„Þetta er engin venjuleg flensa“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. október 2020 18:38 Ung kona sem greindist með Covid-19 í mars segist enn glíma við eftirköst veikindanna. Hún sé þó heppin miðaða við marga sem glími við erfið veikindi í langan tíma. Samkvæmt nýrri rannsókn sem við sögðum frá í gær lýstu um 7 af hverjum 10 þeirra sem höfðu fengið Covid-19 að þeir fyndu ennþá fyrir einkennum þremur mánuðum eftir greiningu. Arna Rós 23 ára hjúkrunarfræðinemi greindist með sjúkdóminn í mars og var í einangrun í rúmar tvær vikur. „Ég veiktist mjög skyndilega og hef aldrei orðið svona veik, ég var með stíflað nef, höfuðverk, ælupest, vöðvaverki,hita, beinverki og orkuleysi,“ segir Arna. Hún segir að það hafi verið skrítin tilfinning að komast úr einangrun og henni hafi liðið lengi eins og hún þyrfti að halda áfram að passa sig sérstaklega vel. Þá hafi komið á óvart hversu magnlítil hún var því hún var í góðu formi fyrir veikindin. „Fyrsta daginn eftir einangrun ætlaði ég að ganga svona tvö kílómetra en eftir aðeins 100 metra fann ég fyrir þreytu og þegar ég gekk aðeins lengra fann ég til mikillar ógleði. Ég þurfti því að þjálfa mig upp í að ganga og hlaupa á ný. Arna segir að þetta ferli hafi tekið um einn og hálfan mánuð.Hún kastaði stöðugt upp í langan tíma og fékk ógleðis-og magabólgulyf sem hún er ennþá á. Þá vantar upp ennþá á styrk sem lýsir sér helst í því að henni verður óglatt ef hún reynir að lyfta þungum hlutum. Arna starfar á smitsjúkdómadeild Landspítalans og þekkir marga sem glíma við eftirköst veikindanna. „Ég þekki mjög marga sem eru mjög veikir og eru að glíma við erfið eftirköst, þannig að ég hef ekki yfir mörgu að kvarta. Fólk þarf að stytta vinnudaginn eða er jafnvel ennþá alveg frá vinnu mánuðum eftir að hafa greinst,“ segir hún. Arna Rós í vinnu sinni á smitsjúkdómadeild LSH.Vísir Arna er afar ánægð með að geta sinnt fólki sem hefur þurft að leggjast inná smitsjúkdómadeild Landspítalans vegna Covid-19. „Þetta er alveg erfitt að vera í svona hlífðarbúning en það eru allir að gera sitt besta og ég er að vinna með alveg frábæru fólki. Ég er svo þakklát fyrir að geta aðstoðað fólk sem hefur þurft að leggjast inn. Af því ég hef sjálf upplifað hvernig það er að fá þessa þjónustu og hvernig það er að fá heilbrigðisstarfsfólk í búning til mín í veikindunum,“ segir Arna. Hún brýnir fyrir fólki að gæta vel að sóttvörnum. „Það er ekkert einfalt við það að fá þetta því þetta er ekki eins og einhver venjuleg flensa,“ segor Arna að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Sjá meira
Ung kona sem greindist með Covid-19 í mars segist enn glíma við eftirköst veikindanna. Hún sé þó heppin miðaða við marga sem glími við erfið veikindi í langan tíma. Samkvæmt nýrri rannsókn sem við sögðum frá í gær lýstu um 7 af hverjum 10 þeirra sem höfðu fengið Covid-19 að þeir fyndu ennþá fyrir einkennum þremur mánuðum eftir greiningu. Arna Rós 23 ára hjúkrunarfræðinemi greindist með sjúkdóminn í mars og var í einangrun í rúmar tvær vikur. „Ég veiktist mjög skyndilega og hef aldrei orðið svona veik, ég var með stíflað nef, höfuðverk, ælupest, vöðvaverki,hita, beinverki og orkuleysi,“ segir Arna. Hún segir að það hafi verið skrítin tilfinning að komast úr einangrun og henni hafi liðið lengi eins og hún þyrfti að halda áfram að passa sig sérstaklega vel. Þá hafi komið á óvart hversu magnlítil hún var því hún var í góðu formi fyrir veikindin. „Fyrsta daginn eftir einangrun ætlaði ég að ganga svona tvö kílómetra en eftir aðeins 100 metra fann ég fyrir þreytu og þegar ég gekk aðeins lengra fann ég til mikillar ógleði. Ég þurfti því að þjálfa mig upp í að ganga og hlaupa á ný. Arna segir að þetta ferli hafi tekið um einn og hálfan mánuð.Hún kastaði stöðugt upp í langan tíma og fékk ógleðis-og magabólgulyf sem hún er ennþá á. Þá vantar upp ennþá á styrk sem lýsir sér helst í því að henni verður óglatt ef hún reynir að lyfta þungum hlutum. Arna starfar á smitsjúkdómadeild Landspítalans og þekkir marga sem glíma við eftirköst veikindanna. „Ég þekki mjög marga sem eru mjög veikir og eru að glíma við erfið eftirköst, þannig að ég hef ekki yfir mörgu að kvarta. Fólk þarf að stytta vinnudaginn eða er jafnvel ennþá alveg frá vinnu mánuðum eftir að hafa greinst,“ segir hún. Arna Rós í vinnu sinni á smitsjúkdómadeild LSH.Vísir Arna er afar ánægð með að geta sinnt fólki sem hefur þurft að leggjast inná smitsjúkdómadeild Landspítalans vegna Covid-19. „Þetta er alveg erfitt að vera í svona hlífðarbúning en það eru allir að gera sitt besta og ég er að vinna með alveg frábæru fólki. Ég er svo þakklát fyrir að geta aðstoðað fólk sem hefur þurft að leggjast inn. Af því ég hef sjálf upplifað hvernig það er að fá þessa þjónustu og hvernig það er að fá heilbrigðisstarfsfólk í búning til mín í veikindunum,“ segir Arna. Hún brýnir fyrir fólki að gæta vel að sóttvörnum. „Það er ekkert einfalt við það að fá þetta því þetta er ekki eins og einhver venjuleg flensa,“ segor Arna að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Sjá meira