Sjáðu hvernig Fabinho bjargaði Liverpool á marklínunni í Amsterdam í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2020 14:05 Fabinho kemur hér í veg fyrir að Dusan Tadic jafni metin fyrir Ajax á móti Liverpool í gær. AP/Peter Dejong Liverpool fór með öll þrjú stigin heim frá Amsterdam í gær eftir 1-0 sigur á heimamönnum í Ajax í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það hafði getað farið öðruvísi ef Fabinho hefði ekki notið við. Það þurfti bæði leiklestur og líkamlega hæfileika til að koma í veg fyrir að Ajax liðið jafnaði metin rétt fyrir hálfleik. Fabinho hefur nóg af báðu eins og hann sýndi í magnaðri björgun sinni á marklínu í leiknum í gærkvöldi. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, færði Fabinho af miðjunni og niður í miðvörðinn til að leysa af Virgil van Dijk. Virgil van Dijk sleit krossband í jafnteflinu á móti Everton um síðustu helgi og Joel Matip var einnig óleikfær vagna meiðsla sem hann hlaut í þeim sama leik. Getty/Alex Gottschalk Fabinho spilaði vel í nýrri stöðu sem hann hefur leyst áður. Það var þó á 44. mínútu sem hann hafði mest áhrif á leikinn. Fabinho las þá leikinn mjög vel þegar Dusan Tadic, sóknarmaður Ajax, slapp í gegn. Dusan Tadic lyfti boltanum yfir Adrian markvörð og knötturinn var á leiðinni í markið. Fabinho hljóp hins vegar í átt að markinu og tókst að sparka boltanum frá marki áður en hann fór yfir marklínuna. Dómarinn leit á klukkuna sína en marklínutæknin sagði að boltinn hefði ekki farið inn. Endursýningarnar í sjónvarpinu sýndu líka að Fabinho náði boltanum áður en hann fór inn í markið. Það má sjá þessa geggjuðu björgun hér fyrir neðan. Klippa: Fabinho bjargar Liverpool á marklínunni Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
Liverpool fór með öll þrjú stigin heim frá Amsterdam í gær eftir 1-0 sigur á heimamönnum í Ajax í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það hafði getað farið öðruvísi ef Fabinho hefði ekki notið við. Það þurfti bæði leiklestur og líkamlega hæfileika til að koma í veg fyrir að Ajax liðið jafnaði metin rétt fyrir hálfleik. Fabinho hefur nóg af báðu eins og hann sýndi í magnaðri björgun sinni á marklínu í leiknum í gærkvöldi. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, færði Fabinho af miðjunni og niður í miðvörðinn til að leysa af Virgil van Dijk. Virgil van Dijk sleit krossband í jafnteflinu á móti Everton um síðustu helgi og Joel Matip var einnig óleikfær vagna meiðsla sem hann hlaut í þeim sama leik. Getty/Alex Gottschalk Fabinho spilaði vel í nýrri stöðu sem hann hefur leyst áður. Það var þó á 44. mínútu sem hann hafði mest áhrif á leikinn. Fabinho las þá leikinn mjög vel þegar Dusan Tadic, sóknarmaður Ajax, slapp í gegn. Dusan Tadic lyfti boltanum yfir Adrian markvörð og knötturinn var á leiðinni í markið. Fabinho hljóp hins vegar í átt að markinu og tókst að sparka boltanum frá marki áður en hann fór yfir marklínuna. Dómarinn leit á klukkuna sína en marklínutæknin sagði að boltinn hefði ekki farið inn. Endursýningarnar í sjónvarpinu sýndu líka að Fabinho náði boltanum áður en hann fór inn í markið. Það má sjá þessa geggjuðu björgun hér fyrir neðan. Klippa: Fabinho bjargar Liverpool á marklínunni
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira