„Kerfið er ekki að virka“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. október 2020 19:20 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kveðst ósammála sjávarútvegsráðherra um að kerfið um innheimtu veiðigjalda sé að virka. Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum aukist um tæpa þrjá milljarða á næsta ári, skili tekjur af auðlindinni sér ennþá í allt of litlum mæli til þjóðarinnar að mati þingmannsins. Gert er ráð fyrir að tekjur af veiðigjaldi á næsta ári verði um 7,5 milljarðar á næsta ári, samanborið við 4,8 milljarða áætlaðar tekjur á þessu ári. „Það er auðvitað ánægjulegt að það gangi vel í sjávarútvegi og það skiptir máli fyrir okkur öll. En kerfið er engan veginn að virka þegar þjóðin, sem er eigandi að þessari auðlind er ekki að fá hærri hlutdeild af arðinum,“ sagði Ágúst Ólafur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við sjáum að undanfarin ár hafa útgerðarmenn verið að greiða sjálfum sér hærri arð heldur en það sem þjóðin fær í gegnum veiðigjöldin. Við sjáum veiðileyfagjaldið, sem veitir aðgang að einu bestu fiskimiðum jarðar, en fyrir þetta ár það lágt að það er svipað og útvarpsgjaldið og það nær ekki einu sinni að dekka þann kostnað sem ríkið verður fyrir vegna greinarinnar. Þannig að nei, kerfið er ekki að virka. Við þurfum að auka hér hlutdeild þjóðarinnar í okkar megin náttúruauðlind.“ Með breyttum reglum um útreikning veiðigjalds er það nú Skatturinn sem reiknar út gjaldið á grundvelli rekstrarupplýsinga frá sjávarútvegsfyrirtækjum en ekki pólitískt skipuð nefnd sem áður sá um að gera tillögur til ráðherra um fjárhæð veiðigjalda. Ágúst Ólafur segir engu að síður um pólitíska ákvörðun að ræða. „Þetta er pólitísk ákvörðun vegna þess að þetta byggist á lögum sem þessi ríkisstjórn setti í upphafi kjörtímabilsins. Og við sjáum það að veiðileyfagjöld munu lækka í lok þessa kjörtímabils um einn þriðja. Á sama tíma hefur eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja batnað um 60% á fimm árum. Arðgreiðslurnar sem útgerðarmenn eru að greiða sjálfum sér og fjölskyldum sínum, eru yfir 60 milljarðar á 5 árum. Þannig að jú, þetta er mannanna verk,“ segir Ágúst Ólafur. „Við þurfum bara að gera hér einfaldlega betur og tryggja hér að þjóðin fái aukinn arð af þessari auðlind. Við þurfum svo sannarlega á því að halda. Hér er kallað eftir því að við stöndum saman, velferðarkerfið þarf á því að halda og við hljótum að vera sammála um að hér er hægt að gera betur.“ Sjávarútvegur Alþingi Skattar og tollar Samfylkingin Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kveðst ósammála sjávarútvegsráðherra um að kerfið um innheimtu veiðigjalda sé að virka. Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum aukist um tæpa þrjá milljarða á næsta ári, skili tekjur af auðlindinni sér ennþá í allt of litlum mæli til þjóðarinnar að mati þingmannsins. Gert er ráð fyrir að tekjur af veiðigjaldi á næsta ári verði um 7,5 milljarðar á næsta ári, samanborið við 4,8 milljarða áætlaðar tekjur á þessu ári. „Það er auðvitað ánægjulegt að það gangi vel í sjávarútvegi og það skiptir máli fyrir okkur öll. En kerfið er engan veginn að virka þegar þjóðin, sem er eigandi að þessari auðlind er ekki að fá hærri hlutdeild af arðinum,“ sagði Ágúst Ólafur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við sjáum að undanfarin ár hafa útgerðarmenn verið að greiða sjálfum sér hærri arð heldur en það sem þjóðin fær í gegnum veiðigjöldin. Við sjáum veiðileyfagjaldið, sem veitir aðgang að einu bestu fiskimiðum jarðar, en fyrir þetta ár það lágt að það er svipað og útvarpsgjaldið og það nær ekki einu sinni að dekka þann kostnað sem ríkið verður fyrir vegna greinarinnar. Þannig að nei, kerfið er ekki að virka. Við þurfum að auka hér hlutdeild þjóðarinnar í okkar megin náttúruauðlind.“ Með breyttum reglum um útreikning veiðigjalds er það nú Skatturinn sem reiknar út gjaldið á grundvelli rekstrarupplýsinga frá sjávarútvegsfyrirtækjum en ekki pólitískt skipuð nefnd sem áður sá um að gera tillögur til ráðherra um fjárhæð veiðigjalda. Ágúst Ólafur segir engu að síður um pólitíska ákvörðun að ræða. „Þetta er pólitísk ákvörðun vegna þess að þetta byggist á lögum sem þessi ríkisstjórn setti í upphafi kjörtímabilsins. Og við sjáum það að veiðileyfagjöld munu lækka í lok þessa kjörtímabils um einn þriðja. Á sama tíma hefur eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja batnað um 60% á fimm árum. Arðgreiðslurnar sem útgerðarmenn eru að greiða sjálfum sér og fjölskyldum sínum, eru yfir 60 milljarðar á 5 árum. Þannig að jú, þetta er mannanna verk,“ segir Ágúst Ólafur. „Við þurfum bara að gera hér einfaldlega betur og tryggja hér að þjóðin fái aukinn arð af þessari auðlind. Við þurfum svo sannarlega á því að halda. Hér er kallað eftir því að við stöndum saman, velferðarkerfið þarf á því að halda og við hljótum að vera sammála um að hér er hægt að gera betur.“
Sjávarútvegur Alþingi Skattar og tollar Samfylkingin Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira