Samþykktu einróma að stuðla að opnun neyslurýma Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2020 22:46 Í bókun meirhluta borgarstjórnar segir að rannsóknir hafi sýnt að skaðaminnkandi aðgerðir dragi úr neikvæðum og hættulegum afleiðingum notkunar ávana- og fíkniefna. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma í dag að stuðla að opnun neyslurýma í Reykjavík. Í bókun meirihluta borgarstjórnar segir að rannsóknir hafi sýnt að skaðaminnkandi aðgerðir dragi úr neikvæðum og hættulegum afleiðingum notkunar ávana- og fíkniefna. Markmið borgarstjórnarinnar er að innleiða skaðaminnkandi hugmyndafræði í þjónustu Reykjavíkurborgar. Í bókuninni segir einnig að reynsla annarra landa sýni að opnun neyslurýmis dragi úr neyslu ávana- og fíkniefna utandyra á almannafæri og hafi því þannig jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í maí. Það heimilaði í rauninni að hægt væri að koma upp neyslurýmum hér á landi. Með lögunum verður sveitarfélögum heimilt að koma á fót vernduðu umhverfi, svokölluðu neyslurými, þar sem einstaklingar 18 ára eða eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti fagfólks. Í kjölfar þess sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, að ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur. Til að koma upp neyslurými þarf þó samstarf við Heilbrigðisráðuneytið, samkvæmt bókun borgarstjórnar. Þar segir að það samstarf snúi að þeirri heilbrigðisþjónustu sem þurfi að bjóðast til að hægt sé að ná þeim árangri sem lagt er upp með. Talið er að um 700 einstaklingar noti vímuefni í æð hér á landi á ári hverju. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, flutti ræðu um tillöguna á borgarstjórnarfundi í dag. Hún deildi ræðu sinni á Facebook í kvöld en þar sagði hún neyslurými vera mannréttindamál. Það væri ekkert sérstaaklega róttæk hugmynd heldur mikilvægt skref í rétta átt. Neyslurými er mannréttindamál. En þetta er ekkert sérstaklega róttækt, heldur skref í rétta átt. Mikilvægt skref. Við...Posted by Dóra Björt Guðjónsdóttir on Tuesday, 20 October 2020 Reykjavík Borgarstjórn Fíkn Tengdar fréttir Saur og sprautunálar biðu starfsmanna frístundaheimilis eftir sumarfrí: „Opnum neyslurými strax“ Starfsmenn frístundaheimilis í Reykjavík fengu heldur óblíðar móttökur þegar komið var aftur til vinnu eftir sumarfrí. Hafði húsnæði frístundaheimilisins verið notað af sprautufíklum sem skilið höfðu eftir sprautunálar, saur og verkfærakistu fulla af þvagi 5. ágúst 2020 15:50 Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00 Gerir ráð fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg deili kostnaði neyslurýma Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ríkið muni standa undir helmingi kostnaðar við rekstur neyslurýmis á móti Reykjavíkurborg. 24. maí 2020 19:32 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma í dag að stuðla að opnun neyslurýma í Reykjavík. Í bókun meirihluta borgarstjórnar segir að rannsóknir hafi sýnt að skaðaminnkandi aðgerðir dragi úr neikvæðum og hættulegum afleiðingum notkunar ávana- og fíkniefna. Markmið borgarstjórnarinnar er að innleiða skaðaminnkandi hugmyndafræði í þjónustu Reykjavíkurborgar. Í bókuninni segir einnig að reynsla annarra landa sýni að opnun neyslurýmis dragi úr neyslu ávana- og fíkniefna utandyra á almannafæri og hafi því þannig jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í maí. Það heimilaði í rauninni að hægt væri að koma upp neyslurýmum hér á landi. Með lögunum verður sveitarfélögum heimilt að koma á fót vernduðu umhverfi, svokölluðu neyslurými, þar sem einstaklingar 18 ára eða eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti fagfólks. Í kjölfar þess sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, að ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur. Til að koma upp neyslurými þarf þó samstarf við Heilbrigðisráðuneytið, samkvæmt bókun borgarstjórnar. Þar segir að það samstarf snúi að þeirri heilbrigðisþjónustu sem þurfi að bjóðast til að hægt sé að ná þeim árangri sem lagt er upp með. Talið er að um 700 einstaklingar noti vímuefni í æð hér á landi á ári hverju. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, flutti ræðu um tillöguna á borgarstjórnarfundi í dag. Hún deildi ræðu sinni á Facebook í kvöld en þar sagði hún neyslurými vera mannréttindamál. Það væri ekkert sérstaaklega róttæk hugmynd heldur mikilvægt skref í rétta átt. Neyslurými er mannréttindamál. En þetta er ekkert sérstaklega róttækt, heldur skref í rétta átt. Mikilvægt skref. Við...Posted by Dóra Björt Guðjónsdóttir on Tuesday, 20 October 2020
Reykjavík Borgarstjórn Fíkn Tengdar fréttir Saur og sprautunálar biðu starfsmanna frístundaheimilis eftir sumarfrí: „Opnum neyslurými strax“ Starfsmenn frístundaheimilis í Reykjavík fengu heldur óblíðar móttökur þegar komið var aftur til vinnu eftir sumarfrí. Hafði húsnæði frístundaheimilisins verið notað af sprautufíklum sem skilið höfðu eftir sprautunálar, saur og verkfærakistu fulla af þvagi 5. ágúst 2020 15:50 Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00 Gerir ráð fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg deili kostnaði neyslurýma Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ríkið muni standa undir helmingi kostnaðar við rekstur neyslurýmis á móti Reykjavíkurborg. 24. maí 2020 19:32 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Saur og sprautunálar biðu starfsmanna frístundaheimilis eftir sumarfrí: „Opnum neyslurými strax“ Starfsmenn frístundaheimilis í Reykjavík fengu heldur óblíðar móttökur þegar komið var aftur til vinnu eftir sumarfrí. Hafði húsnæði frístundaheimilisins verið notað af sprautufíklum sem skilið höfðu eftir sprautunálar, saur og verkfærakistu fulla af þvagi 5. ágúst 2020 15:50
Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00
Gerir ráð fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg deili kostnaði neyslurýma Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ríkið muni standa undir helmingi kostnaðar við rekstur neyslurýmis á móti Reykjavíkurborg. 24. maí 2020 19:32