Heiða Björg Hilmisdóttir endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 7. nóvember 2020 10:40 Heiða Björg Hilmisdóttir var í dag endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins. Samfylkingin Heiða Björg Hilmisdóttir var á ellefta tímanum endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar. Helga Vala Helgadóttir þingmaður var í framboði gegn Heiðu. 889 greiddu atkvæði í kosningunni og var 94 prósent kjörsókn. Fjórir skiluðu auðu, Heiða Björg hlaut 534 atkvæði, eða 60%, og Helga Vala 351 eða 40 prósent atkvæða. Heiða Björg segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi. „Ég var farin að gera mér vonir um það að ég myndi vinna þetta þar sem ég fann mjög góðan meðbyr en Helga Vala var líka öflug og átti góðan séns,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sanfylkingarinnar. Eru áherslubreytingar í vændum hjá þér í ljósi endurkjörs? „Framundan eru mikilvægir tímar hjá Samfylkingunni. Það er helsta breytingin. Við erum að móta stefnu og hópa okkur saman þannig að við gerum unnið kosningar og komist inn í stjórnarráðið,“ sagði Heiða Björg. Heiða sagði í þakkarræðu sinni að síðustu þrjú ár, frá því hún var kjörin varaformaður flokksins, hafi verið krefjandi, skemmtileg og ánægjuleg. Mikið hafi gengið á og Samfylkingarfólk hafi sameinast um að byggja flokkinn upp á ný. „Ég er hrærð og glöð yfir því að fá að fylgja eftir jafnaðarstefnunni ásamt Loga Einarssyni og vera í fararbroddi fyrir okkar mikilvægu hreyfingu, því hún er alltaf mikilvæg og hefur verið það en kannski sérstaklega núna þegar við horfum fram á þessa krepputíma, hamfarahlýnun, fátækt og aðrar áskoranir sem við þekkjum að jafnaðarstefnan hefur svör við,“ sagði Heiða. Hún segir styrk að í forystu flokksins séu fulltrúar frá þingi og borgarstjórn. „Mér finnst það gefa okkur breidd í forystuna að vera að vinna á sitthvorum staðnum. Við erum ólíkir einstaklingar með ólík áhugamál og ég held að fólk hafi mögulega metið það sem styrk líka að hafa þessa breidd í forystunni,“ sagði Heiða. Hvað þarf flokkurinn að gera til að tryggja sigur í næstu alþingiskosningum? „Flokkurinn þarf fyrst og fremst að sameinast um stefnuna og sameinast um þá frambjóðendur sem við munum bjóða fram. Það er það mikilvægasta finnst mér. Að við séum samhent og samtaka. Skerpum á okkar stefnumálum og tölum fyrir þeim hvar sem við komum,“ sagði Heiða. Hægt er að fylgjast með landsfundinum hér. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Landsfundur Samfylkingarinnar fer nú fram en hann hófst í gær og heldur áfram í dag. Flokkurinn vonast til þess að fundurinn verði „hressilegur upptaktur fyrir kosningar.“ 7. nóvember 2020 10:27 Logi endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar Logi Már Einarsson var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á rafrænum landsfundi flokksins í kvöld. 6. nóvember 2020 18:16 Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Samfylkingin heldur landsfund sinn í dag og á morgun. Hægt er að horfa á beina útsendingu hér á Vísi en formannskjör fer fram í dag. 6. nóvember 2020 15:50 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir var á ellefta tímanum endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar. Helga Vala Helgadóttir þingmaður var í framboði gegn Heiðu. 889 greiddu atkvæði í kosningunni og var 94 prósent kjörsókn. Fjórir skiluðu auðu, Heiða Björg hlaut 534 atkvæði, eða 60%, og Helga Vala 351 eða 40 prósent atkvæða. Heiða Björg segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi. „Ég var farin að gera mér vonir um það að ég myndi vinna þetta þar sem ég fann mjög góðan meðbyr en Helga Vala var líka öflug og átti góðan séns,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sanfylkingarinnar. Eru áherslubreytingar í vændum hjá þér í ljósi endurkjörs? „Framundan eru mikilvægir tímar hjá Samfylkingunni. Það er helsta breytingin. Við erum að móta stefnu og hópa okkur saman þannig að við gerum unnið kosningar og komist inn í stjórnarráðið,“ sagði Heiða Björg. Heiða sagði í þakkarræðu sinni að síðustu þrjú ár, frá því hún var kjörin varaformaður flokksins, hafi verið krefjandi, skemmtileg og ánægjuleg. Mikið hafi gengið á og Samfylkingarfólk hafi sameinast um að byggja flokkinn upp á ný. „Ég er hrærð og glöð yfir því að fá að fylgja eftir jafnaðarstefnunni ásamt Loga Einarssyni og vera í fararbroddi fyrir okkar mikilvægu hreyfingu, því hún er alltaf mikilvæg og hefur verið það en kannski sérstaklega núna þegar við horfum fram á þessa krepputíma, hamfarahlýnun, fátækt og aðrar áskoranir sem við þekkjum að jafnaðarstefnan hefur svör við,“ sagði Heiða. Hún segir styrk að í forystu flokksins séu fulltrúar frá þingi og borgarstjórn. „Mér finnst það gefa okkur breidd í forystuna að vera að vinna á sitthvorum staðnum. Við erum ólíkir einstaklingar með ólík áhugamál og ég held að fólk hafi mögulega metið það sem styrk líka að hafa þessa breidd í forystunni,“ sagði Heiða. Hvað þarf flokkurinn að gera til að tryggja sigur í næstu alþingiskosningum? „Flokkurinn þarf fyrst og fremst að sameinast um stefnuna og sameinast um þá frambjóðendur sem við munum bjóða fram. Það er það mikilvægasta finnst mér. Að við séum samhent og samtaka. Skerpum á okkar stefnumálum og tölum fyrir þeim hvar sem við komum,“ sagði Heiða. Hægt er að fylgjast með landsfundinum hér.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Landsfundur Samfylkingarinnar fer nú fram en hann hófst í gær og heldur áfram í dag. Flokkurinn vonast til þess að fundurinn verði „hressilegur upptaktur fyrir kosningar.“ 7. nóvember 2020 10:27 Logi endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar Logi Már Einarsson var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á rafrænum landsfundi flokksins í kvöld. 6. nóvember 2020 18:16 Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Samfylkingin heldur landsfund sinn í dag og á morgun. Hægt er að horfa á beina útsendingu hér á Vísi en formannskjör fer fram í dag. 6. nóvember 2020 15:50 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Landsfundur Samfylkingarinnar fer nú fram en hann hófst í gær og heldur áfram í dag. Flokkurinn vonast til þess að fundurinn verði „hressilegur upptaktur fyrir kosningar.“ 7. nóvember 2020 10:27
Logi endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar Logi Már Einarsson var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á rafrænum landsfundi flokksins í kvöld. 6. nóvember 2020 18:16
Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Samfylkingin heldur landsfund sinn í dag og á morgun. Hægt er að horfa á beina útsendingu hér á Vísi en formannskjör fer fram í dag. 6. nóvember 2020 15:50