Nældi sér í 125 milljónir í arf og kom þeim undan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2020 20:31 Héraðsdómur Reykjaness. Vísir/Vilhelm Kona á sjötugsaldri hefur verið dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af eru fimmtán skilorðsbundnir, fyrir skilasvik og peningaþvætti er hún nældi sér í 125 milljóna króna arf frá móður sinni í reiðufé. Konan var dæmd fyrir að hafa komið fjármununum undan þrotabúi konunnar sem tekið var til gjaldþrotaskipta árið 2016. Konan var ákærð fyrir að hafa tvívegis komið því til leiðar, í apríl og maí 2016, að hún fékk úthlutað í reiðufé arfshlutum úr dánarbúi móður sinnar, sem konan hafði átt kröfu til frá því einkaskiptum dánarbúsins lauk í mars 2016 þar til bú hennar var tekið til gjaldþrotaskipta, jafnvirði ríflega 125 milljóna króna samanlagt, en sú háttsemi hennar var sögð í ákæru hafa miðað að því að eigur eða kröfur þrotabús hennar kæmu lánardrottnum þess ekki að gagni. Lét systur sína taka úr fjármunina í reiðufé Var konunni gefið að sök að hafa farið farið með systur sinni í útibú banka í Orlando í Flórída í apríl 2016 þar sem systir hennar tók út 210 þúsund dollara í reiðufé, andvirði 26,2 milljóna króna, miðað við gengi dollarans þann dag. Henni var einnig gefið að óskað eftir því að systir hennar tæki við 99 milljónum króna af safnreikningi dánarbús móður þeirra. Óskaði konan svo eftir því að systir hennar tæki fjármunina út í reiðufé, sem hún og gerði. Var hún einnig ákærð fyrir að hafa leynt því að hún ætti 22 þúsund dollara, um 2,7 milljónir króna, á ótilgreindum reikningi í banka í Flórída. Var hún ákærð fyrir að skjóta eignum þrotabúsins undan þannig að hún hafi komið í veg fyrir að fjárhæðin kæmi lánadrottnum þrotabúsins að gagni. Þá var hún einnig ákærð fyrir peningaþvætti fyrir að aflað sér, nýtt eða geymt ávinning þeirra brota sem talin voru upp hér að ofan. Þrotabú gerði einnig einkaréttarkröfu um að konan myndi greiða fjármunina til baka, ásamt dráttarvöxtum. Upplýsti ekki hvað varð um peningana Konan játaði sök en mótmælti einkaréttarkröfunni. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að svo virðist sem að konan hafi haft einbeittan vilja til þess að koma fjármununum undan, auk þess sem að hún hafi ekki upplýst hvað hafi orðið um umrædda fjármuni, umfram það að þeir hafi verið notaðir í framfærslu hennar. Einkaréttarkröfunni var hins vegar vísað frá á þeim grundvelli að kröfuhafinn og skuldarinn væri í raun sá sami, konan sjálf og svo þrotabú hennar. Í raun væri því um kröfu í þrotabú hennar að ræða. Skiptalok hafi hins vegar ekki orðið og taldi dómurinn að þarflaust hafi verið að setja fram einkaréttarkröfu í sakamáli á hendur henni. Konan var dæmd í átján mánaða fangelsi, en þar af eru fimmtán mánuður skilorðsbundnir til þriggja ára. Dómsmál Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Kona á sjötugsaldri hefur verið dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af eru fimmtán skilorðsbundnir, fyrir skilasvik og peningaþvætti er hún nældi sér í 125 milljóna króna arf frá móður sinni í reiðufé. Konan var dæmd fyrir að hafa komið fjármununum undan þrotabúi konunnar sem tekið var til gjaldþrotaskipta árið 2016. Konan var ákærð fyrir að hafa tvívegis komið því til leiðar, í apríl og maí 2016, að hún fékk úthlutað í reiðufé arfshlutum úr dánarbúi móður sinnar, sem konan hafði átt kröfu til frá því einkaskiptum dánarbúsins lauk í mars 2016 þar til bú hennar var tekið til gjaldþrotaskipta, jafnvirði ríflega 125 milljóna króna samanlagt, en sú háttsemi hennar var sögð í ákæru hafa miðað að því að eigur eða kröfur þrotabús hennar kæmu lánardrottnum þess ekki að gagni. Lét systur sína taka úr fjármunina í reiðufé Var konunni gefið að sök að hafa farið farið með systur sinni í útibú banka í Orlando í Flórída í apríl 2016 þar sem systir hennar tók út 210 þúsund dollara í reiðufé, andvirði 26,2 milljóna króna, miðað við gengi dollarans þann dag. Henni var einnig gefið að óskað eftir því að systir hennar tæki við 99 milljónum króna af safnreikningi dánarbús móður þeirra. Óskaði konan svo eftir því að systir hennar tæki fjármunina út í reiðufé, sem hún og gerði. Var hún einnig ákærð fyrir að hafa leynt því að hún ætti 22 þúsund dollara, um 2,7 milljónir króna, á ótilgreindum reikningi í banka í Flórída. Var hún ákærð fyrir að skjóta eignum þrotabúsins undan þannig að hún hafi komið í veg fyrir að fjárhæðin kæmi lánadrottnum þrotabúsins að gagni. Þá var hún einnig ákærð fyrir peningaþvætti fyrir að aflað sér, nýtt eða geymt ávinning þeirra brota sem talin voru upp hér að ofan. Þrotabú gerði einnig einkaréttarkröfu um að konan myndi greiða fjármunina til baka, ásamt dráttarvöxtum. Upplýsti ekki hvað varð um peningana Konan játaði sök en mótmælti einkaréttarkröfunni. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að svo virðist sem að konan hafi haft einbeittan vilja til þess að koma fjármununum undan, auk þess sem að hún hafi ekki upplýst hvað hafi orðið um umrædda fjármuni, umfram það að þeir hafi verið notaðir í framfærslu hennar. Einkaréttarkröfunni var hins vegar vísað frá á þeim grundvelli að kröfuhafinn og skuldarinn væri í raun sá sami, konan sjálf og svo þrotabú hennar. Í raun væri því um kröfu í þrotabú hennar að ræða. Skiptalok hafi hins vegar ekki orðið og taldi dómurinn að þarflaust hafi verið að setja fram einkaréttarkröfu í sakamáli á hendur henni. Konan var dæmd í átján mánaða fangelsi, en þar af eru fimmtán mánuður skilorðsbundnir til þriggja ára.
Dómsmál Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira