Spellvirkjar skildu eftir sig eyðileggingu og brennivínsflöskur í Guðmundarlundi Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2020 14:36 Skemmdarvargarnir rifu upp járntunnur og flöttu þær út. Skógræktarfélag Kópavogs Miklar skemmdir voru unnar á aðstöðu á útivistarsvæðinu Guðmundarlundi í Kópavogi í nótt. Rústuðu skemmdarvargarnir meðal annars klósetti, brutu bekki og rifu upp þungar öskutunnur. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs segist telja að „einhvers konar óþroski“ hafi verið á ferðinni. Guðmundarlundur fyrir ofan Kórahverfi í Kópavogi er eitt fjölsóttasta útivistarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu. Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs, segir að þegar fjölskyldu sem ætlaði að njóta útivistar bar þar að garði í morgun hafi allt verið úti í glerbrotum og viðbjóði. Spellvirkjarnir réðust meðal annars á öskutunnur úr þykku járni og sléttu úr þeim, að sögn Kristins. „Það hafa verið á ferð kraftmiklir menn því það þarf dálítið mikil átök til þess að skemma svona tunnur. Öskutunnurnar eru úr hnausþykku járni og boltaðar ofan í hellur. Þeir velta upp fjórum sinnum fjórum þykkum hellum þannig að þetta eru gríðarleg átök sem áttu sér stað þarna,“ segir hann við Vísi. Borð hlutu ekki náð fyrir augum skemmdarskrínanna.Skógræktarfélag KópavogsTöluvert virðist hafa fengið á þegar einhver eða einhverjir fóru um með eyðileggingarhendi í Guðmundarlundi í nótt.Skógræktarfélag KópavogsKlósettum í Guðmundarlundi var rústað.Skógræktarfélag KópavogsRúður vorur brotnar á gámaklósetti.Skógræktarfélag Kópavogs Mennirnir brutu bekk og borð, mölvuðu klósett, slitu krana, eyðilögðu innvols í vatnskössum og brutu rúður í gámaklósettum á svæðinu. „Svo voru bara brennivíns- og bjórflöskur og ýmislegt,“ segir Kristinn. Lögreglu hefur verið tilkynnt um skemmdarverkin og segir Kristinn að nú sé farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum. „Þetta er ekki á hverjum degi sem þetta gerist en það eru þó af og til alltaf einhverjar skemmdir. En þetta var náttúrulega alveg sorglega mikið í morgun eða nótt eða hvenær sem þeir hafa verið,“ segir hann. Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Miklar skemmdir voru unnar á aðstöðu á útivistarsvæðinu Guðmundarlundi í Kópavogi í nótt. Rústuðu skemmdarvargarnir meðal annars klósetti, brutu bekki og rifu upp þungar öskutunnur. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs segist telja að „einhvers konar óþroski“ hafi verið á ferðinni. Guðmundarlundur fyrir ofan Kórahverfi í Kópavogi er eitt fjölsóttasta útivistarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu. Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs, segir að þegar fjölskyldu sem ætlaði að njóta útivistar bar þar að garði í morgun hafi allt verið úti í glerbrotum og viðbjóði. Spellvirkjarnir réðust meðal annars á öskutunnur úr þykku járni og sléttu úr þeim, að sögn Kristins. „Það hafa verið á ferð kraftmiklir menn því það þarf dálítið mikil átök til þess að skemma svona tunnur. Öskutunnurnar eru úr hnausþykku járni og boltaðar ofan í hellur. Þeir velta upp fjórum sinnum fjórum þykkum hellum þannig að þetta eru gríðarleg átök sem áttu sér stað þarna,“ segir hann við Vísi. Borð hlutu ekki náð fyrir augum skemmdarskrínanna.Skógræktarfélag KópavogsTöluvert virðist hafa fengið á þegar einhver eða einhverjir fóru um með eyðileggingarhendi í Guðmundarlundi í nótt.Skógræktarfélag KópavogsKlósettum í Guðmundarlundi var rústað.Skógræktarfélag KópavogsRúður vorur brotnar á gámaklósetti.Skógræktarfélag Kópavogs Mennirnir brutu bekk og borð, mölvuðu klósett, slitu krana, eyðilögðu innvols í vatnskössum og brutu rúður í gámaklósettum á svæðinu. „Svo voru bara brennivíns- og bjórflöskur og ýmislegt,“ segir Kristinn. Lögreglu hefur verið tilkynnt um skemmdarverkin og segir Kristinn að nú sé farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum. „Þetta er ekki á hverjum degi sem þetta gerist en það eru þó af og til alltaf einhverjar skemmdir. En þetta var náttúrulega alveg sorglega mikið í morgun eða nótt eða hvenær sem þeir hafa verið,“ segir hann.
Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira