Katrín Tanja vann sér inn alls 18,7 milljónir króna með frammistöðu sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2020 07:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir með öllum verðlaunahöfunum á heimsleikunum í ár. Twitter/@crossfitgames Katrín Tanja Davíðsdóttir fékk ekki bara silfrið um hálsinn eftir frábæran árangur sinn á heimsleikunum í CrossFit því hún fékk líka nóg af peningum í bankann. Katrín Tanja fékk alls 134 þúsund Bandaríkjadali fyrir helgina, 115 þúsund dali fyrir að ná öðru sætinu í keppninni og svo nítján þúsund dollara að auki fyrir að ná einu af þremur efstu sætunum í einstökum greinum. Katrín Tanja endaði aðeins einu sinni meðal þriggja efstu í fjórum fyrstu greinunum og sat þá í neðsta sæti í heildarkeppninni. Hún vann hins vegar lokagrein fyrsta dagsins og var fimm sinnum meðal þeirra þriggja efstu í sex síðustu greinunum. Katrín Tanja vann eina grein en fyrir það fengu keppendur þrjú þúsund dollara bónus. Katrín varð þrisvar sinnum í öðru sæti í grein og fékk tvö þúsund dollara fyrir hvert skipti. Hún varð síðan fjórum sinnum í þriðja sæti í grein og fékk þúsund dollara fyrir hvert skipti. Að auki vann hún einnig tvær greinar í fyrri hlutanum. Katrín Tanja fékk 6,5 milljónum meira en Kari Pearce sem varð í þriðja sæti en hún fékk alls 87 þúsund Bandaríkjadali fyrir helgina. Það munaði því mikið um hvert sæti í keppninni. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey vann sér inn alls 342 þúsund dollara eða 47,7 milljónir íslenskra króna og var því 29 milljón króna munu á henni og Katrínu Tönju. Mathew Fraser fékk aðeins meira en Toomey þar sem hann vann fleiri greinar og endaði aldrei neðar en í öðru sæti. Fraser fékk alls 348 þúsund dollara eða 48,5 milljónir íslenskra króna. Verðlaunaféð í ofurúrslitum heimsleikanna 2020: Konur: 1. Tia-Clair Toomey – $342,000 ($42,000 fyrir árangur í einstökum greinum) 2. Katrín Tanja Davíðsdóttir – $134,000 ($19,000) 3. Kari Pearce – $87,000 ($12,000) 4. Haley Adams – $60,000 ($10,000) 5. Brooke Wells – $48,000 ($13,000) Karlar: 1. Mathew Fraser – $348,000 ($48,000 fyrir árangur í einstökum greinum) 2. Samuel Kwant – $128,000 ($13,000) 3. Justin Medeiros – $89,000 ($14,000) 4. Noah Ohlsen – $63,000 ($13,000) 5. Jeffrey Adler – $43,000 ($8,000) CrossFit Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir fékk ekki bara silfrið um hálsinn eftir frábæran árangur sinn á heimsleikunum í CrossFit því hún fékk líka nóg af peningum í bankann. Katrín Tanja fékk alls 134 þúsund Bandaríkjadali fyrir helgina, 115 þúsund dali fyrir að ná öðru sætinu í keppninni og svo nítján þúsund dollara að auki fyrir að ná einu af þremur efstu sætunum í einstökum greinum. Katrín Tanja endaði aðeins einu sinni meðal þriggja efstu í fjórum fyrstu greinunum og sat þá í neðsta sæti í heildarkeppninni. Hún vann hins vegar lokagrein fyrsta dagsins og var fimm sinnum meðal þeirra þriggja efstu í sex síðustu greinunum. Katrín Tanja vann eina grein en fyrir það fengu keppendur þrjú þúsund dollara bónus. Katrín varð þrisvar sinnum í öðru sæti í grein og fékk tvö þúsund dollara fyrir hvert skipti. Hún varð síðan fjórum sinnum í þriðja sæti í grein og fékk þúsund dollara fyrir hvert skipti. Að auki vann hún einnig tvær greinar í fyrri hlutanum. Katrín Tanja fékk 6,5 milljónum meira en Kari Pearce sem varð í þriðja sæti en hún fékk alls 87 þúsund Bandaríkjadali fyrir helgina. Það munaði því mikið um hvert sæti í keppninni. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey vann sér inn alls 342 þúsund dollara eða 47,7 milljónir íslenskra króna og var því 29 milljón króna munu á henni og Katrínu Tönju. Mathew Fraser fékk aðeins meira en Toomey þar sem hann vann fleiri greinar og endaði aldrei neðar en í öðru sæti. Fraser fékk alls 348 þúsund dollara eða 48,5 milljónir íslenskra króna. Verðlaunaféð í ofurúrslitum heimsleikanna 2020: Konur: 1. Tia-Clair Toomey – $342,000 ($42,000 fyrir árangur í einstökum greinum) 2. Katrín Tanja Davíðsdóttir – $134,000 ($19,000) 3. Kari Pearce – $87,000 ($12,000) 4. Haley Adams – $60,000 ($10,000) 5. Brooke Wells – $48,000 ($13,000) Karlar: 1. Mathew Fraser – $348,000 ($48,000 fyrir árangur í einstökum greinum) 2. Samuel Kwant – $128,000 ($13,000) 3. Justin Medeiros – $89,000 ($14,000) 4. Noah Ohlsen – $63,000 ($13,000) 5. Jeffrey Adler – $43,000 ($8,000)
Verðlaunaféð í ofurúrslitum heimsleikanna 2020: Konur: 1. Tia-Clair Toomey – $342,000 ($42,000 fyrir árangur í einstökum greinum) 2. Katrín Tanja Davíðsdóttir – $134,000 ($19,000) 3. Kari Pearce – $87,000 ($12,000) 4. Haley Adams – $60,000 ($10,000) 5. Brooke Wells – $48,000 ($13,000) Karlar: 1. Mathew Fraser – $348,000 ($48,000 fyrir árangur í einstökum greinum) 2. Samuel Kwant – $128,000 ($13,000) 3. Justin Medeiros – $89,000 ($14,000) 4. Noah Ohlsen – $63,000 ($13,000) 5. Jeffrey Adler – $43,000 ($8,000)
CrossFit Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira