Mikið gengið á hjá landsliðinu: Týndar töskur, lítill undirbúningur og smit hjá öðrum liðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2020 12:15 Benedikt á hliðarlínunni í leik gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni. Vísir/Bára Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik er nú statt í Grikklandi þar sem það leikur í undankeppni EM. Alþjóða körfuknattleikssambandið ákvað að smala löndum saman og spila í „búbblu“ svipað og gert var í NBA vegna kórónufaraldursins. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfara Íslands, í síðasta þætti af Domino´s Körfuboltakvöld. Segja má að mikið hafi gengið á hjá íslenska liðinu í Grikklandi en ásamt því að þurfa fara eftir ströngum sóttvarnarreglum þá týndust nokkrar töskur á leiðinni, þar á meðal hjá Benedikt. „Hún er bara þokkaleg, takk fyrir að spyrja,“ sagði Benedikt um stöðuna sér. „Ég og formaður höfum ekki fengið töskurnar okkar, svo maður er enn alls laus. Sem væri svo sem ekkert skelfilegt nema það er allt lokað hérna svo maður getur ekki keypt sér neitt til að klæðast í staðinn. Það er náttúrulega útgöngubann og allt lokað svo maður hoppar ekkert út í búð og kaupir sér aðrar buxur eða hvað sem er,“ sagði landsliðsþjálfari Íslands um töskuvesenið. „Ég er bara að fá lánuð föt frá öðrum hérna. Sjúkraþjálfarinn lánaði mér bol fyrir leikinn í gær og í dag er í fötum af Halldóri aðstoðarþjálfara. Þetta reddast einhvern veginn,“ sagði Benedikt og glotti. Smit greinst hjá öðrum liðum „Það hlýtur að vera mikil áskorun að fara í svona leiki og enginn leikmaður búinn að æfa að ráði og liðið ekki æft saman,“ spurði Kjartan. „Það er gríðarleg áskorun. Maður veit ekkert hverju maður getur reiknað með frá leikmönnum sem hafa ekki æft svona lengi. Þetta er mjög sérstakt, við erum búnar að taka ágætis æfingar hérna. Fyrstu tveir dagarnir fóru í að jafna sig eftir ferðalagið, rúmlega sólahrings ferðalag. Svo náðum við tveimur góðum á þriðjudaginn.“ „Það varð svo að veruleika það sem við óttuðumst. Það var pínu stress fyrir þetta, að þetta væri ekki upplagður tími til að ferðast og fara í einhvern svona glugga. Því var lofað að við yrðum í búbblu og þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur. Svo þegar fóru að koma upp smit í búbblunni þá fór maður að hafa áhyggjur af þessu. Manni stendur ekki á sama, verð að viðurkenna það,“ sagði Benedikt um þá staðreynd að kórónuveiran hefði greinst í leikmannahópum og hjá starfsliðum hinna liðanna. „Þetta eru fjórir leikmenn sem eru smitaðir og það voru einhverjir leikmenn sem voru greindir rétt fyrir brottför hjá hinum þremur þjóðunum - Grikklandi, Búlgaríu og Slóveníu. Síðan greinast fjórir í búbblunni í fyrstu skimun sem var tekin fljótlega eftir að við komum. Þá fór maður að hafa áhyggjur af þessu. Búbbla á að vera eitthvað sem er öruggt og á að halda þér frá umheiminum, það á ekki að vera hætta á smiti. Þegar smit eru komin inn á hótelið þá er manni hætt að standa á sama, maður hefur ekki þessa öryggistilfinningu lengur. Þá er betra að vera annarsstaðar en í búbblunni.“ „Það eru fjögur lið á hótelinu. Maður er að mæta þeim út um allt á hótelinu. Við bönnuðum okkar stelpum að taka lyftuna eftir að þessi smit komu upp. Það sem mér fannst verst og hef mestar áhyggjur af er að þegar smitin koma upp þá áttu þessi lið að halda þessi lið að halda sig inn á herbergi þangað til þau yrðu skimuð aftur en þau voru ekki öll að fara eftir því. Fannst þau ekki vera taka þetta nægilega alvarlega. Fór tími í það að við þurftum að vera kvarta yfir því að leikmenn væru út um allt á hótelinu þó það væru smit í þeirra herbúðum. Finnst ekki allar þjóðir vera að taka þessu nægilega alvarlega.“ Varðandi leikina „Við höfum engu að tapa hérna. Settum þetta í hendurnar á stelpunum, hver og ein þurfti að gera upp við sig hvort hún vildi halda þessu áfram og mæta í þessa leiki. Í framhaldinu höfum við hitt lækna og annað, höfum verið í sambandi við sóttvarnarsérfræðinga heima fyrir. Reyndum að taka eins upplýsa ákvörðun og hægt var [um að taka þátt eða ekki]. Á endanum var niðurstaðan að spila þessa leiki því við fengum fína staðfestingu á því að það eru mjög litlar sem engar líkur á að þú smitist í svona leik. Mesta hættan er á hótelinu, flugvöllum og annarsstaðar.“ „Höfum einblínt á leikina, reynt að gera eins vel og við getum. Reynt að spila eins vel og við getum. Erum að reyna hætta að hugsa um Covid og ætlum að standa okkur í leiknum gegn Búlgaríu,“ sagði Benedikt að lokum. Klippa: Mikið gengið á hjá íslenska landsliðinu Ísland mætir Búlgaríu í dag og hefst leikurinn klukkan 15.00. Körfubolti Íslenski handboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik er nú statt í Grikklandi þar sem það leikur í undankeppni EM. Alþjóða körfuknattleikssambandið ákvað að smala löndum saman og spila í „búbblu“ svipað og gert var í NBA vegna kórónufaraldursins. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfara Íslands, í síðasta þætti af Domino´s Körfuboltakvöld. Segja má að mikið hafi gengið á hjá íslenska liðinu í Grikklandi en ásamt því að þurfa fara eftir ströngum sóttvarnarreglum þá týndust nokkrar töskur á leiðinni, þar á meðal hjá Benedikt. „Hún er bara þokkaleg, takk fyrir að spyrja,“ sagði Benedikt um stöðuna sér. „Ég og formaður höfum ekki fengið töskurnar okkar, svo maður er enn alls laus. Sem væri svo sem ekkert skelfilegt nema það er allt lokað hérna svo maður getur ekki keypt sér neitt til að klæðast í staðinn. Það er náttúrulega útgöngubann og allt lokað svo maður hoppar ekkert út í búð og kaupir sér aðrar buxur eða hvað sem er,“ sagði landsliðsþjálfari Íslands um töskuvesenið. „Ég er bara að fá lánuð föt frá öðrum hérna. Sjúkraþjálfarinn lánaði mér bol fyrir leikinn í gær og í dag er í fötum af Halldóri aðstoðarþjálfara. Þetta reddast einhvern veginn,“ sagði Benedikt og glotti. Smit greinst hjá öðrum liðum „Það hlýtur að vera mikil áskorun að fara í svona leiki og enginn leikmaður búinn að æfa að ráði og liðið ekki æft saman,“ spurði Kjartan. „Það er gríðarleg áskorun. Maður veit ekkert hverju maður getur reiknað með frá leikmönnum sem hafa ekki æft svona lengi. Þetta er mjög sérstakt, við erum búnar að taka ágætis æfingar hérna. Fyrstu tveir dagarnir fóru í að jafna sig eftir ferðalagið, rúmlega sólahrings ferðalag. Svo náðum við tveimur góðum á þriðjudaginn.“ „Það varð svo að veruleika það sem við óttuðumst. Það var pínu stress fyrir þetta, að þetta væri ekki upplagður tími til að ferðast og fara í einhvern svona glugga. Því var lofað að við yrðum í búbblu og þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur. Svo þegar fóru að koma upp smit í búbblunni þá fór maður að hafa áhyggjur af þessu. Manni stendur ekki á sama, verð að viðurkenna það,“ sagði Benedikt um þá staðreynd að kórónuveiran hefði greinst í leikmannahópum og hjá starfsliðum hinna liðanna. „Þetta eru fjórir leikmenn sem eru smitaðir og það voru einhverjir leikmenn sem voru greindir rétt fyrir brottför hjá hinum þremur þjóðunum - Grikklandi, Búlgaríu og Slóveníu. Síðan greinast fjórir í búbblunni í fyrstu skimun sem var tekin fljótlega eftir að við komum. Þá fór maður að hafa áhyggjur af þessu. Búbbla á að vera eitthvað sem er öruggt og á að halda þér frá umheiminum, það á ekki að vera hætta á smiti. Þegar smit eru komin inn á hótelið þá er manni hætt að standa á sama, maður hefur ekki þessa öryggistilfinningu lengur. Þá er betra að vera annarsstaðar en í búbblunni.“ „Það eru fjögur lið á hótelinu. Maður er að mæta þeim út um allt á hótelinu. Við bönnuðum okkar stelpum að taka lyftuna eftir að þessi smit komu upp. Það sem mér fannst verst og hef mestar áhyggjur af er að þegar smitin koma upp þá áttu þessi lið að halda þessi lið að halda sig inn á herbergi þangað til þau yrðu skimuð aftur en þau voru ekki öll að fara eftir því. Fannst þau ekki vera taka þetta nægilega alvarlega. Fór tími í það að við þurftum að vera kvarta yfir því að leikmenn væru út um allt á hótelinu þó það væru smit í þeirra herbúðum. Finnst ekki allar þjóðir vera að taka þessu nægilega alvarlega.“ Varðandi leikina „Við höfum engu að tapa hérna. Settum þetta í hendurnar á stelpunum, hver og ein þurfti að gera upp við sig hvort hún vildi halda þessu áfram og mæta í þessa leiki. Í framhaldinu höfum við hitt lækna og annað, höfum verið í sambandi við sóttvarnarsérfræðinga heima fyrir. Reyndum að taka eins upplýsa ákvörðun og hægt var [um að taka þátt eða ekki]. Á endanum var niðurstaðan að spila þessa leiki því við fengum fína staðfestingu á því að það eru mjög litlar sem engar líkur á að þú smitist í svona leik. Mesta hættan er á hótelinu, flugvöllum og annarsstaðar.“ „Höfum einblínt á leikina, reynt að gera eins vel og við getum. Reynt að spila eins vel og við getum. Erum að reyna hætta að hugsa um Covid og ætlum að standa okkur í leiknum gegn Búlgaríu,“ sagði Benedikt að lokum. Klippa: Mikið gengið á hjá íslenska landsliðinu Ísland mætir Búlgaríu í dag og hefst leikurinn klukkan 15.00.
Körfubolti Íslenski handboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira