Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2020 07:44 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningunum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. Forsetinn byrjaði á léttum nótum með því að segjast aldrei hafa haldið blaðamannafund svona seint. Trump hélt því næst ranglega fram að til stæði að stela af honum kosningasigri. Þær staðhæfingar halda ekki vatni, hvorki er rétt að hann hafi unnið kosningarnar né að verið sé að stela af honum kosningunum. Þó forsetinn væri sigurreifur virtist hann reiður á köflum og krafðist þess að atkvæðagreiðslu yrði nú hætt. Þó er það svo að hvergi er enn verið að greiða atkvæði. Talning stendur yfir en Trump sagði að nú væri verið að reyna að hafa af honum sigurinn án þess að færa nokkur rök fyrir þeim orðum sínum. Í Pennsylvaníu á til að mynda eftir að telja um 1,4 milljón atkvæði, hið minnsta. Þar er að að mestu um að ræða póstatkvæði en fastlega er gert ráð fyrir því að Biden hafi hlotið fleiri slík en Trump. Alvanalegt er að atkvæði séu talin eftir kosninganótt. Í sumum ríkjum er ekki hægt að staðfesta niðurstöður kosninga endanlega fyrr en nokkrum dögum, jafnvel vikum, eftir kjördag. Sjá einnig: Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Trump staðhæfði að hann hafi sigrað í Georgíu, sem er ekki rétt. Þar er enn verið að telja atkvæði og er mjótt á munum. Trump sagðist einnig vera að vinna í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Þó er það svo að ekki er enn hægt að segja til um með nokkurri vissu hver hafði sigur í þessum fjórum fylkjum og er enn verið að telja þar atkvæði. Sjá einnig: Enn enginn sigurvegari og Biden þarf að treysta á „bláa vegginn“ Forsetinn lauk máli sínu á því að segja kosningarnar skammarlegar fyrir Bandaríkin og að verið væri að svindla á fólkinu. Því næst lýsti hann yfir sigri og sagði að hann myndi leita til Hæstaréttar Bandaríkjanna og fara fram á það að talningu atkvæða yrði hætt. "This is a fraud on the American public, this is an embarrassment to our country"Donald Trump claims "frankly, we did win this election" as votes are still being counted in some key swing states.Follow the results live https://t.co/y96hHDNWPq pic.twitter.com/nuRpuL9s9i— SkyNews (@SkyNews) November 4, 2020 Hér að neðan má sjá vakt Vísis þar sem fylgst var með þróun mála í alla nótt.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningunum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. Forsetinn byrjaði á léttum nótum með því að segjast aldrei hafa haldið blaðamannafund svona seint. Trump hélt því næst ranglega fram að til stæði að stela af honum kosningasigri. Þær staðhæfingar halda ekki vatni, hvorki er rétt að hann hafi unnið kosningarnar né að verið sé að stela af honum kosningunum. Þó forsetinn væri sigurreifur virtist hann reiður á köflum og krafðist þess að atkvæðagreiðslu yrði nú hætt. Þó er það svo að hvergi er enn verið að greiða atkvæði. Talning stendur yfir en Trump sagði að nú væri verið að reyna að hafa af honum sigurinn án þess að færa nokkur rök fyrir þeim orðum sínum. Í Pennsylvaníu á til að mynda eftir að telja um 1,4 milljón atkvæði, hið minnsta. Þar er að að mestu um að ræða póstatkvæði en fastlega er gert ráð fyrir því að Biden hafi hlotið fleiri slík en Trump. Alvanalegt er að atkvæði séu talin eftir kosninganótt. Í sumum ríkjum er ekki hægt að staðfesta niðurstöður kosninga endanlega fyrr en nokkrum dögum, jafnvel vikum, eftir kjördag. Sjá einnig: Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Trump staðhæfði að hann hafi sigrað í Georgíu, sem er ekki rétt. Þar er enn verið að telja atkvæði og er mjótt á munum. Trump sagðist einnig vera að vinna í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Þó er það svo að ekki er enn hægt að segja til um með nokkurri vissu hver hafði sigur í þessum fjórum fylkjum og er enn verið að telja þar atkvæði. Sjá einnig: Enn enginn sigurvegari og Biden þarf að treysta á „bláa vegginn“ Forsetinn lauk máli sínu á því að segja kosningarnar skammarlegar fyrir Bandaríkin og að verið væri að svindla á fólkinu. Því næst lýsti hann yfir sigri og sagði að hann myndi leita til Hæstaréttar Bandaríkjanna og fara fram á það að talningu atkvæða yrði hætt. "This is a fraud on the American public, this is an embarrassment to our country"Donald Trump claims "frankly, we did win this election" as votes are still being counted in some key swing states.Follow the results live https://t.co/y96hHDNWPq pic.twitter.com/nuRpuL9s9i— SkyNews (@SkyNews) November 4, 2020 Hér að neðan má sjá vakt Vísis þar sem fylgst var með þróun mála í alla nótt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Kjördagur með rólegasta móti þvert á spár um átök og ringulreið Kjördagur í Bandaríkjunum gekk í langflestum tilfellum vel fyrir sig, þvert á spár um að komið gæti til átaka og ringulreiðar á kjörstöðum. 4. nóvember 2020 07:29 Vaktin: Örlagadagur í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn hafa gengið að kjörborðinu og greitt atkvæði sín. Enn er þó óljóst hvort Repúblikaninn og sitjandi forsetinn Donald Trump mun halda embættinu eða Demókratanum og fyrrverandi varaforsetanum Joe Biden takist að snúa aftur á kunnuglegar slóðir. 3. nóvember 2020 10:45 Svona ætlar Twitter að bregðast við ótímabærum siguryfirlýsingum Samfélagsmiðilinn Twitter hefur greint frá því hvernig brugðist verður við því muni einhver frambjóðandi í forseta- og þingkosningunum í Bandaríkin lýsa yfir sigri áður en skýrar niðurstöður þess efnis liggi fyrir. 3. nóvember 2020 13:53 Fullyrða að Trump muni lýsa yfir sigri áður en úrslit liggja fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa fullyrt við sína nánustu bandamenn að hann ætli sér að lýsa yfir sigri á þriðjudag ef útlit verður fyrir að hann sé með forskot. 1. nóvember 2020 23:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Sjá meira
Kjördagur með rólegasta móti þvert á spár um átök og ringulreið Kjördagur í Bandaríkjunum gekk í langflestum tilfellum vel fyrir sig, þvert á spár um að komið gæti til átaka og ringulreiðar á kjörstöðum. 4. nóvember 2020 07:29
Vaktin: Örlagadagur í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn hafa gengið að kjörborðinu og greitt atkvæði sín. Enn er þó óljóst hvort Repúblikaninn og sitjandi forsetinn Donald Trump mun halda embættinu eða Demókratanum og fyrrverandi varaforsetanum Joe Biden takist að snúa aftur á kunnuglegar slóðir. 3. nóvember 2020 10:45
Svona ætlar Twitter að bregðast við ótímabærum siguryfirlýsingum Samfélagsmiðilinn Twitter hefur greint frá því hvernig brugðist verður við því muni einhver frambjóðandi í forseta- og þingkosningunum í Bandaríkin lýsa yfir sigri áður en skýrar niðurstöður þess efnis liggi fyrir. 3. nóvember 2020 13:53
Fullyrða að Trump muni lýsa yfir sigri áður en úrslit liggja fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa fullyrt við sína nánustu bandamenn að hann ætli sér að lýsa yfir sigri á þriðjudag ef útlit verður fyrir að hann sé með forskot. 1. nóvember 2020 23:00