Skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni á þjóðhátíð Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2020 17:53 Áreitnin átti sér stað á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ágúst árið 2018. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sjötugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa áreitt kynferðislega stúlku sem þá var átján ára gömul á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina árið 2018. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða ungu konunni 300.000 krónur í miskabætur. Í ákæru kom fram að atvikið hefði átt sér stað á hringtorgi við Herjólfsdal. Stúlkan lýsti því fyrir dómi að maðurinn hefði sest við hliðina á sér, reynt að kyssa hana og stinga fingrum í munn hennar. Maðurinn hefði svo þrýst sér ofan á hana á káfað á henni. Vitni að atvikinu báru að maðurinn hefði káfað á klofi eða kynfærum stúlkunnar utanklæða. Stúlkan hafi verið hágrátandi skömmu eftir atvikið og sagt að káfað hefði verið á henni og hún snert á óviðeigandi hátt. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi en sagðist lítið muna eftir atvikum sökum ölvunar. Hann myndi eftir að hafa setið við hliðina á stúlku en hafnaði því að hafa beitt hana ofbeldi. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagðist maðurinn ekki muna eftir atvikum en dró ekki í efa að hann hefði gert það sem hann var sakaður um. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og vísaði meðal annars til dráttar á rannsókn málsins við ákvörðun refsingarinnar. Stúlkan krafði manninn um milljón króna í miskabætur en dómurinn taldi 300.000 krónur hæfilegar. Hann þarf auk þess að greiða málsvarnarlaun upp á 750.000 krónur, þóknun réttargæslumanns stúlkunnar upp á 600.000 krónur auk 75.000 króna í annan sakarkostnað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Karlmaður á sjötugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa áreitt kynferðislega stúlku sem þá var átján ára gömul á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina árið 2018. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða ungu konunni 300.000 krónur í miskabætur. Í ákæru kom fram að atvikið hefði átt sér stað á hringtorgi við Herjólfsdal. Stúlkan lýsti því fyrir dómi að maðurinn hefði sest við hliðina á sér, reynt að kyssa hana og stinga fingrum í munn hennar. Maðurinn hefði svo þrýst sér ofan á hana á káfað á henni. Vitni að atvikinu báru að maðurinn hefði káfað á klofi eða kynfærum stúlkunnar utanklæða. Stúlkan hafi verið hágrátandi skömmu eftir atvikið og sagt að káfað hefði verið á henni og hún snert á óviðeigandi hátt. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi en sagðist lítið muna eftir atvikum sökum ölvunar. Hann myndi eftir að hafa setið við hliðina á stúlku en hafnaði því að hafa beitt hana ofbeldi. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagðist maðurinn ekki muna eftir atvikum en dró ekki í efa að hann hefði gert það sem hann var sakaður um. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og vísaði meðal annars til dráttar á rannsókn málsins við ákvörðun refsingarinnar. Stúlkan krafði manninn um milljón króna í miskabætur en dómurinn taldi 300.000 krónur hæfilegar. Hann þarf auk þess að greiða málsvarnarlaun upp á 750.000 krónur, þóknun réttargæslumanns stúlkunnar upp á 600.000 krónur auk 75.000 króna í annan sakarkostnað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira