Stórstjörnur fara með hlutverk í nýrri mynd Gríms Hákonarsonar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 23:43 Miles Teller og Shailene Woodley eru meðal annarra sögð fara með hlutverk í nýrri mynd Gríms Hákonarsonar. Samsett/Getty Leikararnir Miles Teller, Shailene Woodley og William Hurt eru sögð fara með aðalhlutverk í nýrri kvikmynd leikstjórans Gríms Hákonarsonar ef marka má frétt bandaríska Hollywood-fréttamiðilsins Deadline. Myndin sem um ræðir, The Fence, er pólitísk-satíra og fjallar um nýgift hjón með frjálslyndar skoðanir sem lenda upp á kant við íhaldssaman nágranna sinn, vegna deilna um háa girðingu milli lóða þeirra sem nágranninn segist hafa byggt til að verja heimili sitt fyrir hryðjuverkaárásum, að því er fram kemur í frétt Deadline. Þá sé stefnt að því að tökur á myndinni hefjist í mars á næsta ári. Myndin verður ekki sú fyrsta sem Teller og Woodley leika saman í heldur sú fimmta, en þau hafa meðal annars áður sést saman á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni The Spectacular Now, og í Divergent-myndunum. Margir kannast einnig við Woodley úr þáttunum Big Little Lies og Teller þekkja eflaust sumir úr Whiplash og Fantastic Four. Óskarsverðlaunaleikarann William Hurt ætti að vera flestu áhugafólki um kvikmyndir kunnugur en hann gerði garðinn til að mynda frægan í kvikmyndinni Kiss of the Spider Women. Klippa: Hrútar - sýnishorn Grímur Hákonarson er einna þekktastur utan landsteinanna fyrir mynd sína Hrúta, sem hlaut verðlaun á hinni virtu kvikmyndahátíð í Cannes í Frakklandi. Grímur verður ekki fyrsti íslenski leikstjórinn sem Woodley vinnur með en hún lék til að mynda aðalhlutverk í mynd Baltasar Kormáks, Adrift, sem kom út 2018. Hollywood Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikararnir Miles Teller, Shailene Woodley og William Hurt eru sögð fara með aðalhlutverk í nýrri kvikmynd leikstjórans Gríms Hákonarsonar ef marka má frétt bandaríska Hollywood-fréttamiðilsins Deadline. Myndin sem um ræðir, The Fence, er pólitísk-satíra og fjallar um nýgift hjón með frjálslyndar skoðanir sem lenda upp á kant við íhaldssaman nágranna sinn, vegna deilna um háa girðingu milli lóða þeirra sem nágranninn segist hafa byggt til að verja heimili sitt fyrir hryðjuverkaárásum, að því er fram kemur í frétt Deadline. Þá sé stefnt að því að tökur á myndinni hefjist í mars á næsta ári. Myndin verður ekki sú fyrsta sem Teller og Woodley leika saman í heldur sú fimmta, en þau hafa meðal annars áður sést saman á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni The Spectacular Now, og í Divergent-myndunum. Margir kannast einnig við Woodley úr þáttunum Big Little Lies og Teller þekkja eflaust sumir úr Whiplash og Fantastic Four. Óskarsverðlaunaleikarann William Hurt ætti að vera flestu áhugafólki um kvikmyndir kunnugur en hann gerði garðinn til að mynda frægan í kvikmyndinni Kiss of the Spider Women. Klippa: Hrútar - sýnishorn Grímur Hákonarson er einna þekktastur utan landsteinanna fyrir mynd sína Hrúta, sem hlaut verðlaun á hinni virtu kvikmyndahátíð í Cannes í Frakklandi. Grímur verður ekki fyrsti íslenski leikstjórinn sem Woodley vinnur með en hún lék til að mynda aðalhlutverk í mynd Baltasar Kormáks, Adrift, sem kom út 2018.
Hollywood Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira