirra gesta sem þeir hafa verið með. Þannig að þeir hafa hjálpað okkur við það að reyna að ná til sinna viðskiptavina. Þannig að við getum sent sms og sent fólki upplýsingar og hvatt það til að fara í sýnatöku. Fólki sem að hefur verið á stöðum þar sem að svona stór smit hafa komið upp,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Notað í algjörum undantekningartilvikum Víðir segir greiðslukortafærslur til að mynda hafa verið nýttar til að finna út hverjir voru á Irishman Pub þegar kórónuveirusmit greindust þar. „Þetta er leið sem við höfum bara notað í algjörum undantekningartilvikum. Það er bara þegar staðan er þannig, að eins og þú nefndir þennan veitingastað þar sem að var greinilega mjög mikið smit og var mjög mikilvægt að ná sem fyrst til allra, þá var þetta leið sem var notuð,“ segir Víðir. Sú leið að nota kortaupplýsingar hefur þrisvar verið nýtt og þá í samráði við rekstaraðila og kortafyrirtækin. Smitrakningarteymið hefur fengið nöfn og símanúmer viðskiptavina og boðað þá í skimum. Gögnin hafa ekki verið geymd. Víðir segir það jafnframt áhyggjuefni að þegar reynt er að rekja smit hafi fólk undanfarið verið tregt til að veita upplýsingar. Það skýri líklega að hluta hve hátt hlutfall fólks greinist sem ekki er í sóttkví. Innan við fjórðungur þeirra sem greindist með veiruna í gær var í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Greiðslumiðlun Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Dæmi um að fólk leyni upplýsingum í smitrakningu Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það ekki að ástæðulausu sem verið sé að fara í harðari aðgerðir. Búið sé að rýna í tölfræðina og miklar áhyggjur séu uppi af stöðunni eins og hún er í dag. 4. október 2020 12:03 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Dæmi um að fólk leyni upplýsingum í smitrakningu Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það ekki að ástæðulausu sem verið sé að fara í harðari aðgerðir. Búið sé að rýna í tölfræðina og miklar áhyggjur séu uppi af stöðunni eins og hún er í dag. 4. október 2020 12:03