Hömpuðu einum merkasta leikmanni Íslandssögunnar í Körfuboltakvöldi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2020 20:36 Pétur Guðmundsson er að margra mati einn merkasti íþróttamaður Íslandssögunnar. NBA Farið yfir magnaðan feril Pétur Guðmundssonar í Domino´s Körfuboltakvöldi á föstudag enda Pétur að fagna 62 árs afmæli sínu þann sama dag. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, opnaði umræðuna á því að Pétur væri einfaldlega besti körfuboltamaður Íslandssögunnar. „Það er mitt mat og að ég held allra sem sitja hér að þarna fari einn merkasti íþróttamaður Íslandssögunnar. Sem fór á efsta stig sinnar íþróttar og skein skært þar. Þið fylgdust með hans ferli,“ sagði Kjartan og gaf þeim Kristni Geir Friðikssyni og Hermanni Haukssyni orðið. „Ég horfði helling. Maður sá ekki eins marga leiki og maður vildi en maður sá þetta allt, upplifði og svo spilaði maður auðvitað á móti honum. Það sem hann gerði, fyrsti Evrópumaður inn í NBA-deildina, var í mínu uppáhalds liði. Þetta er magnað afrek. Hann var alveg póstur í því liði. Maður var helvíti fúll þegar honum var skipt,“ sagði Kristinn um þennan magnaða íþróttamann. Ferill Péturs er nokkuð magnaður en eftir að hafa leikið með Washington Huskies í bandaríska háskólaboltanum kemur hann til Íslands, fer svo til River Plate í Argentínu og endar í nýliðavali NBA-deildarinnar árið 1981 þar sem Portland Trail Blazers völdu hann. Pétur var þó aðeins ár í herbúðum þeirra áður en hann fór á smá flakk. Árið 1986 gekk hann svo í raðir Los Angeles Lakers eftir að hafa leikið með Sunderland Maestros og Tampa Bay Thrillers árin þar á undan. Eftir aðeins ár hjá Lakers fór hann til San Antonio Spurs og lék þar til ársins 1989. Var það reyndar svo að Pétur hafði fengið tveggja ára samning hjá Lakers en vegna bakmeiðsla var hann látinn fara. Spurs tóku hann, leyfðu honum að jafna sig og spila sig inn í liðið. Sjá má að Pétur lék í treyju 34 hjá Lakers en sú treyja er í dag tengdan við annan goðsagnakenndan miðherja félagsins. „Hann er tveir og átjan, með frábært skot. Allar hreyfingar, þessar grunn-stóru manns hreyfingar inn í teig, las leikinn vel og var frábær sendingarmaður,“ sögðu Kiddi og Hemmi saman um þennan magnaða leikmann. „Ég var það heppinn að ná að spila einn landsleik með honum. Ég hafði aldrei spilað með svona stórum og góðum leikmanni. Algjör draumur að spila með honum. Hann sá þig hvar sem er á vellinum. Stórkostlegt sko,“ sagði Hermann um sinna eina leik með Pétri. Þetta stórskemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Umræða um hinn magaða Pétur Guðmundsson Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Farið yfir magnaðan feril Pétur Guðmundssonar í Domino´s Körfuboltakvöldi á föstudag enda Pétur að fagna 62 árs afmæli sínu þann sama dag. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, opnaði umræðuna á því að Pétur væri einfaldlega besti körfuboltamaður Íslandssögunnar. „Það er mitt mat og að ég held allra sem sitja hér að þarna fari einn merkasti íþróttamaður Íslandssögunnar. Sem fór á efsta stig sinnar íþróttar og skein skært þar. Þið fylgdust með hans ferli,“ sagði Kjartan og gaf þeim Kristni Geir Friðikssyni og Hermanni Haukssyni orðið. „Ég horfði helling. Maður sá ekki eins marga leiki og maður vildi en maður sá þetta allt, upplifði og svo spilaði maður auðvitað á móti honum. Það sem hann gerði, fyrsti Evrópumaður inn í NBA-deildina, var í mínu uppáhalds liði. Þetta er magnað afrek. Hann var alveg póstur í því liði. Maður var helvíti fúll þegar honum var skipt,“ sagði Kristinn um þennan magnaða íþróttamann. Ferill Péturs er nokkuð magnaður en eftir að hafa leikið með Washington Huskies í bandaríska háskólaboltanum kemur hann til Íslands, fer svo til River Plate í Argentínu og endar í nýliðavali NBA-deildarinnar árið 1981 þar sem Portland Trail Blazers völdu hann. Pétur var þó aðeins ár í herbúðum þeirra áður en hann fór á smá flakk. Árið 1986 gekk hann svo í raðir Los Angeles Lakers eftir að hafa leikið með Sunderland Maestros og Tampa Bay Thrillers árin þar á undan. Eftir aðeins ár hjá Lakers fór hann til San Antonio Spurs og lék þar til ársins 1989. Var það reyndar svo að Pétur hafði fengið tveggja ára samning hjá Lakers en vegna bakmeiðsla var hann látinn fara. Spurs tóku hann, leyfðu honum að jafna sig og spila sig inn í liðið. Sjá má að Pétur lék í treyju 34 hjá Lakers en sú treyja er í dag tengdan við annan goðsagnakenndan miðherja félagsins. „Hann er tveir og átjan, með frábært skot. Allar hreyfingar, þessar grunn-stóru manns hreyfingar inn í teig, las leikinn vel og var frábær sendingarmaður,“ sögðu Kiddi og Hemmi saman um þennan magnaða leikmann. „Ég var það heppinn að ná að spila einn landsleik með honum. Ég hafði aldrei spilað með svona stórum og góðum leikmanni. Algjör draumur að spila með honum. Hann sá þig hvar sem er á vellinum. Stórkostlegt sko,“ sagði Hermann um sinna eina leik með Pétri. Þetta stórskemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Umræða um hinn magaða Pétur Guðmundsson
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum