Grunnskólakennarar undirrita nýjan kjarasamning Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. október 2020 23:21 Kjaraviðræður hafa að miklu leyti farið fram á fjarfundum vegna Covid-19. Vísir/Vilhelm Félag grunnskólakennara (FG) og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning á ellefta tímanum í kvöld. Undirritun fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands. Félag grunnskólakennara hefur verið samningslaust í sextán mánuði. Hinn nýi kjarasamningur er í samræmi við lífskjarasamninga sem gerðir hafa verið við önnur stéttarfélög. Gildistími samningsins er til ársloka 2021. Kynning á samningnum meðal félagsmanna FG fer fram á næstu dögum og síðan verður efnt til atkvæðagreiðslu. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn þarf að liggja fyrir 23. október næstkomandi. Kjaraviðræður fóru að miklu leyti fram á fjarfundum vegna Covid-19. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara segir í samtali við Vísi að það hafi skipt miklu máli fyrir grunnskólakennara að skrifa undir samning á þessum tímapunkti. „Það er mikill léttir hjá okkur að geta að minnsta kosti borið undir félagsmenn samning, sem þeir hafa þá möguleika til að taka afstöðu til," segir Þorgerður. Hún segir ómögulegt að spá fyrir um það hvort samningurinn verði samþykktur. Nýundirritaður kjarasamningur varðar 5.500 félagsmenn FG um allt land. Þorgerður segir undirritun samningsins því hafa mikil áhrif. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá formanni FG. Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Kjaramál Tengdar fréttir Grunnskólakennarar upplifa varnarleysi andspænis veirunni Fjölmargir grunnskólakennarar urðu fyrir djúpum vonbrigðum með að sóttvarnayfirvöld skyldu boða, svo gott sem, óbreytt ástand í grunnskólum landsins þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar. 5. október 2020 12:34 Viðræðum slitið við grunnskólakennara Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur vísað kjaraviðræðum við Félag grunnskólakennara til ríkissáttasemjara. Samninganefndin sleit viðræðum við kennarana í dag. 1. október 2020 23:45 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Félag grunnskólakennara (FG) og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning á ellefta tímanum í kvöld. Undirritun fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands. Félag grunnskólakennara hefur verið samningslaust í sextán mánuði. Hinn nýi kjarasamningur er í samræmi við lífskjarasamninga sem gerðir hafa verið við önnur stéttarfélög. Gildistími samningsins er til ársloka 2021. Kynning á samningnum meðal félagsmanna FG fer fram á næstu dögum og síðan verður efnt til atkvæðagreiðslu. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn þarf að liggja fyrir 23. október næstkomandi. Kjaraviðræður fóru að miklu leyti fram á fjarfundum vegna Covid-19. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara segir í samtali við Vísi að það hafi skipt miklu máli fyrir grunnskólakennara að skrifa undir samning á þessum tímapunkti. „Það er mikill léttir hjá okkur að geta að minnsta kosti borið undir félagsmenn samning, sem þeir hafa þá möguleika til að taka afstöðu til," segir Þorgerður. Hún segir ómögulegt að spá fyrir um það hvort samningurinn verði samþykktur. Nýundirritaður kjarasamningur varðar 5.500 félagsmenn FG um allt land. Þorgerður segir undirritun samningsins því hafa mikil áhrif. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá formanni FG.
Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Kjaramál Tengdar fréttir Grunnskólakennarar upplifa varnarleysi andspænis veirunni Fjölmargir grunnskólakennarar urðu fyrir djúpum vonbrigðum með að sóttvarnayfirvöld skyldu boða, svo gott sem, óbreytt ástand í grunnskólum landsins þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar. 5. október 2020 12:34 Viðræðum slitið við grunnskólakennara Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur vísað kjaraviðræðum við Félag grunnskólakennara til ríkissáttasemjara. Samninganefndin sleit viðræðum við kennarana í dag. 1. október 2020 23:45 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Grunnskólakennarar upplifa varnarleysi andspænis veirunni Fjölmargir grunnskólakennarar urðu fyrir djúpum vonbrigðum með að sóttvarnayfirvöld skyldu boða, svo gott sem, óbreytt ástand í grunnskólum landsins þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar. 5. október 2020 12:34
Viðræðum slitið við grunnskólakennara Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur vísað kjaraviðræðum við Félag grunnskólakennara til ríkissáttasemjara. Samninganefndin sleit viðræðum við kennarana í dag. 1. október 2020 23:45