Fagnaðarfundir hjá Anníe Mist og Katrínu Tönju: Ekki meira af FaceTime Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2020 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir með Freyju Mist á milli sín. Instagram/@anniethorisdottir Það eru tæpar þrjár vikur síðan að Katrín Tanja Davíðsdóttir tryggði sér silfurverðlaun á heimsleikunum í CrossFit og vika síðan að hún kom heim til Íslands. Katrín Tanja er nú búin með sóttkví sína og farin að hitta sitt fólk. Þetta hefur verið langur tími enda endaði tímabilið sem átti að klárast í byrjun ágúst ekki fyrr en í lok október. Í gær voru fagnaðarfundir hjá íslensku heimsmeisturunum Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju. Þær eiga ekki aðeins það sameiginlegt að hafa unnið heimsleikana tvisvar sinnum heldur eru þær einu CrossFit konurnar sem hafa unnið gull-, silfur- og bronsverðlaun á heimsleikunum. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa ekkert falið það fyrir neinum hversu góðar vinkonur þær eru og það var því kominn heldur betur tími á það að þær hittust á ný. Það sem meira er að Katrín Tanja fékk að knúsa Freyju Mist, dóttur Anníe Mistar, í fyrsta sinn, þremur mánuðum eftir að hún kom í heiminn. „Við erum svo hamingjusöm með að Katrín frænka er loksins komin heim,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína og birti mynd af henni, Katrínu og auðvitað hinni þriggja mánaða Freyju Mist. „Þetta hefur verið langur tími og svo mikið hefur gerst á þeim tíma en samt finnst mér eins og ég hafði faðmað hana síðast í gær. Við erum búin að fá nóg af FaceTime í bili,“ skrifaði Anníe. „Ég er endalaust þakklát fyrir að hafa þessa manneskju í mínu lífi og nú fær litla stelpan mín loksins að hitta hana,“ skrifaði Anníe og bætir nokkrum hjörtum við færslu sína sem sjá má hér fyrir neðan. Ein sú fyrsta til að skrifa skilaboð við færsluna var síðan heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey. „Oh þetta er æðislegt,“ skrifaði Tia-Clair Toomey. View this post on Instagram We are SO happy auntie Katrin is FINALLY home!!! Been so long and so much has happened yet it feels like yesterday I hugged her Done with FaceTime for now Endless grateful for this person in my life and now finally my baby girl gets to meet her #dottir @katrintanja #grateful A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Nov 12, 2020 at 5:37am PST CrossFit Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sjá meira
Það eru tæpar þrjár vikur síðan að Katrín Tanja Davíðsdóttir tryggði sér silfurverðlaun á heimsleikunum í CrossFit og vika síðan að hún kom heim til Íslands. Katrín Tanja er nú búin með sóttkví sína og farin að hitta sitt fólk. Þetta hefur verið langur tími enda endaði tímabilið sem átti að klárast í byrjun ágúst ekki fyrr en í lok október. Í gær voru fagnaðarfundir hjá íslensku heimsmeisturunum Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju. Þær eiga ekki aðeins það sameiginlegt að hafa unnið heimsleikana tvisvar sinnum heldur eru þær einu CrossFit konurnar sem hafa unnið gull-, silfur- og bronsverðlaun á heimsleikunum. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa ekkert falið það fyrir neinum hversu góðar vinkonur þær eru og það var því kominn heldur betur tími á það að þær hittust á ný. Það sem meira er að Katrín Tanja fékk að knúsa Freyju Mist, dóttur Anníe Mistar, í fyrsta sinn, þremur mánuðum eftir að hún kom í heiminn. „Við erum svo hamingjusöm með að Katrín frænka er loksins komin heim,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína og birti mynd af henni, Katrínu og auðvitað hinni þriggja mánaða Freyju Mist. „Þetta hefur verið langur tími og svo mikið hefur gerst á þeim tíma en samt finnst mér eins og ég hafði faðmað hana síðast í gær. Við erum búin að fá nóg af FaceTime í bili,“ skrifaði Anníe. „Ég er endalaust þakklát fyrir að hafa þessa manneskju í mínu lífi og nú fær litla stelpan mín loksins að hitta hana,“ skrifaði Anníe og bætir nokkrum hjörtum við færslu sína sem sjá má hér fyrir neðan. Ein sú fyrsta til að skrifa skilaboð við færsluna var síðan heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey. „Oh þetta er æðislegt,“ skrifaði Tia-Clair Toomey. View this post on Instagram We are SO happy auntie Katrin is FINALLY home!!! Been so long and so much has happened yet it feels like yesterday I hugged her Done with FaceTime for now Endless grateful for this person in my life and now finally my baby girl gets to meet her #dottir @katrintanja #grateful A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Nov 12, 2020 at 5:37am PST
CrossFit Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sjá meira