Covid-19 smit á sambýli fyrir konur með heilabilun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2020 14:42 Frá Foldabæ í Grafarvogi. Úrræðið hefur verið starfrækt í 24 ár. Reykjavíkurborg Einn starfsmaður og einn íbúi á Foldabæ, sem er sambýli fyrir konur með heilabilun, hafa greinst með Covid-19. Sjö starfsmenn velferðarsviðs og allir íbúar heimilisins eru í sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að einn starfsmaður í Foldabæ, sem er herbergjasambýli fyrir konur með heilabilun, hafi greinst með Covid-19 í síðustu viku. „Þegar upp komst um smitið var tekin ákvörðun um að taka sýni úr öllum konunum sem búa í Foldabæ, þrátt fyrir að þær væru allar einkennalausar. Úr þeirri sýnatöku kom í ljós að ein kvennanna var með Covid-19 og var hún flutt á Landspítalann. Hún hefur enn lítil einkenni og sömu sögu er að segja af starfsmanninum sem er í einangrun heimafyrir.“ Foldabær er opið herbergjasambýli og konurnar sem þar búa eru í miklu návígi hver við aðra. „Þær borða saman og verja bróðurparti dagsins saman við ýmsa afþreyingu. Þar sem þær eru allar með heilabilun er ekki hægt að einangra þær hverja frá annarri og koma í veg fyrir að þær eigi í samskiptum sín á milli. Þær eru því allar í sóttkví og heimilið meðhöndlað líkt og þær hafi allar smitast. Starfsmenn sinna þeim í fullum skrúða – með hanska, grímur og í hlífðarbúningi.“ Jórunn Frímannsdóttir, forstöðukona hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða sem Foldabær tilheyrir, segir að nauðsynlegt hafi verið að bregðast hratt við með markvissum aðgerðum, þegar ljóst var að smit hefði komið upp í Foldabæ. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Kerfið allt brást hratt við og strax á mánudag vorum við komin með gáma fyrir utan húsið með starfsmannaaðstöðu, þar sem er salerni og sturta.“ Hún segir konunum í Foldabæ líða ágætlega, þó þær séu sumar hverjar hissa á viðbúnaðinum og eigi erfitt með að skilja hvers vegna starfsfólk sé klætt í búninga. Allt kapp sé lagt á að þeim líði sem best við þessar aðstæður. Þá sé áhersla lögð á að halda aðstandendum upplýstum. Hringt hafi verið í aðstandendur allra íbúa strax á mánudagsmorgun og síðan þá séu daglegir upplýsingapóstar sendir út. Þá séu upplýsingar og myndir settar reglulega inn á lokaða síðu fyrir aðstandendur. Það sé nauðsynlegt því aðstandendum þyki mörgum hverjum erfitt að fá ekki að koma í heimsókn. Jórunn er afar þakklát hjúkrunarstjóra Droplaugarstaða sem og starfsfólki Foldabæjar sem hefur lagt mikið á sig. „Ég tek ofan fyrir starfsfólkinu í Foldabæ sem leggur það á sig að vinna við svona flóknar aðstæður. Hjúkrunarstjóri Droplaugarstaða hefur staðið eins og klettur í þessu með mér og okkur hefur gengið vel að manna vaktir. Það er svo mikils virði að finna hvað margir eru tilbúnir að stíga inn og aðstoða þegar á reynir.“ Tveir starfsmanna í Foldabæ losna úr sóttkví í dag eða á morgun, reynist sýni úr þeim neikvæð. Á sunnudag fara aðrir starfsmenn og konurnar í Foldabæ aftur í sýnatöku og eru því laus úr sóttkví, greinist ekkert þeirra með smit þá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Einn starfsmaður og einn íbúi á Foldabæ, sem er sambýli fyrir konur með heilabilun, hafa greinst með Covid-19. Sjö starfsmenn velferðarsviðs og allir íbúar heimilisins eru í sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að einn starfsmaður í Foldabæ, sem er herbergjasambýli fyrir konur með heilabilun, hafi greinst með Covid-19 í síðustu viku. „Þegar upp komst um smitið var tekin ákvörðun um að taka sýni úr öllum konunum sem búa í Foldabæ, þrátt fyrir að þær væru allar einkennalausar. Úr þeirri sýnatöku kom í ljós að ein kvennanna var með Covid-19 og var hún flutt á Landspítalann. Hún hefur enn lítil einkenni og sömu sögu er að segja af starfsmanninum sem er í einangrun heimafyrir.“ Foldabær er opið herbergjasambýli og konurnar sem þar búa eru í miklu návígi hver við aðra. „Þær borða saman og verja bróðurparti dagsins saman við ýmsa afþreyingu. Þar sem þær eru allar með heilabilun er ekki hægt að einangra þær hverja frá annarri og koma í veg fyrir að þær eigi í samskiptum sín á milli. Þær eru því allar í sóttkví og heimilið meðhöndlað líkt og þær hafi allar smitast. Starfsmenn sinna þeim í fullum skrúða – með hanska, grímur og í hlífðarbúningi.“ Jórunn Frímannsdóttir, forstöðukona hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða sem Foldabær tilheyrir, segir að nauðsynlegt hafi verið að bregðast hratt við með markvissum aðgerðum, þegar ljóst var að smit hefði komið upp í Foldabæ. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Kerfið allt brást hratt við og strax á mánudag vorum við komin með gáma fyrir utan húsið með starfsmannaaðstöðu, þar sem er salerni og sturta.“ Hún segir konunum í Foldabæ líða ágætlega, þó þær séu sumar hverjar hissa á viðbúnaðinum og eigi erfitt með að skilja hvers vegna starfsfólk sé klætt í búninga. Allt kapp sé lagt á að þeim líði sem best við þessar aðstæður. Þá sé áhersla lögð á að halda aðstandendum upplýstum. Hringt hafi verið í aðstandendur allra íbúa strax á mánudagsmorgun og síðan þá séu daglegir upplýsingapóstar sendir út. Þá séu upplýsingar og myndir settar reglulega inn á lokaða síðu fyrir aðstandendur. Það sé nauðsynlegt því aðstandendum þyki mörgum hverjum erfitt að fá ekki að koma í heimsókn. Jórunn er afar þakklát hjúkrunarstjóra Droplaugarstaða sem og starfsfólki Foldabæjar sem hefur lagt mikið á sig. „Ég tek ofan fyrir starfsfólkinu í Foldabæ sem leggur það á sig að vinna við svona flóknar aðstæður. Hjúkrunarstjóri Droplaugarstaða hefur staðið eins og klettur í þessu með mér og okkur hefur gengið vel að manna vaktir. Það er svo mikils virði að finna hvað margir eru tilbúnir að stíga inn og aðstoða þegar á reynir.“ Tveir starfsmanna í Foldabæ losna úr sóttkví í dag eða á morgun, reynist sýni úr þeim neikvæð. Á sunnudag fara aðrir starfsmenn og konurnar í Foldabæ aftur í sýnatöku og eru því laus úr sóttkví, greinist ekkert þeirra með smit þá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira