Formaðurinn vill ekki tjá sig um fögnuð Leiknismanna Kolbeinn Tumi Daðason og Ísak Hallmundarson skrifa 31. október 2020 14:17 Ekki virðist hafa verið gætt að tveggja metra reglu og grímuskyldu í búningsklefa Leiknis í gær. vísir/skjáskot Leiknir Reykjavík er komið upp í Pepsi Max deildina 2021 eftir að KSÍ tók ákvörðun um að blása Íslandsmótið í knattspyrnu af í gær, þar sem Leiknir var í öðru sæti þegar einungis tvær umferðir voru eftir af mótinu. Leiknismenn voru á æfingu síðdegis í gær um það leyti sem KSÍ greindi frá ákvörðun sinni í kjölfar hertra aðgerða á landinu vegna kórónuveirunnar, sem tóku gildi á miðnætti. Eftir æfingu brutust út mikil fagnaðarlæti þegar leikmenn fengu fréttirnar að þeir væru komnir í efstu deild. Tveggja metra reglan er tekin alla leið í Breiðholtinu. Reyndar tóku þeir fjögurra metra reglu King Mæk alvarlega líka. pic.twitter.com/PkOvNW0aGT— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 30, 2020 Kristján Óli Sigurðsson, einn þáttastjórnenda í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, birtir mynd á Twitter úr búningsklefanum og bendir á að þar hafi tveggja metra regla ekki verið virt. Fyrr í dag kom fram í frétt á Vísi að leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu hafi fagnað Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og sagði hann ekki í anda félagsins. Fögnuður Leiknismanna í klefanum var þó ekki skipulagður fögnuður heldur var myndin eins og áður segir tekin í búningsklefa eftir æfingu, en á myndinni má telja 21 leikmann. Þá eru engar grímur á andlitum leikmanna. Íþróttadeild barst myndband úr félagsheimili Leiknismanna í gær þar sem kampavíni eða freyðivíni er sprautað af svölum í heimilinu. Íþróttadeild náði tali af Oscari Clausen, formanni Leiknis, en hann vildi ekki tjá sig um fögnuð Breiðhyltinga. Leiknir Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37 Umdeildur fögnuður Valsmanna ekki með blessun formanns Leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og segir hann ekki í anda félagsins. 31. október 2020 10:53 Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Leiknir Reykjavík er komið upp í Pepsi Max deildina 2021 eftir að KSÍ tók ákvörðun um að blása Íslandsmótið í knattspyrnu af í gær, þar sem Leiknir var í öðru sæti þegar einungis tvær umferðir voru eftir af mótinu. Leiknismenn voru á æfingu síðdegis í gær um það leyti sem KSÍ greindi frá ákvörðun sinni í kjölfar hertra aðgerða á landinu vegna kórónuveirunnar, sem tóku gildi á miðnætti. Eftir æfingu brutust út mikil fagnaðarlæti þegar leikmenn fengu fréttirnar að þeir væru komnir í efstu deild. Tveggja metra reglan er tekin alla leið í Breiðholtinu. Reyndar tóku þeir fjögurra metra reglu King Mæk alvarlega líka. pic.twitter.com/PkOvNW0aGT— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 30, 2020 Kristján Óli Sigurðsson, einn þáttastjórnenda í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, birtir mynd á Twitter úr búningsklefanum og bendir á að þar hafi tveggja metra regla ekki verið virt. Fyrr í dag kom fram í frétt á Vísi að leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu hafi fagnað Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og sagði hann ekki í anda félagsins. Fögnuður Leiknismanna í klefanum var þó ekki skipulagður fögnuður heldur var myndin eins og áður segir tekin í búningsklefa eftir æfingu, en á myndinni má telja 21 leikmann. Þá eru engar grímur á andlitum leikmanna. Íþróttadeild barst myndband úr félagsheimili Leiknismanna í gær þar sem kampavíni eða freyðivíni er sprautað af svölum í heimilinu. Íþróttadeild náði tali af Oscari Clausen, formanni Leiknis, en hann vildi ekki tjá sig um fögnuð Breiðhyltinga.
Leiknir Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37 Umdeildur fögnuður Valsmanna ekki með blessun formanns Leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og segir hann ekki í anda félagsins. 31. október 2020 10:53 Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37
Umdeildur fögnuður Valsmanna ekki með blessun formanns Leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og segir hann ekki í anda félagsins. 31. október 2020 10:53