Vill hækka refsihámark fyrir vörslu barnaníðsefnis í sex ár Kolbeinn Tumi Daðason og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 28. október 2020 19:31 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi saksóknari hjá ríkissaksóknara. Vísir/ArnarHalldórs Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. Í nýjum Kompás þætti, sem sjá má hér að neðan, er fjallað um á fjórða tug manna sem eru til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar grófar nauðganir ábörnum allt niður í nokkrra mánaða gömlum. Hámarksrefsing samkvæmt núgildandi lögum fyrir vörslu barnaníðsefnis er tvö ár. Það gæti hins vegar breyst á næstunni en til stendur að leggja fram frumvarp um að refsihámark verði hækkað úr tveimur árum í sex. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi saksóknari ætlar að leggja frumvarpið fram, en það er hennar fyrsta frumvarp. Sjálf vann hún lengi við saksókn í málum sem þessum. „Þar sem lögregla er að fá inn til sín langt um stærri mál en verið hefur og tveggja ára refsihámark nær einfaldlega ekki utan um alvarleika málanna. Líka það að brotin eru að breyast. Það eru menn sem eru teknir með tugi þúsunda mynda og meira en það jafnvel og efnið er grófara en við höfum áður séð,“ segir Þorbjörg. Þá sé markmiðið jafnframt að fæla menn frá slíkum afbrotum. Refsirammi flestra Norðurlandanna er nú þyngri en hérlendis, með refsihámark allt að 6 árum. Þorbjörg segir menn sem skoða barnaníðsefni eiga veigamikinn þátt í því að barnaníðsefni sé framleitt. „Við framleiðslu svona efnis er það auðvitað þannig að það er brotið kynferðislega gegn barni,“ segir hún. Dómar sé ekki nógu þungir. Í dómi frá 2015 var maður sakfelldur fyrir að vera með 34.000 myndir og 585 myndbönd. Hluti efnissins sýndi fullorðna beita börn kynferðislegu ofbeldi eða börn að hafa kynmök sín á milli. Hann var dæmdur í 15 mánaða fangelsi, en þar af voru 12 mánuðir skilorðsbundnir. „Í sumum þessara mál hefði mátt stíga fastar niður fæti,“ segir Þorbjörg. Kompás Dómstólar Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum Anna Kristín Newton, sálfræðingur, segir að menn sem finna fyrir barnagirnd og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé að gera upplýsingar aðgengilegar. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu í dag séu að þeir séu skrímsli. 28. október 2020 13:05 „Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. Í nýjum Kompás þætti, sem sjá má hér að neðan, er fjallað um á fjórða tug manna sem eru til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar grófar nauðganir ábörnum allt niður í nokkrra mánaða gömlum. Hámarksrefsing samkvæmt núgildandi lögum fyrir vörslu barnaníðsefnis er tvö ár. Það gæti hins vegar breyst á næstunni en til stendur að leggja fram frumvarp um að refsihámark verði hækkað úr tveimur árum í sex. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi saksóknari ætlar að leggja frumvarpið fram, en það er hennar fyrsta frumvarp. Sjálf vann hún lengi við saksókn í málum sem þessum. „Þar sem lögregla er að fá inn til sín langt um stærri mál en verið hefur og tveggja ára refsihámark nær einfaldlega ekki utan um alvarleika málanna. Líka það að brotin eru að breyast. Það eru menn sem eru teknir með tugi þúsunda mynda og meira en það jafnvel og efnið er grófara en við höfum áður séð,“ segir Þorbjörg. Þá sé markmiðið jafnframt að fæla menn frá slíkum afbrotum. Refsirammi flestra Norðurlandanna er nú þyngri en hérlendis, með refsihámark allt að 6 árum. Þorbjörg segir menn sem skoða barnaníðsefni eiga veigamikinn þátt í því að barnaníðsefni sé framleitt. „Við framleiðslu svona efnis er það auðvitað þannig að það er brotið kynferðislega gegn barni,“ segir hún. Dómar sé ekki nógu þungir. Í dómi frá 2015 var maður sakfelldur fyrir að vera með 34.000 myndir og 585 myndbönd. Hluti efnissins sýndi fullorðna beita börn kynferðislegu ofbeldi eða börn að hafa kynmök sín á milli. Hann var dæmdur í 15 mánaða fangelsi, en þar af voru 12 mánuðir skilorðsbundnir. „Í sumum þessara mál hefði mátt stíga fastar niður fæti,“ segir Þorbjörg.
Kompás Dómstólar Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum Anna Kristín Newton, sálfræðingur, segir að menn sem finna fyrir barnagirnd og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé að gera upplýsingar aðgengilegar. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu í dag séu að þeir séu skrímsli. 28. október 2020 13:05 „Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum Anna Kristín Newton, sálfræðingur, segir að menn sem finna fyrir barnagirnd og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé að gera upplýsingar aðgengilegar. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu í dag séu að þeir séu skrímsli. 28. október 2020 13:05
„Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?