Færeyingarnir eru orðnir alvöru KA-menn og hata Þór Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 12:31 Áki Egilsnes og Allan Nordberg í viðtalinu við Henry Birgir Gunnarsson. Skjámynd/S2 Sport Henry Birgir Gunnarsson og Seinni bylgjan heimsótti þá Áka Egilsnes og Allan Nordberg á Akureyri á dögunum og fékk meðal annars að vita það hvernig það væri að vera Færeyingur á Akureyri. „Það er mjög gott að vera hérna og Ísland er mjög líkt Færeyjum,“ sagði Allan Nordberg sem spilar í hægra horninu hjá KA. En hvað kann Áki best við Akureyri? „Fólkið og hvað allir eru jákvæðir hérna. Það er líka mjög gott að við megum æfa,“ sagði Áki Egilsnes sem spilar í stöðu hægri skyttu. Áki Egilsnes er að vinna með handboltanum. „Ég er að vinna í skóla eftir hádegi en svo erum við bara að æfa fyrir hádegi. Það er alveg nóg að gera,“ sagði Áki. „Ég er oft í golfi og mikið í tölvuleikjum þegar ég er ekki að æfa,“ sagði Allan. Áki Egilsnes og Allan Nordberg skrifuðu báðir undir tveggja ára samning í fyrra. „Við verðum örugglega tvö ár í viðbót,“ sagði Áki. „Við erum ekkert búnir að tala við önnur lið á Íslandi og okkur langar bara að spila í KA. Við erum orðnir alvöru KA-menn,“ sagði Allan og hata þeir þá Þór. Já segja þeir báðir. Færeyingum hefur fjölgað í íslensku deildinni sem er til marks um uppgang í færeyska handboltanum. „Það eru mjög margir sem eru að spila í útlöndum núna og landsliðið er að gera betur í Evrópu en áður,“ sagði Allan en hversu langt er í það að Færeyingar komist á stórmót í handbolta? „Planið er að Færeyjar vilja komast á stórmót á næstu fjórum árum. Ungu strákarnir eru líka frábærir í Færeyjum og við bíðum allir eftir því að við komumst á stórmót,“ sagði Áki. Það má sjá allt viðtalið við þá hér fyrir neðan. Klippa: Áki Egilsnes og Allan Nordberg Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Þór Akureyri Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson og Seinni bylgjan heimsótti þá Áka Egilsnes og Allan Nordberg á Akureyri á dögunum og fékk meðal annars að vita það hvernig það væri að vera Færeyingur á Akureyri. „Það er mjög gott að vera hérna og Ísland er mjög líkt Færeyjum,“ sagði Allan Nordberg sem spilar í hægra horninu hjá KA. En hvað kann Áki best við Akureyri? „Fólkið og hvað allir eru jákvæðir hérna. Það er líka mjög gott að við megum æfa,“ sagði Áki Egilsnes sem spilar í stöðu hægri skyttu. Áki Egilsnes er að vinna með handboltanum. „Ég er að vinna í skóla eftir hádegi en svo erum við bara að æfa fyrir hádegi. Það er alveg nóg að gera,“ sagði Áki. „Ég er oft í golfi og mikið í tölvuleikjum þegar ég er ekki að æfa,“ sagði Allan. Áki Egilsnes og Allan Nordberg skrifuðu báðir undir tveggja ára samning í fyrra. „Við verðum örugglega tvö ár í viðbót,“ sagði Áki. „Við erum ekkert búnir að tala við önnur lið á Íslandi og okkur langar bara að spila í KA. Við erum orðnir alvöru KA-menn,“ sagði Allan og hata þeir þá Þór. Já segja þeir báðir. Færeyingum hefur fjölgað í íslensku deildinni sem er til marks um uppgang í færeyska handboltanum. „Það eru mjög margir sem eru að spila í útlöndum núna og landsliðið er að gera betur í Evrópu en áður,“ sagði Allan en hversu langt er í það að Færeyingar komist á stórmót í handbolta? „Planið er að Færeyjar vilja komast á stórmót á næstu fjórum árum. Ungu strákarnir eru líka frábærir í Færeyjum og við bíðum allir eftir því að við komumst á stórmót,“ sagði Áki. Það má sjá allt viðtalið við þá hér fyrir neðan. Klippa: Áki Egilsnes og Allan Nordberg
Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Þór Akureyri Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Sjá meira