„Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Nadine Guðrún Yaghi og Samúel Karl Ólason skrifa 21. október 2020 18:51 Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. Talsverð reiði braust út á samfélagsmiðlum í dag vegna myndar sem sýnir íslenskan lögreglumann bera umdeilda fána á búningi sínum. Myndin er nokkurra ára gömul en birtist með frétt á vef Mbl í morgun. Lögreglukonan segir í samtali við fréttastofu að hún hafi ekki vitað ef neikvæðri merkingu fánanna. Hún noti þá ennþá. Fáni sem öfgahópar flagga Þrír fánar sjást á undirvesti lögreglukonunnar. Efsti fáninn er svarthvít útgáfa af íslenska fánanum með blárri línu sem hefur erlendis þótt taka pólitíska afstöðu með „blue lives matter“ hreyfingunni gegn „black lives matter“. Þannig hefur hann verið tengdur við hvíta þjóðernishyggju. Þriðji fáninn er svokallaður Vínlandsfáni sem hefur verið tekinn upp af hvítum öfgahópum og nýnasistum. „Með hauskúpumerki sem er með merki The Punisher og lögreglan er ekki Punisher og það eru algjörlega röng skilaboð sem er verið að senda þarna til fólks,“segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir varð algjörlega miður sín þegar hann sá myndina í dag og harmar málið. Það fari gegn gildum lögreglunnar að bera áróður nýnasista á einkennisbúningi sínum. „Við erum að reyna ná til hópa sem þessi merki eru í raun og veru að sýna að við séum að fara á móti undir yfirborðinu. Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögreglan vill senda frá sér.“ Myndin umtalað sem er þó þriggja ára gömul.Eggert Jóhannesson Það hafi tíðkast að lögreglumenn beri merki undir vestinu sínu, til dæmis með blóðflokki sínum eða gamla héraðslögreglumannsnúmerið. „En svo virðist sem að þarna hafi farið inn merki sem eiga ekki heima í nánd við lögregluna.“ Hann hafi fengið sendar myndir af nokkrum fánum í dag. Umdeildar yfir í algjörlega ósmekklegar „Þær eru alveg frá því að vera allt í lagi, í það að vera í besta falli umdeildar, í það að vera algjörlega ósmekklegar,“ segir Ásgeir. Ásgeir Þór segir að sér hafi verið verulega brugðið þegar hann fékk veður af fánunum.Vísir/vilhelm Fyrirmæli hafa verið send til lögregluþjóna að það verði engir fánar eða merki sem tilheyri ekki lögreglubúningnum á fatnaði lögregluþjóna. Ásgeir segir það hafa verið gert um leið og hann hafi séð fréttir af þessu máli. Myndskeiði með fréttinni hefur verið breytt. Í upprunalegu útgáfu hennar sást í almenna lögregluþjóna sem tengjast fréttinni ekki. Lögreglan Íslenski fáninn Tengdar fréttir Eftirlitsnefnd um störf lögreglu tilkynnt um „óviðeigandi“ fána Tilkynning um umdeilda fána á búningi lögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu hefur verið send eftirlitsnefnd um störf lögreglu. 21. október 2020 18:45 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. 21. október 2020 13:41 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. Talsverð reiði braust út á samfélagsmiðlum í dag vegna myndar sem sýnir íslenskan lögreglumann bera umdeilda fána á búningi sínum. Myndin er nokkurra ára gömul en birtist með frétt á vef Mbl í morgun. Lögreglukonan segir í samtali við fréttastofu að hún hafi ekki vitað ef neikvæðri merkingu fánanna. Hún noti þá ennþá. Fáni sem öfgahópar flagga Þrír fánar sjást á undirvesti lögreglukonunnar. Efsti fáninn er svarthvít útgáfa af íslenska fánanum með blárri línu sem hefur erlendis þótt taka pólitíska afstöðu með „blue lives matter“ hreyfingunni gegn „black lives matter“. Þannig hefur hann verið tengdur við hvíta þjóðernishyggju. Þriðji fáninn er svokallaður Vínlandsfáni sem hefur verið tekinn upp af hvítum öfgahópum og nýnasistum. „Með hauskúpumerki sem er með merki The Punisher og lögreglan er ekki Punisher og það eru algjörlega röng skilaboð sem er verið að senda þarna til fólks,“segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir varð algjörlega miður sín þegar hann sá myndina í dag og harmar málið. Það fari gegn gildum lögreglunnar að bera áróður nýnasista á einkennisbúningi sínum. „Við erum að reyna ná til hópa sem þessi merki eru í raun og veru að sýna að við séum að fara á móti undir yfirborðinu. Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögreglan vill senda frá sér.“ Myndin umtalað sem er þó þriggja ára gömul.Eggert Jóhannesson Það hafi tíðkast að lögreglumenn beri merki undir vestinu sínu, til dæmis með blóðflokki sínum eða gamla héraðslögreglumannsnúmerið. „En svo virðist sem að þarna hafi farið inn merki sem eiga ekki heima í nánd við lögregluna.“ Hann hafi fengið sendar myndir af nokkrum fánum í dag. Umdeildar yfir í algjörlega ósmekklegar „Þær eru alveg frá því að vera allt í lagi, í það að vera í besta falli umdeildar, í það að vera algjörlega ósmekklegar,“ segir Ásgeir. Ásgeir Þór segir að sér hafi verið verulega brugðið þegar hann fékk veður af fánunum.Vísir/vilhelm Fyrirmæli hafa verið send til lögregluþjóna að það verði engir fánar eða merki sem tilheyri ekki lögreglubúningnum á fatnaði lögregluþjóna. Ásgeir segir það hafa verið gert um leið og hann hafi séð fréttir af þessu máli. Myndskeiði með fréttinni hefur verið breytt. Í upprunalegu útgáfu hennar sást í almenna lögregluþjóna sem tengjast fréttinni ekki.
Lögreglan Íslenski fáninn Tengdar fréttir Eftirlitsnefnd um störf lögreglu tilkynnt um „óviðeigandi“ fána Tilkynning um umdeilda fána á búningi lögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu hefur verið send eftirlitsnefnd um störf lögreglu. 21. október 2020 18:45 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. 21. október 2020 13:41 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Eftirlitsnefnd um störf lögreglu tilkynnt um „óviðeigandi“ fána Tilkynning um umdeilda fána á búningi lögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu hefur verið send eftirlitsnefnd um störf lögreglu. 21. október 2020 18:45
Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30
Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. 21. október 2020 13:41