Covid 19 – eðlilegar áhyggjur en höldum í vonina Una María Óskarsdóttir skrifar 8. október 2020 16:01 Það er mjög margt sem við kunnum ekki nægilega vel, þó við höldum annað. Það kunna ekki allir að mála, skúra og bóna, ala upp barn og kenna því t.d. að fylgja fyrirmælum eða þvo sér um hendurnar – en það er hægt að læra þetta allt. Smitsjúkdómum hefur fækkað Það er athyglisvert að margvíslegum smitsjúkdómum hefur fækkað á Íslandi frá því að heimsfaraldurinn Covid 19 steig hér á land. Það segir manni ekkert annað en það að fleiri gæta sín og sinna persónubundnum smitvörnum betur en áður þekktist, fylgja fjarlægðarmörkum, þvo sér um hendurnar, taka ekki í hendur fólks eða setja hendur í andlit; augu, nef og munn. Þegar ósköpin hófust var ég sjálf minnt á að það ætti að sápuþvo alla höndina , milli fingranna og að hringar gætu verið gróðrarstía fyrir sýkla. Ég þurfti að læra þetta. Gleymum okkur ekki Það er líka auðvelt að gleyma sér. Á golfmóti í sumar vildi golffélaginn endilega gefa öðrum fallega kúlu sem hann hafði fundið. Svarið var: Covid – nei takk. Annar varð vitni að því að þegar mótsstjóri hafði farið yfir allar Covid reglur mótsins þá tók hann sig til sleikti vísifingur og fletti skorkortunum og afhenti þau. Það eru mjög ósjálfráð viðbrögð hjá mörgum að sleikja puttana þegar blöðunum er flett eða að fikta eitthvað í nefinu, augum eða munni. Hvert og eitt okkar þarf að bera ábyrgð á sjálfum sér. Það erum við sjálf sem smitum okkur með því að þvo okkur ekki nægilega vel og spritta og fara með hendur í augu, munn eða nef. Við þurfum að vera heima ef við höldum að við séum veik og við þurfum að forðast að vera í rými þar sem loftgæði eru slök, forðast að hnerra og hósta því dropa- og úðasmit eiga á þá greiða leið til annarra. Við erum öll mannleg Það kunna ekki allir allt og það er ekkert til að skammast sín fyrir að leita leiðsagnar eða fá leiðsögn. Veiran mun malla hér áfram þar til bóluefni finnst og þess vegna er enn mikilvægara að kunna þetta og reyna jafnframt að hafa ekki of miklar áhyggjur. Við þurfum öll að læra að lifa með veirunni og höfum von, því aldrei áður hafa sérfræðingar á sviði faraldsfræða um allan heim unnið eins náið saman og mörg mismunandi bóluefni eru í klínískum prófunum. Það er von. Víst er að leiðin til aðgerða getur verið vandrötuð og starf þríeykisins hefur ekki verið öfundsvert. Sérstaklega ber að verja þá sem eru aldraðir og/eða með undirliggjandi sjúkdóma og hver og einn þarf að passa sig. Sumir hafa lært að fylgja fyrirmælum og bera virðingu fyrir þeim, en aðrir láta ekki aðra segja sér fyrir verkum. Ef allir fylgdu fyrirmælum eftir bestu getu þá mætti ætla að mun síður þyrfti að grípa til harðari aðgerða. Og skiljanlega hafa margir áhyggjur vegna atvinnumissis, aukins ofbeldis og þunglyndis innan fjölskyldna og óútskýrðra dauðsfalla sem eru fleiri nú, en á sama tíma í fyrra. Það er áberandi að ungt fólk hefur jafnvel meiri áhyggjur en þeir sem eldri eru. Höldum í vonina Það skiptir því miklu máli að markviss vinna fari fram til þess að efla trú fólks. Trúna á að við sjálf getum komið í veg fyrir að veikjast með því að sína aðgát og sinna persónulegum sóttvörnum og reyna um leið að lifa lífinu lifandi og gera það sem þó er hægt að gera í ljósi ástandsins. Á Íslandi höfum við sem betur fer búið við færri höft og skerðingar en í mörgum öðrum löndum. Hér hafa t.d. skólar verið opnir og kennt í fjarkennslu eða í minni hólfum og fólk sem er í sóttkví má fara út að hlaupa. Í Massachusettesfylki í Bandaríkjunum hafa t.d. skólar verið lokaðir síðan í mars og þar hafa heilbrigðissérfræðingar miklar áhyggjur, m.a. vegna þess að fólk veigrar sér við að fara til lækna sem getur haft mikla hættu í för með sér. Nú hefur grímunotkun á Íslandi aukist og vonandi fer fólk með grímuna til lækna sinna í stað þess að einangra sig og vera án heilsufarslegrar aðstoðar. Ef ekki, veit það ekki á gott. Sjálfri finnst mér gríman hafa róandi áhrif, anda með nefinu ofan í kviðarholið, en ekki með munninum í brjóstholið. Í nefinu eru nefnilega náttúrulegar varnir, sem ekki eru í munninum. Styðjum við hvort annað Við sem teljum okkur frísk og höfum tamið okkur jákvætt viðhorf til ýmissa vandamála eigum að nota hvert tækifæri til þess að hvetja hina sem hafa meiri áhyggjur. Hjálpa til að byggja upp bjargráð sem duga, hvatningu til sóttvarna og framtíðarsýn um að allt taki þetta enda einhvern daginn. Höfundur er uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur og varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það er mjög margt sem við kunnum ekki nægilega vel, þó við höldum annað. Það kunna ekki allir að mála, skúra og bóna, ala upp barn og kenna því t.d. að fylgja fyrirmælum eða þvo sér um hendurnar – en það er hægt að læra þetta allt. Smitsjúkdómum hefur fækkað Það er athyglisvert að margvíslegum smitsjúkdómum hefur fækkað á Íslandi frá því að heimsfaraldurinn Covid 19 steig hér á land. Það segir manni ekkert annað en það að fleiri gæta sín og sinna persónubundnum smitvörnum betur en áður þekktist, fylgja fjarlægðarmörkum, þvo sér um hendurnar, taka ekki í hendur fólks eða setja hendur í andlit; augu, nef og munn. Þegar ósköpin hófust var ég sjálf minnt á að það ætti að sápuþvo alla höndina , milli fingranna og að hringar gætu verið gróðrarstía fyrir sýkla. Ég þurfti að læra þetta. Gleymum okkur ekki Það er líka auðvelt að gleyma sér. Á golfmóti í sumar vildi golffélaginn endilega gefa öðrum fallega kúlu sem hann hafði fundið. Svarið var: Covid – nei takk. Annar varð vitni að því að þegar mótsstjóri hafði farið yfir allar Covid reglur mótsins þá tók hann sig til sleikti vísifingur og fletti skorkortunum og afhenti þau. Það eru mjög ósjálfráð viðbrögð hjá mörgum að sleikja puttana þegar blöðunum er flett eða að fikta eitthvað í nefinu, augum eða munni. Hvert og eitt okkar þarf að bera ábyrgð á sjálfum sér. Það erum við sjálf sem smitum okkur með því að þvo okkur ekki nægilega vel og spritta og fara með hendur í augu, munn eða nef. Við þurfum að vera heima ef við höldum að við séum veik og við þurfum að forðast að vera í rými þar sem loftgæði eru slök, forðast að hnerra og hósta því dropa- og úðasmit eiga á þá greiða leið til annarra. Við erum öll mannleg Það kunna ekki allir allt og það er ekkert til að skammast sín fyrir að leita leiðsagnar eða fá leiðsögn. Veiran mun malla hér áfram þar til bóluefni finnst og þess vegna er enn mikilvægara að kunna þetta og reyna jafnframt að hafa ekki of miklar áhyggjur. Við þurfum öll að læra að lifa með veirunni og höfum von, því aldrei áður hafa sérfræðingar á sviði faraldsfræða um allan heim unnið eins náið saman og mörg mismunandi bóluefni eru í klínískum prófunum. Það er von. Víst er að leiðin til aðgerða getur verið vandrötuð og starf þríeykisins hefur ekki verið öfundsvert. Sérstaklega ber að verja þá sem eru aldraðir og/eða með undirliggjandi sjúkdóma og hver og einn þarf að passa sig. Sumir hafa lært að fylgja fyrirmælum og bera virðingu fyrir þeim, en aðrir láta ekki aðra segja sér fyrir verkum. Ef allir fylgdu fyrirmælum eftir bestu getu þá mætti ætla að mun síður þyrfti að grípa til harðari aðgerða. Og skiljanlega hafa margir áhyggjur vegna atvinnumissis, aukins ofbeldis og þunglyndis innan fjölskyldna og óútskýrðra dauðsfalla sem eru fleiri nú, en á sama tíma í fyrra. Það er áberandi að ungt fólk hefur jafnvel meiri áhyggjur en þeir sem eldri eru. Höldum í vonina Það skiptir því miklu máli að markviss vinna fari fram til þess að efla trú fólks. Trúna á að við sjálf getum komið í veg fyrir að veikjast með því að sína aðgát og sinna persónulegum sóttvörnum og reyna um leið að lifa lífinu lifandi og gera það sem þó er hægt að gera í ljósi ástandsins. Á Íslandi höfum við sem betur fer búið við færri höft og skerðingar en í mörgum öðrum löndum. Hér hafa t.d. skólar verið opnir og kennt í fjarkennslu eða í minni hólfum og fólk sem er í sóttkví má fara út að hlaupa. Í Massachusettesfylki í Bandaríkjunum hafa t.d. skólar verið lokaðir síðan í mars og þar hafa heilbrigðissérfræðingar miklar áhyggjur, m.a. vegna þess að fólk veigrar sér við að fara til lækna sem getur haft mikla hættu í för með sér. Nú hefur grímunotkun á Íslandi aukist og vonandi fer fólk með grímuna til lækna sinna í stað þess að einangra sig og vera án heilsufarslegrar aðstoðar. Ef ekki, veit það ekki á gott. Sjálfri finnst mér gríman hafa róandi áhrif, anda með nefinu ofan í kviðarholið, en ekki með munninum í brjóstholið. Í nefinu eru nefnilega náttúrulegar varnir, sem ekki eru í munninum. Styðjum við hvort annað Við sem teljum okkur frísk og höfum tamið okkur jákvætt viðhorf til ýmissa vandamála eigum að nota hvert tækifæri til þess að hvetja hina sem hafa meiri áhyggjur. Hjálpa til að byggja upp bjargráð sem duga, hvatningu til sóttvarna og framtíðarsýn um að allt taki þetta enda einhvern daginn. Höfundur er uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur og varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun