Fær ekki bætur eftir óhapp við brauðbakstur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2020 20:15 Umræddur starfsmaður varð fyrir meiðslum við brauðbakstur Getty Tryggingafélagið TM þarf ekki að greiða starfsmanni mötuneyti hjá ótilgreindu félagi á höfuðborgarsvæðinu bætur vegna slyss sem varð þegar starfsmaðurinn var að hnoða deig í stóran brauðhleif. Starfsmaðurinn var frá vinnu í níu mánuði vegna slyssins. Héraðsdómur taldi ósannað að um slys samkvæmt skilmálum tryggingafélagsins hafi verið að ræða. Atvikum er lýst svo í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að starfsmaðurinn hafi verið við vinnu í umræddu mötuneyti. Hann hafi staðið við álborð og hnoðað í höndum deig í stóran brauðhleif þegar deigið rann til á borðinu svo hann missti jafnvægið. Hnaut hann fram fyrir sig á borðið með þeim afleiðingum að hægri höndin bögglaðist undan líkamsþunga hans. Við það hafi komið óeðlileg sveigja á úlnliðinn og heyrði starfsmaðurinn greinilega smell frá úlnliðnum við fallið og fann fyrir miklum sársauka. Var maðurinn greindur með mjúkvefjaáverka og var hann að fullu óvinnufær í níu mánuði eftir óhappið, sem átti sér stað í nóvember 2016. Meiðslin varaleg að mati starfsmannsins Tryggingamiðstöðin hafnaði strax bótakrófu í málinu, og taldi tryggingafélagið sig ekki geta fallist á að utanaðkomandi atburður hafi valdið meiðslum starfsmannsins. Úrskurðarnefnd vátryggingamála tók málið fyrir eftir að starfsmaðurinn skaut málinu þangað vegna höfnunar TM. Úrskurðarnefndin taldi hins vegar að maðurinn ætti ekki rétt á bótum úr slysatryggingu launþega vegna óhappsins, af sömu ástæðu og TM hafnaði bótaskyldu. Starfsmaðurinn kærði niðurstöðuna til héraðsdóms þar sem hann taldi sig eiga lögvarðan rétt á því að fá úr því skorið hvort hann ætti bótarétta eða ekki. Vísaði hann til þess að segulómun hefði staðfest brjóskskemmdir, skemmdir sem væru varanlegar, andstætt við þá greiningu sem hann hafi fyrst fengið, vöðvatognun. Kraftmiklar hreyfingar og hált borð af hveiti TM vísaði til þess að í skilmálum tryggingarinnar komi fram að með orðinu „slys“ sé átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð, sem valdi meiðslum á líkama vátryggðs og gerist sannanlega án vilja hans. Samkvæmt ákvæði þessu sé engum vafa undirorpið að til greiðslu bóta úr vátryggingunni geti því aðeins komið að líkamsmeiðsl megi rekja til skyndilegs, utanaðkomandi atburðar. Þetta hafi starfsmaðurinn ekki sýnt fram á. Í niðurstöðukafla héraðsdóms segir að ekkert bendi til þess að nokkur skyndilegur, utanaðkomandi atburður hafi átt þátt í meiðslum starfsmannsins. „Jafnvel þótt borðið kunni að hafa verið hált af hveitinu þá er ekkert sem bendir til annars en að þær aðstæður hafi þá verið viðvarandi við framkvæmd verksins, en ekki skyndilegar eða óvæntar. Enn fremur voru kraftmiklar hreyfingar stefnanda sjálfs við verkið viðvarandi, en ekki skyndilegur utanaðkomandi atburður.“ Manninum hafi því ekki tekist að færa sönnur á að um slys, samkvæmt skilmálum TM, hafi verið að ræða. Tryggingafélagið var því sýknað af kröfum mannsins. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Tryggingafélagið TM þarf ekki að greiða starfsmanni mötuneyti hjá ótilgreindu félagi á höfuðborgarsvæðinu bætur vegna slyss sem varð þegar starfsmaðurinn var að hnoða deig í stóran brauðhleif. Starfsmaðurinn var frá vinnu í níu mánuði vegna slyssins. Héraðsdómur taldi ósannað að um slys samkvæmt skilmálum tryggingafélagsins hafi verið að ræða. Atvikum er lýst svo í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að starfsmaðurinn hafi verið við vinnu í umræddu mötuneyti. Hann hafi staðið við álborð og hnoðað í höndum deig í stóran brauðhleif þegar deigið rann til á borðinu svo hann missti jafnvægið. Hnaut hann fram fyrir sig á borðið með þeim afleiðingum að hægri höndin bögglaðist undan líkamsþunga hans. Við það hafi komið óeðlileg sveigja á úlnliðinn og heyrði starfsmaðurinn greinilega smell frá úlnliðnum við fallið og fann fyrir miklum sársauka. Var maðurinn greindur með mjúkvefjaáverka og var hann að fullu óvinnufær í níu mánuði eftir óhappið, sem átti sér stað í nóvember 2016. Meiðslin varaleg að mati starfsmannsins Tryggingamiðstöðin hafnaði strax bótakrófu í málinu, og taldi tryggingafélagið sig ekki geta fallist á að utanaðkomandi atburður hafi valdið meiðslum starfsmannsins. Úrskurðarnefnd vátryggingamála tók málið fyrir eftir að starfsmaðurinn skaut málinu þangað vegna höfnunar TM. Úrskurðarnefndin taldi hins vegar að maðurinn ætti ekki rétt á bótum úr slysatryggingu launþega vegna óhappsins, af sömu ástæðu og TM hafnaði bótaskyldu. Starfsmaðurinn kærði niðurstöðuna til héraðsdóms þar sem hann taldi sig eiga lögvarðan rétt á því að fá úr því skorið hvort hann ætti bótarétta eða ekki. Vísaði hann til þess að segulómun hefði staðfest brjóskskemmdir, skemmdir sem væru varanlegar, andstætt við þá greiningu sem hann hafi fyrst fengið, vöðvatognun. Kraftmiklar hreyfingar og hált borð af hveiti TM vísaði til þess að í skilmálum tryggingarinnar komi fram að með orðinu „slys“ sé átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð, sem valdi meiðslum á líkama vátryggðs og gerist sannanlega án vilja hans. Samkvæmt ákvæði þessu sé engum vafa undirorpið að til greiðslu bóta úr vátryggingunni geti því aðeins komið að líkamsmeiðsl megi rekja til skyndilegs, utanaðkomandi atburðar. Þetta hafi starfsmaðurinn ekki sýnt fram á. Í niðurstöðukafla héraðsdóms segir að ekkert bendi til þess að nokkur skyndilegur, utanaðkomandi atburður hafi átt þátt í meiðslum starfsmannsins. „Jafnvel þótt borðið kunni að hafa verið hált af hveitinu þá er ekkert sem bendir til annars en að þær aðstæður hafi þá verið viðvarandi við framkvæmd verksins, en ekki skyndilegar eða óvæntar. Enn fremur voru kraftmiklar hreyfingar stefnanda sjálfs við verkið viðvarandi, en ekki skyndilegur utanaðkomandi atburður.“ Manninum hafi því ekki tekist að færa sönnur á að um slys, samkvæmt skilmálum TM, hafi verið að ræða. Tryggingafélagið var því sýknað af kröfum mannsins.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira