Hönnunargalli í kerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2020 22:29 Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, var lagaður nú á áttunda tímanum að sögn ríkislögreglustjóra. Karlmaður á fertugsaldri lést í eldsvoðanum ásamt þremur hundum sínum. Einstaklingur sem varð var við eldinn hringdi í neyðarlínuna á föstudagskvöld en enginn hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra svaraði símtalinu, sem hafði verið áframsent frá neyðarlínunni. Innhringjandinn gafst upp eftir 57 sekúndur. „Þar er mikið að gera og símtalinu ekki svarað og símhringjandi gefst upp og slítur símtalinu eftir tæpa mínútu og við finnum síðan ekki spor um símtalið í kerfinu,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, í fréttatíma RÚV nú klukkan tíu. Rataði ekki á málalista Hún segir að dagurinn hafi farið í að reyna að finna út úr því hvað hafi gerst. Margir samverkandi þættir hafi stuðlað að því að mistökin hafi átt sér stað. Símtalinu var, eins og áður segir, svarað hjá neyðarlínunni sem sendi símtalið áfram til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Því var hins vegar ekki svarað þar. Alla jafna, þegar símtölum er ekki svarað, rata símtölin á málalista og er þá hringt aftur í innhringjanda. Það gerðist hins vegar ekki í þessu tilfelli vegna galla í tölvukerfinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir vinnu við að bæta símkerfi neyðarlínunnar og ríkislögreglustjóra hafna.Vísir/Vilhelm Vinna að því að bæta símkerfi neyðarlínu og ríkislögreglustjóra Sigríður segir að mikið álag hafi verið á símkerfi neyðarlínunnar á föstudagskvöldinu og í ljós hefur komið, samkvæmt frétt RÚV, að þegar mikið álag er á símkerfinu rata símtöl ekki á málalista. Undanfarið hefur staðið yfir sameiginleg vinna hjá neyðarlínunni og ríkislögreglustjóra við að bæta símkerfið. „Við erum akkúrat að reyna að fyrirbyggja þessi tvöföldu símtöl, að það sé fyrst hringt inn til neyðarlínu og svo flutt yfir til lögreglu. Þannig að við frekar reynum að svara einu sinni og það samstarf er að þéttast núna mjög og verður tilraunaverkefni strax í næstu viku. Við erum að gera allt sem ið getum til að þetta geti ekki endurtekið sig,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34 Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20 Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, var lagaður nú á áttunda tímanum að sögn ríkislögreglustjóra. Karlmaður á fertugsaldri lést í eldsvoðanum ásamt þremur hundum sínum. Einstaklingur sem varð var við eldinn hringdi í neyðarlínuna á föstudagskvöld en enginn hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra svaraði símtalinu, sem hafði verið áframsent frá neyðarlínunni. Innhringjandinn gafst upp eftir 57 sekúndur. „Þar er mikið að gera og símtalinu ekki svarað og símhringjandi gefst upp og slítur símtalinu eftir tæpa mínútu og við finnum síðan ekki spor um símtalið í kerfinu,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, í fréttatíma RÚV nú klukkan tíu. Rataði ekki á málalista Hún segir að dagurinn hafi farið í að reyna að finna út úr því hvað hafi gerst. Margir samverkandi þættir hafi stuðlað að því að mistökin hafi átt sér stað. Símtalinu var, eins og áður segir, svarað hjá neyðarlínunni sem sendi símtalið áfram til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Því var hins vegar ekki svarað þar. Alla jafna, þegar símtölum er ekki svarað, rata símtölin á málalista og er þá hringt aftur í innhringjanda. Það gerðist hins vegar ekki í þessu tilfelli vegna galla í tölvukerfinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir vinnu við að bæta símkerfi neyðarlínunnar og ríkislögreglustjóra hafna.Vísir/Vilhelm Vinna að því að bæta símkerfi neyðarlínu og ríkislögreglustjóra Sigríður segir að mikið álag hafi verið á símkerfi neyðarlínunnar á föstudagskvöldinu og í ljós hefur komið, samkvæmt frétt RÚV, að þegar mikið álag er á símkerfinu rata símtöl ekki á málalista. Undanfarið hefur staðið yfir sameiginleg vinna hjá neyðarlínunni og ríkislögreglustjóra við að bæta símkerfið. „Við erum akkúrat að reyna að fyrirbyggja þessi tvöföldu símtöl, að það sé fyrst hringt inn til neyðarlínu og svo flutt yfir til lögreglu. Þannig að við frekar reynum að svara einu sinni og það samstarf er að þéttast núna mjög og verður tilraunaverkefni strax í næstu viku. Við erum að gera allt sem ið getum til að þetta geti ekki endurtekið sig,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri.
Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34 Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20 Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34
Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20
Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46