Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2020 17:50 Valur trónir á toppi Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu nú þegar KSÍ hefur staðfest að keppni verði hætt. Vísir/Bára Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. Var tilkynning þess efnis birt á vef sambandsins nú rétt í þessu. „Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 30. október, að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020, í samræmi við 5. grein í reglugerð um viðmiðanir og sértækar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru [Covid-19], sem gefin var út í júlí síðastliðnum. Ákvörðunin tekur strax gildi,“ segir í tilkynningu sambandsins. Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 30. október, að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020. Ákvörðunin tekur strax gildi. https://t.co/Gm6VlwyBe5— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 30, 2020 Þýðir þetta að keppni er hætt í öllum deildum bæði karla- og kvenna megin. Á þetta einnig við um keppni í Mjólkurbikarnum og því verður ekkert lið krýnt Mjólkurbikarmeistari 2020. Varðandi Íslandsmót „Í 5. grein reglugerðarinnar kemur fram að hafi að lágmarki 2/3 hlutar heildarleikja í efstu deild, 1. deild og 2. deild verið leiknir samkvæmt mótaskrá ræður meðalfjöldi stiga hvers liðs fyrir sig í hverjum leik sem það hefur lokið á þeim degi þegar móti er aflýst, endanlegri niðurröðun. Telst Íslandsmótinu þar með lokið. Skulu þá Íslandsmeistarar krýndir og lið færast á milli deilda með sama hætti og ef allir leikir í öllum deildum á Íslandsmóti hefðu verið leiknir.“ FH, Breiðablik og Stjarnan fara í Evrópukeppni í karlaflokki en KR situr eftir. Því er Valur Íslandsmeistari í karlaflokki og Breiðablik í kvennaflokki. Fjölnir og Grótta falla því úr Pepsi Max-deild karla á meðan FH og KR falla úr Pepsi Max-deild kvenna. Lengjudeildirnar Keflavík og Leiknir Reykjavík fara upp úr Lengjudeild karla en Fram situr eftir með súrt ennið þar sem liðið er með lakari markatölu en Leiknir. Magni Grenivík og Leiknir Fáskrúðsfjörður falla úr deildinni en Þróttur Reykjavík heldur sæti sínu í deildinni. Munar aðeins einu marki á markatölu Þróttar og Magna. Í Lengjudeild kvenna höfðu Tindastóll og Keflavík tryggt sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári á meðan Fjölnir og Völsungur voru fallin. Aðrar deildir Þá fara Kórdrengir og Selfoss upp í Lengjudeildina á meðan Víðir Garði og sameiginlegt lið Dalvíkur og Reynis falla niður í 3. deild. KV og Reynir Sandgerði voru þegar farin upp úr 3. deildinni og það sama má segja um ÍH og KFS sem voru löngu búin að tryggja sér sæti í 3. deildinni næsta sumar. Í 2. deild kvenna fara lið HK og Grindavíkur upp í Lengjudeildina. Hér má lesa tilkynningu KSÍ í heild sinni. Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Valur Breiðablik Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. Var tilkynning þess efnis birt á vef sambandsins nú rétt í þessu. „Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 30. október, að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020, í samræmi við 5. grein í reglugerð um viðmiðanir og sértækar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru [Covid-19], sem gefin var út í júlí síðastliðnum. Ákvörðunin tekur strax gildi,“ segir í tilkynningu sambandsins. Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 30. október, að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020. Ákvörðunin tekur strax gildi. https://t.co/Gm6VlwyBe5— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 30, 2020 Þýðir þetta að keppni er hætt í öllum deildum bæði karla- og kvenna megin. Á þetta einnig við um keppni í Mjólkurbikarnum og því verður ekkert lið krýnt Mjólkurbikarmeistari 2020. Varðandi Íslandsmót „Í 5. grein reglugerðarinnar kemur fram að hafi að lágmarki 2/3 hlutar heildarleikja í efstu deild, 1. deild og 2. deild verið leiknir samkvæmt mótaskrá ræður meðalfjöldi stiga hvers liðs fyrir sig í hverjum leik sem það hefur lokið á þeim degi þegar móti er aflýst, endanlegri niðurröðun. Telst Íslandsmótinu þar með lokið. Skulu þá Íslandsmeistarar krýndir og lið færast á milli deilda með sama hætti og ef allir leikir í öllum deildum á Íslandsmóti hefðu verið leiknir.“ FH, Breiðablik og Stjarnan fara í Evrópukeppni í karlaflokki en KR situr eftir. Því er Valur Íslandsmeistari í karlaflokki og Breiðablik í kvennaflokki. Fjölnir og Grótta falla því úr Pepsi Max-deild karla á meðan FH og KR falla úr Pepsi Max-deild kvenna. Lengjudeildirnar Keflavík og Leiknir Reykjavík fara upp úr Lengjudeild karla en Fram situr eftir með súrt ennið þar sem liðið er með lakari markatölu en Leiknir. Magni Grenivík og Leiknir Fáskrúðsfjörður falla úr deildinni en Þróttur Reykjavík heldur sæti sínu í deildinni. Munar aðeins einu marki á markatölu Þróttar og Magna. Í Lengjudeild kvenna höfðu Tindastóll og Keflavík tryggt sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári á meðan Fjölnir og Völsungur voru fallin. Aðrar deildir Þá fara Kórdrengir og Selfoss upp í Lengjudeildina á meðan Víðir Garði og sameiginlegt lið Dalvíkur og Reynis falla niður í 3. deild. KV og Reynir Sandgerði voru þegar farin upp úr 3. deildinni og það sama má segja um ÍH og KFS sem voru löngu búin að tryggja sér sæti í 3. deildinni næsta sumar. Í 2. deild kvenna fara lið HK og Grindavíkur upp í Lengjudeildina. Hér má lesa tilkynningu KSÍ í heild sinni.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Valur Breiðablik Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira