Fékk bætur og afsökunarbeiðni frá dómsmálaráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2020 17:44 Páll Sverrisson stefndi Læknafélagi Íslands eftir að upplýsingar úr sjúkraskrá hans birtust í blaðinu. Páll Sverrisson hefur fengið milljónir króna í bætur vegna ítrekaðra birtinga á viðkvæmum persónuupplýsingum um hann af hálfu dómstóla. Þar að auki hefur hann fengið skriflega afsökunarbeiðni frá dómsmálaráðherra vegna málsins. Páll staðfesti þetta í samtali við RÚV og sagði hann ríkislögmann, sem árið 2018 komst að þeirri niðurstöðu að þrír dómstólar væru bótaskyldir vegna birtinga persónuupplýsinga, hafi boðið honum 200 þúsund krónur í bætur. Ef því yrði ekki tekið gæti hann leitað til dómstóla. Vissi ekki um upplýsingarnar sjálfur Haustið 2011 birtist umfjöllun í Læknablaðinu sem sneri að deilu tveggja lækna um alvarlega áverka sem Páll hlaut við byltu. Í blaðinu birtist úrskurður siðanefndar Læknafélags Íslands, þar sem annar læknirinn hafði kært hinn. Í blaðinu birtust viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrám Páls, upplýsingar sem hann vissi ekki einu sinni um sjálfur. Málið fór fyrir Persónuvernd sem komst að þeirri niðurstöð að óheimilt hafi verið að birta upplýsingarnar úr sjúkraskrám Páls. Páll höfðaði síðar skaðabótamál á hendur Læknafélagi Íslands og ritstjóra Læknablaðsins. Fór svo að Páll fékk skaðabætur frá blaðinu og Læknafélaginu. Málið Páls var tekið fyrir af Héraðsdómi Reykjaness árið 2013 og Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2016 en í júní 2016 úrskurðaði Persónuvernd að vinnsla dómstólanna á persónuupplýsingum Páls hafi ekki verið í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Hæstiréttur fjallaði einnig um mál Páls og var, eftir að dómar féllu hjá dómstólunum, nafn hans birt á vefsíðu dómstóla auk þess sem upplýsingar um heilsufar hans var þar að finna. Hefði farið með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu Páll segir í samtali við RÚV að bæturnar sem hann hafi fengið hafi verið töluvert lægri en þær sem hann fór fram á. Bæturnar dugi ekki fyrir kostnaði hans við málið. Vegna ástandsins í samfélaginu hafi hann ákveðið að samþykkja sættir, en ef ekki hefði verið fyrir faraldurinn hefði hann leitað til mannréttindadómstóls Evrópu. Dómsmál Dómstólar Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Páll Sverrisson hefur fengið milljónir króna í bætur vegna ítrekaðra birtinga á viðkvæmum persónuupplýsingum um hann af hálfu dómstóla. Þar að auki hefur hann fengið skriflega afsökunarbeiðni frá dómsmálaráðherra vegna málsins. Páll staðfesti þetta í samtali við RÚV og sagði hann ríkislögmann, sem árið 2018 komst að þeirri niðurstöðu að þrír dómstólar væru bótaskyldir vegna birtinga persónuupplýsinga, hafi boðið honum 200 þúsund krónur í bætur. Ef því yrði ekki tekið gæti hann leitað til dómstóla. Vissi ekki um upplýsingarnar sjálfur Haustið 2011 birtist umfjöllun í Læknablaðinu sem sneri að deilu tveggja lækna um alvarlega áverka sem Páll hlaut við byltu. Í blaðinu birtist úrskurður siðanefndar Læknafélags Íslands, þar sem annar læknirinn hafði kært hinn. Í blaðinu birtust viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrám Páls, upplýsingar sem hann vissi ekki einu sinni um sjálfur. Málið fór fyrir Persónuvernd sem komst að þeirri niðurstöð að óheimilt hafi verið að birta upplýsingarnar úr sjúkraskrám Páls. Páll höfðaði síðar skaðabótamál á hendur Læknafélagi Íslands og ritstjóra Læknablaðsins. Fór svo að Páll fékk skaðabætur frá blaðinu og Læknafélaginu. Málið Páls var tekið fyrir af Héraðsdómi Reykjaness árið 2013 og Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2016 en í júní 2016 úrskurðaði Persónuvernd að vinnsla dómstólanna á persónuupplýsingum Páls hafi ekki verið í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Hæstiréttur fjallaði einnig um mál Páls og var, eftir að dómar féllu hjá dómstólunum, nafn hans birt á vefsíðu dómstóla auk þess sem upplýsingar um heilsufar hans var þar að finna. Hefði farið með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu Páll segir í samtali við RÚV að bæturnar sem hann hafi fengið hafi verið töluvert lægri en þær sem hann fór fram á. Bæturnar dugi ekki fyrir kostnaði hans við málið. Vegna ástandsins í samfélaginu hafi hann ákveðið að samþykkja sættir, en ef ekki hefði verið fyrir faraldurinn hefði hann leitað til mannréttindadómstóls Evrópu.
Dómsmál Dómstólar Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira