Ólafur Ragnar segir ríkisstjórn Davíðs hafa flaskað á samskiptum við bandaríska þingið Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2020 19:28 Í Víglínunni í dag fer Ólafur yfir fjörtíu ára feril sinn í alþjóðastjórnmálum og samskipti sín við íslenska ráðmenn í forsetatíð hans. En hann fjallar um þessi mál í nýlegu 35 þátta potkast þáttum sem finna má á helstu potkast veitum. Stöð 2/Einar Árnason Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands segir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson þáverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa flaskað á því að rækta samskipti við bandaríska þingið í aðdraganda þess að bandaríski herinn yfirgaf Ísland árið 2006. Í Víglínunni með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í dag segir Ólafur Ragnar frá fundi sínum með John Warner formanni hermálanefndar Bandaríkjaþings sem hefði getað beitt sér fyrir fjármögnun herstöðvarinnar hér. Hann sat í hermáladeild bandaríska þingsins og var um tíma formaður hennar í mörg ár. En sú nefnd ákvarðar fjárveitingar til allra bandarískra herstöðva í heiminum. Ólafur Ragnar segir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafa vanrækt Bandaríkjaþing þegar þeir beittu sér fyrir áframhaldandi veru bandaríska hersins á Íslandi.Stöð 2/Einar Árnason Warner var fyrrverandi eiginmaður Elísabetar Taylor kvikmyndastjörnu og áhrifavalds og var persónulegur vinur Dorritar Moussaieff eiginkonu forsetans. Ólafur Ragnar fylgdi konu sinni til fundar við Warner í Washington þar sem þau hafi rætt persónuleg mál. „Þá snýr hann sér allt í einu að mér og segir: Ég er nú búinn að vera hér öll þessi ár og formaður í hermálanefndinni. Það hefur aldrei nokkur maður komið til mín að tala við mig um Ísland og mig rekur í rogastans. Þetta var helsta verkefni ríkisstjórnar Íslands að koma í veg fyrir að herinn færi og það hafði enginn talað við voldugasta manninn í öldungadeild Bandaríkjanna,” sagði Ólafur Ragnar í Víglínunni. Davíð og Halldór hafi treyst á Charles E. Cobb sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og Jeb Bush bróður George W. Bush forseta sem Davíð hafði einnig góð tengsl við. Í Víglínunni ræði Ólafur Ragnar þessi samskipti hans og Davíðs nánar sem og við aðra forsætisráðherra í forsetatíð hans. En hann segir einnig frá samskiptum sínum við ráð- og áhrifafólk víðs vegar um heiminn og stöðu Íslands í breyttum heimi að lokum kalda stríðsins. Víglínan Bandaríkin Varnarmál Ólafur Ragnar Grímsson Utanríkismál Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands segir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson þáverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa flaskað á því að rækta samskipti við bandaríska þingið í aðdraganda þess að bandaríski herinn yfirgaf Ísland árið 2006. Í Víglínunni með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í dag segir Ólafur Ragnar frá fundi sínum með John Warner formanni hermálanefndar Bandaríkjaþings sem hefði getað beitt sér fyrir fjármögnun herstöðvarinnar hér. Hann sat í hermáladeild bandaríska þingsins og var um tíma formaður hennar í mörg ár. En sú nefnd ákvarðar fjárveitingar til allra bandarískra herstöðva í heiminum. Ólafur Ragnar segir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafa vanrækt Bandaríkjaþing þegar þeir beittu sér fyrir áframhaldandi veru bandaríska hersins á Íslandi.Stöð 2/Einar Árnason Warner var fyrrverandi eiginmaður Elísabetar Taylor kvikmyndastjörnu og áhrifavalds og var persónulegur vinur Dorritar Moussaieff eiginkonu forsetans. Ólafur Ragnar fylgdi konu sinni til fundar við Warner í Washington þar sem þau hafi rætt persónuleg mál. „Þá snýr hann sér allt í einu að mér og segir: Ég er nú búinn að vera hér öll þessi ár og formaður í hermálanefndinni. Það hefur aldrei nokkur maður komið til mín að tala við mig um Ísland og mig rekur í rogastans. Þetta var helsta verkefni ríkisstjórnar Íslands að koma í veg fyrir að herinn færi og það hafði enginn talað við voldugasta manninn í öldungadeild Bandaríkjanna,” sagði Ólafur Ragnar í Víglínunni. Davíð og Halldór hafi treyst á Charles E. Cobb sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og Jeb Bush bróður George W. Bush forseta sem Davíð hafði einnig góð tengsl við. Í Víglínunni ræði Ólafur Ragnar þessi samskipti hans og Davíðs nánar sem og við aðra forsætisráðherra í forsetatíð hans. En hann segir einnig frá samskiptum sínum við ráð- og áhrifafólk víðs vegar um heiminn og stöðu Íslands í breyttum heimi að lokum kalda stríðsins.
Víglínan Bandaríkin Varnarmál Ólafur Ragnar Grímsson Utanríkismál Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira