Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2020 19:17 Pompeo ræddi við fréttamenn í utanríkisráðuneytinu í dag. Hann sagði þar að ný ríkisstjórn Trump tæki við í janúar þrátt fyrir að Joe Biden hefði unnið sigur í forsetakosningunum. AP/Jacquelyn Martin Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. Biden var lýstur sigurvegari í forsetakosningunum í fjölmiðlum á laugardag eftir að ljóst var að hann hefði unnið meirihluta kjörmanna í lykilríkjunum Pennsylvaníu og Nevada. Talning stendur enn yfir í nokkrum ríkjum og verða úrslit kosninganna ekki staðfest formlega strax. Trump forseti hefur neitað að viðurkenna úrslit kosninganna. Þess í stað heldur hann fram stoðlausum ásökunum um stórfelld kosningasvik sem hafi kostað hann öruggan sigur. Ýmsir leiðandi repúblikanar hafa tekið undir þær ásakanir og neitað að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum síðustu daga. Halda þeir því fram að kosningunum sé ekki lokið því Trump eigi enn eftir að láta reyna á úrslitin fyrir dómstólum. Engar vísbendingar eða sannanir hafa komið fram um stórfelld kosningasvik og nokkrum dómsmálum framboðs Trump hefur þegar verið vísað frá. Pompeo var spurður út hvort að tafir á að teymi Biden gæti hafist handa við undirbúning fyrir valdaskipti gætu haft skaðleg áhrif á þjóðaröryggi á fréttamannafundi í dag. „Það verða hnökralaus valdaskipti til nýrrar Trump-ríkisstjórnar,“ sagði utanríkisráðherrann þrátt fyrir að Trump hafi beðið ósigur í forsetakosningunum. .@SecPompeo: "There will be a smooth transition to a second Trump administration."Full video here: https://t.co/6Rou91HQxv pic.twitter.com/MU9Gp2QWnq— CSPAN (@cspan) November 10, 2020 Endurómaði Pompeo fullyrðingar Trump að aðeins mætti telja „lögleg atkvæði“. Benti hann á að árið 2000 hafi það tekið meira en 37 daga að fá niðurstöðu um endanlegan sigurvegara kosninganna. Þá munaði aftur á móti aðeins nokkur hundruð atkvæðum á George W. Bush, frambjóðanda repúblikana, og Al Gore, frambjóðanda demókrata, í Flórída. Í kosningunum nú er munurinn á Trump og Biden að líkindum hundruð þúsundir atkvæða í nokkrum ríkjum. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur í gegnum tíðina lagt áherslu á lýðræði á erlendri grundu og hvatt ráðamenn annars staðar til þess að viðurkenna úrslit lýðræðislega kosninga. Pompeo brást ergilega við spurningu um hvort að viðbrögð Trump-stjórnarinnar við ósigrinum græfi undan málflutningi ráðuneytisins erlendis. „Það er fáránleg spurning og þú ert fáránlegur fyrir að spyrja hennar,“ sagði ráðherrann byrstur. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. Biden var lýstur sigurvegari í forsetakosningunum í fjölmiðlum á laugardag eftir að ljóst var að hann hefði unnið meirihluta kjörmanna í lykilríkjunum Pennsylvaníu og Nevada. Talning stendur enn yfir í nokkrum ríkjum og verða úrslit kosninganna ekki staðfest formlega strax. Trump forseti hefur neitað að viðurkenna úrslit kosninganna. Þess í stað heldur hann fram stoðlausum ásökunum um stórfelld kosningasvik sem hafi kostað hann öruggan sigur. Ýmsir leiðandi repúblikanar hafa tekið undir þær ásakanir og neitað að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum síðustu daga. Halda þeir því fram að kosningunum sé ekki lokið því Trump eigi enn eftir að láta reyna á úrslitin fyrir dómstólum. Engar vísbendingar eða sannanir hafa komið fram um stórfelld kosningasvik og nokkrum dómsmálum framboðs Trump hefur þegar verið vísað frá. Pompeo var spurður út hvort að tafir á að teymi Biden gæti hafist handa við undirbúning fyrir valdaskipti gætu haft skaðleg áhrif á þjóðaröryggi á fréttamannafundi í dag. „Það verða hnökralaus valdaskipti til nýrrar Trump-ríkisstjórnar,“ sagði utanríkisráðherrann þrátt fyrir að Trump hafi beðið ósigur í forsetakosningunum. .@SecPompeo: "There will be a smooth transition to a second Trump administration."Full video here: https://t.co/6Rou91HQxv pic.twitter.com/MU9Gp2QWnq— CSPAN (@cspan) November 10, 2020 Endurómaði Pompeo fullyrðingar Trump að aðeins mætti telja „lögleg atkvæði“. Benti hann á að árið 2000 hafi það tekið meira en 37 daga að fá niðurstöðu um endanlegan sigurvegara kosninganna. Þá munaði aftur á móti aðeins nokkur hundruð atkvæðum á George W. Bush, frambjóðanda repúblikana, og Al Gore, frambjóðanda demókrata, í Flórída. Í kosningunum nú er munurinn á Trump og Biden að líkindum hundruð þúsundir atkvæða í nokkrum ríkjum. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur í gegnum tíðina lagt áherslu á lýðræði á erlendri grundu og hvatt ráðamenn annars staðar til þess að viðurkenna úrslit lýðræðislega kosninga. Pompeo brást ergilega við spurningu um hvort að viðbrögð Trump-stjórnarinnar við ósigrinum græfi undan málflutningi ráðuneytisins erlendis. „Það er fáránleg spurning og þú ert fáránlegur fyrir að spyrja hennar,“ sagði ráðherrann byrstur.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00