Utanríkisráðherra segir Íslendinga ráða umfangi hernaðarstarfsemi í landinu Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2020 19:37 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir miklar breytingar hafa átt sér stað varðandi varnarviðbúnað ríkja á norðurslóðum undanfarin ár og þannig séu sveitir NATO ríkja nánast daglega á Íslandi. Ísland sé í varnarsamstarfi við Bandaríkin og aðili að NATO þar sem umfang varnar- og öryggsstarfsemi hafi aukist. Utanríkisráðherra segir þetta eiga við um flest evrópuríki. Svíar hafi til að mynda ákveðið að auka útgjöld til hernaðarmála um 40 prósent á næstu fimm árum. Þau hafi þá aukist um 80% á tíu árum. Hins vegar hafi hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli eða nýja flotastoð á Austfjörðum sem Robert Burke yfirmaður bandarískra hersveita í Evrópu kastaði á loft í síðustu viku ekki verið ræddar við íslensk stjórnvöld. „Eins og hann svosem nefnir sjálfur að þetta séu einhverjar óformlegar hugmyndir sem hann hafi verið að velta upp. Það er ekki hægt að leggja neitt út frá því enda er ekkert sem bendir til að slíkar hugmyndir séu að koma fram,“ segir Guðlauguar Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Ertu sammála forsætisráðherra um að ef ætti að vera eðlisbreyting á viðveru Bandaríkjamanna hér og kannski flotaaðstöðu, yrði það ákvörðun sem Alþingi yrði að taka? „Það liggur alveg fyrir að það er ekkert gert í þessum málum nema við Íslendingar tökum ákvörðun um það,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Varnarmál Utanríkismál Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Katrín segir nýja herstöð ekki koma til greina Forsætisráðherra segir hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi og eða nýja herstöð á Austurlandi ekki hafa verið ámálgaðar við íslensk stjórnvöld. Þær komi heldur ekki til greina að hennar hálfu og þyrfti að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi kæmu þær formlega fram. 3. nóvember 2020 19:21 Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir miklar breytingar hafa átt sér stað varðandi varnarviðbúnað ríkja á norðurslóðum undanfarin ár og þannig séu sveitir NATO ríkja nánast daglega á Íslandi. Ísland sé í varnarsamstarfi við Bandaríkin og aðili að NATO þar sem umfang varnar- og öryggsstarfsemi hafi aukist. Utanríkisráðherra segir þetta eiga við um flest evrópuríki. Svíar hafi til að mynda ákveðið að auka útgjöld til hernaðarmála um 40 prósent á næstu fimm árum. Þau hafi þá aukist um 80% á tíu árum. Hins vegar hafi hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli eða nýja flotastoð á Austfjörðum sem Robert Burke yfirmaður bandarískra hersveita í Evrópu kastaði á loft í síðustu viku ekki verið ræddar við íslensk stjórnvöld. „Eins og hann svosem nefnir sjálfur að þetta séu einhverjar óformlegar hugmyndir sem hann hafi verið að velta upp. Það er ekki hægt að leggja neitt út frá því enda er ekkert sem bendir til að slíkar hugmyndir séu að koma fram,“ segir Guðlauguar Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Ertu sammála forsætisráðherra um að ef ætti að vera eðlisbreyting á viðveru Bandaríkjamanna hér og kannski flotaaðstöðu, yrði það ákvörðun sem Alþingi yrði að taka? „Það liggur alveg fyrir að það er ekkert gert í þessum málum nema við Íslendingar tökum ákvörðun um það,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Varnarmál Utanríkismál Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Katrín segir nýja herstöð ekki koma til greina Forsætisráðherra segir hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi og eða nýja herstöð á Austurlandi ekki hafa verið ámálgaðar við íslensk stjórnvöld. Þær komi heldur ekki til greina að hennar hálfu og þyrfti að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi kæmu þær formlega fram. 3. nóvember 2020 19:21 Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Katrín segir nýja herstöð ekki koma til greina Forsætisráðherra segir hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi og eða nýja herstöð á Austurlandi ekki hafa verið ámálgaðar við íslensk stjórnvöld. Þær komi heldur ekki til greina að hennar hálfu og þyrfti að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi kæmu þær formlega fram. 3. nóvember 2020 19:21
Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06