Heiða Björg Hilmisdóttir endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 7. nóvember 2020 10:40 Heiða Björg Hilmisdóttir var í dag endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins. Samfylkingin Heiða Björg Hilmisdóttir var á ellefta tímanum endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar. Helga Vala Helgadóttir þingmaður var í framboði gegn Heiðu. 889 greiddu atkvæði í kosningunni og var 94 prósent kjörsókn. Fjórir skiluðu auðu, Heiða Björg hlaut 534 atkvæði, eða 60%, og Helga Vala 351 eða 40 prósent atkvæða. Heiða Björg segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi. „Ég var farin að gera mér vonir um það að ég myndi vinna þetta þar sem ég fann mjög góðan meðbyr en Helga Vala var líka öflug og átti góðan séns,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sanfylkingarinnar. Eru áherslubreytingar í vændum hjá þér í ljósi endurkjörs? „Framundan eru mikilvægir tímar hjá Samfylkingunni. Það er helsta breytingin. Við erum að móta stefnu og hópa okkur saman þannig að við gerum unnið kosningar og komist inn í stjórnarráðið,“ sagði Heiða Björg. Heiða sagði í þakkarræðu sinni að síðustu þrjú ár, frá því hún var kjörin varaformaður flokksins, hafi verið krefjandi, skemmtileg og ánægjuleg. Mikið hafi gengið á og Samfylkingarfólk hafi sameinast um að byggja flokkinn upp á ný. „Ég er hrærð og glöð yfir því að fá að fylgja eftir jafnaðarstefnunni ásamt Loga Einarssyni og vera í fararbroddi fyrir okkar mikilvægu hreyfingu, því hún er alltaf mikilvæg og hefur verið það en kannski sérstaklega núna þegar við horfum fram á þessa krepputíma, hamfarahlýnun, fátækt og aðrar áskoranir sem við þekkjum að jafnaðarstefnan hefur svör við,“ sagði Heiða. Hún segir styrk að í forystu flokksins séu fulltrúar frá þingi og borgarstjórn. „Mér finnst það gefa okkur breidd í forystuna að vera að vinna á sitthvorum staðnum. Við erum ólíkir einstaklingar með ólík áhugamál og ég held að fólk hafi mögulega metið það sem styrk líka að hafa þessa breidd í forystunni,“ sagði Heiða. Hvað þarf flokkurinn að gera til að tryggja sigur í næstu alþingiskosningum? „Flokkurinn þarf fyrst og fremst að sameinast um stefnuna og sameinast um þá frambjóðendur sem við munum bjóða fram. Það er það mikilvægasta finnst mér. Að við séum samhent og samtaka. Skerpum á okkar stefnumálum og tölum fyrir þeim hvar sem við komum,“ sagði Heiða. Hægt er að fylgjast með landsfundinum hér. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Landsfundur Samfylkingarinnar fer nú fram en hann hófst í gær og heldur áfram í dag. Flokkurinn vonast til þess að fundurinn verði „hressilegur upptaktur fyrir kosningar.“ 7. nóvember 2020 10:27 Logi endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar Logi Már Einarsson var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á rafrænum landsfundi flokksins í kvöld. 6. nóvember 2020 18:16 Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Samfylkingin heldur landsfund sinn í dag og á morgun. Hægt er að horfa á beina útsendingu hér á Vísi en formannskjör fer fram í dag. 6. nóvember 2020 15:50 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir var á ellefta tímanum endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar. Helga Vala Helgadóttir þingmaður var í framboði gegn Heiðu. 889 greiddu atkvæði í kosningunni og var 94 prósent kjörsókn. Fjórir skiluðu auðu, Heiða Björg hlaut 534 atkvæði, eða 60%, og Helga Vala 351 eða 40 prósent atkvæða. Heiða Björg segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi. „Ég var farin að gera mér vonir um það að ég myndi vinna þetta þar sem ég fann mjög góðan meðbyr en Helga Vala var líka öflug og átti góðan séns,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sanfylkingarinnar. Eru áherslubreytingar í vændum hjá þér í ljósi endurkjörs? „Framundan eru mikilvægir tímar hjá Samfylkingunni. Það er helsta breytingin. Við erum að móta stefnu og hópa okkur saman þannig að við gerum unnið kosningar og komist inn í stjórnarráðið,“ sagði Heiða Björg. Heiða sagði í þakkarræðu sinni að síðustu þrjú ár, frá því hún var kjörin varaformaður flokksins, hafi verið krefjandi, skemmtileg og ánægjuleg. Mikið hafi gengið á og Samfylkingarfólk hafi sameinast um að byggja flokkinn upp á ný. „Ég er hrærð og glöð yfir því að fá að fylgja eftir jafnaðarstefnunni ásamt Loga Einarssyni og vera í fararbroddi fyrir okkar mikilvægu hreyfingu, því hún er alltaf mikilvæg og hefur verið það en kannski sérstaklega núna þegar við horfum fram á þessa krepputíma, hamfarahlýnun, fátækt og aðrar áskoranir sem við þekkjum að jafnaðarstefnan hefur svör við,“ sagði Heiða. Hún segir styrk að í forystu flokksins séu fulltrúar frá þingi og borgarstjórn. „Mér finnst það gefa okkur breidd í forystuna að vera að vinna á sitthvorum staðnum. Við erum ólíkir einstaklingar með ólík áhugamál og ég held að fólk hafi mögulega metið það sem styrk líka að hafa þessa breidd í forystunni,“ sagði Heiða. Hvað þarf flokkurinn að gera til að tryggja sigur í næstu alþingiskosningum? „Flokkurinn þarf fyrst og fremst að sameinast um stefnuna og sameinast um þá frambjóðendur sem við munum bjóða fram. Það er það mikilvægasta finnst mér. Að við séum samhent og samtaka. Skerpum á okkar stefnumálum og tölum fyrir þeim hvar sem við komum,“ sagði Heiða. Hægt er að fylgjast með landsfundinum hér.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Landsfundur Samfylkingarinnar fer nú fram en hann hófst í gær og heldur áfram í dag. Flokkurinn vonast til þess að fundurinn verði „hressilegur upptaktur fyrir kosningar.“ 7. nóvember 2020 10:27 Logi endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar Logi Már Einarsson var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á rafrænum landsfundi flokksins í kvöld. 6. nóvember 2020 18:16 Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Samfylkingin heldur landsfund sinn í dag og á morgun. Hægt er að horfa á beina útsendingu hér á Vísi en formannskjör fer fram í dag. 6. nóvember 2020 15:50 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Landsfundur Samfylkingarinnar fer nú fram en hann hófst í gær og heldur áfram í dag. Flokkurinn vonast til þess að fundurinn verði „hressilegur upptaktur fyrir kosningar.“ 7. nóvember 2020 10:27
Logi endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar Logi Már Einarsson var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á rafrænum landsfundi flokksins í kvöld. 6. nóvember 2020 18:16
Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Samfylkingin heldur landsfund sinn í dag og á morgun. Hægt er að horfa á beina útsendingu hér á Vísi en formannskjör fer fram í dag. 6. nóvember 2020 15:50