Frístundakortið áfram greiðsla fyrir frístundaheimili Kolbrún Baldursdóttir skrifar 10. nóvember 2020 15:01 Þann 10. desember 2019 skipaði borgarstjóri starfshóp um endurskoðun á regluverki Frístundakortsins. Frístundakortið er styrkjakerfi Reykjavíkurborgar til þess að hvetja börn og ungmenni til þátttöku í íþróttum og annarri skipulagðri tómstundastarfsemi. Fulltrúi Flokks fólksins hefur verið með all nokkrar tillögur um breytingar á regluverki Frístundakortsins þ.m.t. að hætt skuli að nota það sem gjaldmiðil til að greiða frístundaheimili, móðurmálskennslu og þess í stað fái efnaminni foreldrar sérstakan styrk til að standa straum af kostnaði við það. Einnig hafa stífar reglur um notkun Kortsins verið gagnrýndar af fulltrúa Flokks fólksins í borgarstjórn. Til að nýta Frístundakortið hefur námskeið sem dæmi þurft að vara í minnst 10 vikur. Lengri námskeið eru venjulega dýrari en styttri og hafa margir foreldrar ekki efni á að borga mismuninn á milli Frístundastyrksins og kostnað námskeiðs. Notkun Frístundakortsins er misgóð eftir hverfum og hefur lengi verið lægst í hverfi 111. Það var því fagnaðarefni þegar starfshópurinn var skipaður og voru sumar tillögur Flokks fólksins vísað í hann til frekari skoðunar. Þess var vænst að tekið yrði á annmörkum Frístundakortsins. Starfshópur um endurskoðun á regluverki um Frístundakort hefur nú skilað fremur dapri niðurstöðu og ganga tillögur hópsins allar frekar skammt. Meðal niðurstaðna er að halda eigi áfram að nota Frístundakortið sem greiðslu upp í gjald frístundaheimilis í stað þess að styðja efnaminni foreldra með sérstöku frístundaheimilisstyrk. Eins og við vitum er dvöl barna á frístundaheimili í flestum tilfellum af nauðsyn, til þess að foreldrar geti unnið úti. Á meðan Frístundakortið er notað til að greiða frístundaheimili er það ekki nýtt í uppbyggilegt frístundastarf eins og upphaflegi tilgangur þess var. Megintilgangurinn var þátttaka í tómstundum óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Frístundakortið átti að auka jöfnu barna í samfélaginu til að sinna íþrótta-, lista og tómstundastarfi. Rökin fyrir þessu eru veik. Segir í skýrslu starfshópsins að ef heimild til að borga fyrir frístundaheimili með Frístundakortinu yrði afnumin er hætta á að foreldrar hefðu börnin sín eftirlitslaus heima. Fulltrúi Flokks fólksins finnst sem starfshópurinn hafi ekki mikla trú á foreldrum. Ekki skárri eru þau rök starfshópsins að „það sé ekkert tryggt að allir foreldrar/forráðamenn myndu nýta styrkinn í annað frístundastarf ef ekki væri hægt að nýta á frístundaheimili.“ Fulltrúi Flokks fólksins er hér einfaldlega orðlaus.Steininn tekur úr þegar segir í niðurstöðum að “Með því að nota styrkinn á frístundaheimili veit fólk af honum og er hugsanlega líklegra til að nýta hann áfram þegar börn hafa ekki lengur aldur til að sækja frístundaheimili“.Þetta er ekkert annað en rökleysa.Og loks eru það meginrökin og þau hafa að sjálfsögðu gera með kostnað en í skýrslunni segir: “Kostnaður við gjaldfrjálst frístundaheimili er mikill og ekki lagt til að fella niður aðild þeirra að Frístundakortinu að svo stöddu.”Beðið hefur verið lengi eftir skýrslu starfshópsins sem sögð er hafa tafist vegna COVID. Ekki er reyndar séð hvernig COVID hefði átt að tefja þessa vinnu þar sem fjarfundatæknin hefur verið við lýði frá því í mars. Óhætt er að segja að niðurstöður eru mikil vonbrigði. Flestar hugmyndir að breytingum þar á meðal tillögum Flokks fólksins á Frístundakortinu hlutu ekki náð fyrir augum starfshópsins utan kannski einnar. Ekki á lengur að fjármagna móðurmálskennslu barna með annað ríkisfang með Frístundastyrknum. Einnig er lagt til að stytta lágmarkslengd námskeiða úr 10 vikum í 8 vikur. Hér hefði mátt ganga lengra að mati fulltrúa Flokks fólksins, t.d. að hafa lágmarkslengd námskeiða 4 vikur. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað lagt til meiri sveigjanleika þegar kemur að regluverki Frístundakortsins t.d. að hægt sé að nýta það á sumarnámskeið. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Borgarstjórn Reykjavík Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 10. desember 2019 skipaði borgarstjóri starfshóp um endurskoðun á regluverki Frístundakortsins. Frístundakortið er styrkjakerfi Reykjavíkurborgar til þess að hvetja börn og ungmenni til þátttöku í íþróttum og annarri skipulagðri tómstundastarfsemi. Fulltrúi Flokks fólksins hefur verið með all nokkrar tillögur um breytingar á regluverki Frístundakortsins þ.m.t. að hætt skuli að nota það sem gjaldmiðil til að greiða frístundaheimili, móðurmálskennslu og þess í stað fái efnaminni foreldrar sérstakan styrk til að standa straum af kostnaði við það. Einnig hafa stífar reglur um notkun Kortsins verið gagnrýndar af fulltrúa Flokks fólksins í borgarstjórn. Til að nýta Frístundakortið hefur námskeið sem dæmi þurft að vara í minnst 10 vikur. Lengri námskeið eru venjulega dýrari en styttri og hafa margir foreldrar ekki efni á að borga mismuninn á milli Frístundastyrksins og kostnað námskeiðs. Notkun Frístundakortsins er misgóð eftir hverfum og hefur lengi verið lægst í hverfi 111. Það var því fagnaðarefni þegar starfshópurinn var skipaður og voru sumar tillögur Flokks fólksins vísað í hann til frekari skoðunar. Þess var vænst að tekið yrði á annmörkum Frístundakortsins. Starfshópur um endurskoðun á regluverki um Frístundakort hefur nú skilað fremur dapri niðurstöðu og ganga tillögur hópsins allar frekar skammt. Meðal niðurstaðna er að halda eigi áfram að nota Frístundakortið sem greiðslu upp í gjald frístundaheimilis í stað þess að styðja efnaminni foreldra með sérstöku frístundaheimilisstyrk. Eins og við vitum er dvöl barna á frístundaheimili í flestum tilfellum af nauðsyn, til þess að foreldrar geti unnið úti. Á meðan Frístundakortið er notað til að greiða frístundaheimili er það ekki nýtt í uppbyggilegt frístundastarf eins og upphaflegi tilgangur þess var. Megintilgangurinn var þátttaka í tómstundum óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Frístundakortið átti að auka jöfnu barna í samfélaginu til að sinna íþrótta-, lista og tómstundastarfi. Rökin fyrir þessu eru veik. Segir í skýrslu starfshópsins að ef heimild til að borga fyrir frístundaheimili með Frístundakortinu yrði afnumin er hætta á að foreldrar hefðu börnin sín eftirlitslaus heima. Fulltrúi Flokks fólksins finnst sem starfshópurinn hafi ekki mikla trú á foreldrum. Ekki skárri eru þau rök starfshópsins að „það sé ekkert tryggt að allir foreldrar/forráðamenn myndu nýta styrkinn í annað frístundastarf ef ekki væri hægt að nýta á frístundaheimili.“ Fulltrúi Flokks fólksins er hér einfaldlega orðlaus.Steininn tekur úr þegar segir í niðurstöðum að “Með því að nota styrkinn á frístundaheimili veit fólk af honum og er hugsanlega líklegra til að nýta hann áfram þegar börn hafa ekki lengur aldur til að sækja frístundaheimili“.Þetta er ekkert annað en rökleysa.Og loks eru það meginrökin og þau hafa að sjálfsögðu gera með kostnað en í skýrslunni segir: “Kostnaður við gjaldfrjálst frístundaheimili er mikill og ekki lagt til að fella niður aðild þeirra að Frístundakortinu að svo stöddu.”Beðið hefur verið lengi eftir skýrslu starfshópsins sem sögð er hafa tafist vegna COVID. Ekki er reyndar séð hvernig COVID hefði átt að tefja þessa vinnu þar sem fjarfundatæknin hefur verið við lýði frá því í mars. Óhætt er að segja að niðurstöður eru mikil vonbrigði. Flestar hugmyndir að breytingum þar á meðal tillögum Flokks fólksins á Frístundakortinu hlutu ekki náð fyrir augum starfshópsins utan kannski einnar. Ekki á lengur að fjármagna móðurmálskennslu barna með annað ríkisfang með Frístundastyrknum. Einnig er lagt til að stytta lágmarkslengd námskeiða úr 10 vikum í 8 vikur. Hér hefði mátt ganga lengra að mati fulltrúa Flokks fólksins, t.d. að hafa lágmarkslengd námskeiða 4 vikur. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað lagt til meiri sveigjanleika þegar kemur að regluverki Frístundakortsins t.d. að hægt sé að nýta það á sumarnámskeið. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun