Samþykktu einróma að stuðla að opnun neyslurýma Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2020 22:46 Í bókun meirhluta borgarstjórnar segir að rannsóknir hafi sýnt að skaðaminnkandi aðgerðir dragi úr neikvæðum og hættulegum afleiðingum notkunar ávana- og fíkniefna. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma í dag að stuðla að opnun neyslurýma í Reykjavík. Í bókun meirihluta borgarstjórnar segir að rannsóknir hafi sýnt að skaðaminnkandi aðgerðir dragi úr neikvæðum og hættulegum afleiðingum notkunar ávana- og fíkniefna. Markmið borgarstjórnarinnar er að innleiða skaðaminnkandi hugmyndafræði í þjónustu Reykjavíkurborgar. Í bókuninni segir einnig að reynsla annarra landa sýni að opnun neyslurýmis dragi úr neyslu ávana- og fíkniefna utandyra á almannafæri og hafi því þannig jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í maí. Það heimilaði í rauninni að hægt væri að koma upp neyslurýmum hér á landi. Með lögunum verður sveitarfélögum heimilt að koma á fót vernduðu umhverfi, svokölluðu neyslurými, þar sem einstaklingar 18 ára eða eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti fagfólks. Í kjölfar þess sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, að ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur. Til að koma upp neyslurými þarf þó samstarf við Heilbrigðisráðuneytið, samkvæmt bókun borgarstjórnar. Þar segir að það samstarf snúi að þeirri heilbrigðisþjónustu sem þurfi að bjóðast til að hægt sé að ná þeim árangri sem lagt er upp með. Talið er að um 700 einstaklingar noti vímuefni í æð hér á landi á ári hverju. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, flutti ræðu um tillöguna á borgarstjórnarfundi í dag. Hún deildi ræðu sinni á Facebook í kvöld en þar sagði hún neyslurými vera mannréttindamál. Það væri ekkert sérstaaklega róttæk hugmynd heldur mikilvægt skref í rétta átt. Neyslurými er mannréttindamál. En þetta er ekkert sérstaklega róttækt, heldur skref í rétta átt. Mikilvægt skref. Við...Posted by Dóra Björt Guðjónsdóttir on Tuesday, 20 October 2020 Reykjavík Borgarstjórn Fíkn Tengdar fréttir Saur og sprautunálar biðu starfsmanna frístundaheimilis eftir sumarfrí: „Opnum neyslurými strax“ Starfsmenn frístundaheimilis í Reykjavík fengu heldur óblíðar móttökur þegar komið var aftur til vinnu eftir sumarfrí. Hafði húsnæði frístundaheimilisins verið notað af sprautufíklum sem skilið höfðu eftir sprautunálar, saur og verkfærakistu fulla af þvagi 5. ágúst 2020 15:50 Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00 Gerir ráð fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg deili kostnaði neyslurýma Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ríkið muni standa undir helmingi kostnaðar við rekstur neyslurýmis á móti Reykjavíkurborg. 24. maí 2020 19:32 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma í dag að stuðla að opnun neyslurýma í Reykjavík. Í bókun meirihluta borgarstjórnar segir að rannsóknir hafi sýnt að skaðaminnkandi aðgerðir dragi úr neikvæðum og hættulegum afleiðingum notkunar ávana- og fíkniefna. Markmið borgarstjórnarinnar er að innleiða skaðaminnkandi hugmyndafræði í þjónustu Reykjavíkurborgar. Í bókuninni segir einnig að reynsla annarra landa sýni að opnun neyslurýmis dragi úr neyslu ávana- og fíkniefna utandyra á almannafæri og hafi því þannig jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í maí. Það heimilaði í rauninni að hægt væri að koma upp neyslurýmum hér á landi. Með lögunum verður sveitarfélögum heimilt að koma á fót vernduðu umhverfi, svokölluðu neyslurými, þar sem einstaklingar 18 ára eða eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti fagfólks. Í kjölfar þess sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, að ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur. Til að koma upp neyslurými þarf þó samstarf við Heilbrigðisráðuneytið, samkvæmt bókun borgarstjórnar. Þar segir að það samstarf snúi að þeirri heilbrigðisþjónustu sem þurfi að bjóðast til að hægt sé að ná þeim árangri sem lagt er upp með. Talið er að um 700 einstaklingar noti vímuefni í æð hér á landi á ári hverju. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, flutti ræðu um tillöguna á borgarstjórnarfundi í dag. Hún deildi ræðu sinni á Facebook í kvöld en þar sagði hún neyslurými vera mannréttindamál. Það væri ekkert sérstaaklega róttæk hugmynd heldur mikilvægt skref í rétta átt. Neyslurými er mannréttindamál. En þetta er ekkert sérstaklega róttækt, heldur skref í rétta átt. Mikilvægt skref. Við...Posted by Dóra Björt Guðjónsdóttir on Tuesday, 20 October 2020
Reykjavík Borgarstjórn Fíkn Tengdar fréttir Saur og sprautunálar biðu starfsmanna frístundaheimilis eftir sumarfrí: „Opnum neyslurými strax“ Starfsmenn frístundaheimilis í Reykjavík fengu heldur óblíðar móttökur þegar komið var aftur til vinnu eftir sumarfrí. Hafði húsnæði frístundaheimilisins verið notað af sprautufíklum sem skilið höfðu eftir sprautunálar, saur og verkfærakistu fulla af þvagi 5. ágúst 2020 15:50 Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00 Gerir ráð fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg deili kostnaði neyslurýma Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ríkið muni standa undir helmingi kostnaðar við rekstur neyslurýmis á móti Reykjavíkurborg. 24. maí 2020 19:32 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Saur og sprautunálar biðu starfsmanna frístundaheimilis eftir sumarfrí: „Opnum neyslurými strax“ Starfsmenn frístundaheimilis í Reykjavík fengu heldur óblíðar móttökur þegar komið var aftur til vinnu eftir sumarfrí. Hafði húsnæði frístundaheimilisins verið notað af sprautufíklum sem skilið höfðu eftir sprautunálar, saur og verkfærakistu fulla af þvagi 5. ágúst 2020 15:50
Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00
Gerir ráð fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg deili kostnaði neyslurýma Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ríkið muni standa undir helmingi kostnaðar við rekstur neyslurýmis á móti Reykjavíkurborg. 24. maí 2020 19:32