Segjast hafa fundið lekann á geimstöðinni Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2020 12:35 Alþjóðlega geimstöðin. Vísir/Roscosmos Geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni virðast nú hafa fundið leka á geimstöðinni sem erfiðlega hefur gengið að finna. Leitin hefur staðið yfir í nokkrar vikur en geimfararnir sem flugu til geimstöðvarinnar í gær voru með sérstakan búnað sem á að hjálpa þeim að finna lekann. Lekinn hefur ekki verið talinn ógna íbúum geimstöðvarinnar vegna þess hve lítill hann er. Í lok september voru geimfararnir vaktir um miðja nótt og sendir af stað til að finna lekann. Þá virtist hann hafa aukist á milli daga en seinna meir kom þó í ljós að svo var ekki. Við þá leit komust geimfararnir þó að því að lekinn er á rússneskum hluta geimstöðvarinnar sem kallast Zvezda. Þar má finna mikilvægan búnað varðandi súrefni og annað sem gerir geimförum kleift að búa í geimstöðinni. Þessi búnaður bilaði í gær en hann var gamall og úr sér genginn, samkvæmt frétt Moscow Times. Sambærilegur búnaður í bandaríska hluta geimstöðvarinnar virkar enn og eru geimfararnir ekki í neinni hættu vegna bilunarinnar. Í þessum hluta geimstöðvarinnar eru einnig híbýli fyrir tvo geimfara. The space station crew expanded to six people today when the Soyuz crew ship hatch opened at 7:07am ET just a few hours after the Exp 64 crew launched from Kazakhstan. More... https://t.co/9L5DaJFRSa pic.twitter.com/skxgdiKKJH— Intl. Space Station (@Space_Station) October 14, 2020 Nú eru sex geimfarar um borð í geimstöðinni. Sergey Ryzhikov og Sergey Kud-Sverchkov frá Roscosmos, geimvísindastofnun Rússlands, auk Kate Rubins frá NASA, komu sér þar fyrir í gær. Fyrir voru þeir Chris Cassidy, Anatoly Ivanishin og Ivan Vagner um borð en þeir eiga að snúa til baka til jarðarinnar í næstu viku. Um borð í geimflauginni í gær var sérstakur búnaður til að auðvelda leitina að lekanum. Ivanishin sendi þau skilaboð til jarðar í dag að mögulega væri búið að finna lekann um borð í Zvezda. Var þeim sagt að reyna að nota sérstakt límband til að stöðva lekann seinna í dag. Þeir voru einnig beðnir um að senda myndir og myndbönd til jarðar. Based on the information received from the ISS-63 crew about the possible air leak location, MCC-M will soon advise the crew on further actions and methods to search the leak location.Thus, based on the works conducted, the crew will be able to localize the possible leak area. pic.twitter.com/ti0kM9Brfz— (@roscosmos) October 15, 2020 Geimurinn Tækni Rússland Bandaríkin Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni virðast nú hafa fundið leka á geimstöðinni sem erfiðlega hefur gengið að finna. Leitin hefur staðið yfir í nokkrar vikur en geimfararnir sem flugu til geimstöðvarinnar í gær voru með sérstakan búnað sem á að hjálpa þeim að finna lekann. Lekinn hefur ekki verið talinn ógna íbúum geimstöðvarinnar vegna þess hve lítill hann er. Í lok september voru geimfararnir vaktir um miðja nótt og sendir af stað til að finna lekann. Þá virtist hann hafa aukist á milli daga en seinna meir kom þó í ljós að svo var ekki. Við þá leit komust geimfararnir þó að því að lekinn er á rússneskum hluta geimstöðvarinnar sem kallast Zvezda. Þar má finna mikilvægan búnað varðandi súrefni og annað sem gerir geimförum kleift að búa í geimstöðinni. Þessi búnaður bilaði í gær en hann var gamall og úr sér genginn, samkvæmt frétt Moscow Times. Sambærilegur búnaður í bandaríska hluta geimstöðvarinnar virkar enn og eru geimfararnir ekki í neinni hættu vegna bilunarinnar. Í þessum hluta geimstöðvarinnar eru einnig híbýli fyrir tvo geimfara. The space station crew expanded to six people today when the Soyuz crew ship hatch opened at 7:07am ET just a few hours after the Exp 64 crew launched from Kazakhstan. More... https://t.co/9L5DaJFRSa pic.twitter.com/skxgdiKKJH— Intl. Space Station (@Space_Station) October 14, 2020 Nú eru sex geimfarar um borð í geimstöðinni. Sergey Ryzhikov og Sergey Kud-Sverchkov frá Roscosmos, geimvísindastofnun Rússlands, auk Kate Rubins frá NASA, komu sér þar fyrir í gær. Fyrir voru þeir Chris Cassidy, Anatoly Ivanishin og Ivan Vagner um borð en þeir eiga að snúa til baka til jarðarinnar í næstu viku. Um borð í geimflauginni í gær var sérstakur búnaður til að auðvelda leitina að lekanum. Ivanishin sendi þau skilaboð til jarðar í dag að mögulega væri búið að finna lekann um borð í Zvezda. Var þeim sagt að reyna að nota sérstakt límband til að stöðva lekann seinna í dag. Þeir voru einnig beðnir um að senda myndir og myndbönd til jarðar. Based on the information received from the ISS-63 crew about the possible air leak location, MCC-M will soon advise the crew on further actions and methods to search the leak location.Thus, based on the works conducted, the crew will be able to localize the possible leak area. pic.twitter.com/ti0kM9Brfz— (@roscosmos) October 15, 2020
Geimurinn Tækni Rússland Bandaríkin Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira