Sendiherrann baðst undan viðtali um niðurstöðu kosninganna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 19:42 Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, er ötull stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna. „Þar til yfirstandandi deilur um kosningarnar eru leystar er ekki viðeigandi að við tjáum okkur frekar um þær,“ segir Patrick Geraghty, talsmaður Bandaríska sendiráðsins hér á landi í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir aðaláherslu sendiráðsins að tryggja heilindi framvindu kosninganna þannig að þegar öll atkvæði hafa verið talin hafi þjóðin með sanngirni, friðsamlega og lýðræðislega kjörið fulltrúa sína. Fréttastofa sendi fyrirspurn til sendiráðsins í gær og bað um viðtal við Jeffrey Ross Gunter sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í ljósi niðurstöðu nýafstaðinna kosninga. Sendiherrann baðst undan því. Í svari Geraghty segir að eftir að öllu kosningaferlinu er lokið muni sendiráðið halda áfram að vinna að farsælu og góðu sambandi Bandaríkjanna og Íslands. Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018. Bandaríkjaþing staðfesti tilnefninguna í maí 2019. Gunter er mikill stuðningsmaður forsetans en sjálfur var hann einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum. Gunter hefur verið duglegur að koma sér í sviðsljósið síðan hann tók við embætti sendiherra hér á landi. Síðast þann 31. október sakaði hann Fréttablaðið um falsfréttaflutning eftir frétt þeirra um kórónuveirusmit í sendiráðinu. Í sumar var hann harðlega gagnrýndur eftir að hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna.“ Íslendingar svöruðu honum á Twitter og sögðu hann meðal annars fábjána og rasista. Bandaríkjamenn á Íslandi söfnuðu í kjölfarið undirskriftum og hvöttu íslensk stjórnvöld til þess að vísa honum úr landi. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherrann sendir þakkarkveðju til Trump, Pence og Pompeo Jeffery Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að flutningar bandaríska sendiráðsins frá Laufásvegi yfir í nýtt húsnæði við Engjateig hefðu gengið snurðulaust fyrir sig. 31. október 2020 20:53 Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17 Auðvelda Trump að sætta sig við tap og tryggja hollustu stuðningsmanna Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna. 9. nóvember 2020 14:09 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna. „Þar til yfirstandandi deilur um kosningarnar eru leystar er ekki viðeigandi að við tjáum okkur frekar um þær,“ segir Patrick Geraghty, talsmaður Bandaríska sendiráðsins hér á landi í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir aðaláherslu sendiráðsins að tryggja heilindi framvindu kosninganna þannig að þegar öll atkvæði hafa verið talin hafi þjóðin með sanngirni, friðsamlega og lýðræðislega kjörið fulltrúa sína. Fréttastofa sendi fyrirspurn til sendiráðsins í gær og bað um viðtal við Jeffrey Ross Gunter sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í ljósi niðurstöðu nýafstaðinna kosninga. Sendiherrann baðst undan því. Í svari Geraghty segir að eftir að öllu kosningaferlinu er lokið muni sendiráðið halda áfram að vinna að farsælu og góðu sambandi Bandaríkjanna og Íslands. Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018. Bandaríkjaþing staðfesti tilnefninguna í maí 2019. Gunter er mikill stuðningsmaður forsetans en sjálfur var hann einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum. Gunter hefur verið duglegur að koma sér í sviðsljósið síðan hann tók við embætti sendiherra hér á landi. Síðast þann 31. október sakaði hann Fréttablaðið um falsfréttaflutning eftir frétt þeirra um kórónuveirusmit í sendiráðinu. Í sumar var hann harðlega gagnrýndur eftir að hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna.“ Íslendingar svöruðu honum á Twitter og sögðu hann meðal annars fábjána og rasista. Bandaríkjamenn á Íslandi söfnuðu í kjölfarið undirskriftum og hvöttu íslensk stjórnvöld til þess að vísa honum úr landi.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherrann sendir þakkarkveðju til Trump, Pence og Pompeo Jeffery Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að flutningar bandaríska sendiráðsins frá Laufásvegi yfir í nýtt húsnæði við Engjateig hefðu gengið snurðulaust fyrir sig. 31. október 2020 20:53 Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17 Auðvelda Trump að sætta sig við tap og tryggja hollustu stuðningsmanna Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna. 9. nóvember 2020 14:09 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Sendiherrann sendir þakkarkveðju til Trump, Pence og Pompeo Jeffery Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að flutningar bandaríska sendiráðsins frá Laufásvegi yfir í nýtt húsnæði við Engjateig hefðu gengið snurðulaust fyrir sig. 31. október 2020 20:53
Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17
Auðvelda Trump að sætta sig við tap og tryggja hollustu stuðningsmanna Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna. 9. nóvember 2020 14:09