Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2020 22:01 Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt. Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. Reynir Vilhjálmsson hefur á ferli sínum hannað nokkur af helstu útivistarsvæðum Reykjavíkurborgar. Þar á meðal Miklatún, Fossvogsdal og Laugardal. Hann átti þátt í skipulagi Árbæjar- og Bakkahverfanna, en Árbæjarlónið sáluga skildi þau hverfi að. Orkuveitan ákvað að tæma lónið til frambúðar því árlegar tæmingar vegna laxgengdar þóttu ekki æskilegar lífríkinu. Reynir er verulega ósáttur. „Ég er ekki einn um þá skoðun. Allir mínir nágrannar eru nákvæmlega sömu skoðunar. Sumir alveg miður sín og hefur haft talsverð áhrif á geðheilsu okkar hérna,“ segir Reynir. Það hafi verið stór hluti af lífi íbúa að fylgjast með álftum vaxa og dafna við lónið. „Árbæjarlóninu fylgir svo mikið lífríki og er svo mikill partur af því að búa hérna. Álftin er eins og gamall frændi sem kemur alltaf á vorin. Og við fylgjumst mjög vel með hvernig henni vegnar. Hvað hún kemur upp mörgum ungum. Svo er hún viðloðandi allan veturinn. Nú sjáum við enga álft. Hún myndi vera á lóninu ef það væri ekki tæmt.“ Hann segir lýðheilsu íbúa svæðisins byggja á náttúrufari í dalnum. „Þegar þú syndir í Árbæjarlaug þá horfir þú niður dalinn og endar niður í þessu lóni. Þú gengur stígana fyrir ofan, undir til dæmis Breiðholtshvarfinu, og horfir niður, þá liggur lónið þarna og breiðir úr sér og það kemur ró yfir sviði. Þú veist það að vatnsflöturinn sækir himininn niður í sig og þannig færðu miklu stærra svið. Þetta hefur geysileg umhverfisáhrif að tæma lónið.“ Stíflan er 100 ára gömul og telur Reynir hana eigi að vernda. „Nú er þetta mannvirki allt friðað og ég spyr bara: Er lónið ekki partur af þessu mannvirki? Getur maður ráðist á svona mannvirki og tæmt það?“ Hann bendir einnig á að þó rafstöðin sem fylgir stíflunni sé ekki keyrð lengur, þá geti komandi tímar þurft á því að halda. „Það eru öll tæki til staðar til að halda raforkunni. Þó það væri ekki bara nema sem sýningargrip. Þetta er ein af okkur stærstu og merkustu minjum um byggð á Reykjavíkursvæðinu. Árbæjarsafnið er hérna við hliðina. Lónið, og rafstöðin og tengingin þar á milli með falltoppnum, þetta þarf að horfa á í samhengi.“ Reykjavík Umhverfismál Orkumál Skipulag Tengdar fréttir Álftarparið á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn Álftarparið sem heldur til á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn. Hræ, sem virðist vera af álftarunga, má sjá liggja hálfmarandi í kafi í árkvísl við Árbæjarstíflu. 14. júlí 2020 23:31 Álftin á Árbæjarlóni rekur gæsirnar burt Álftarparið á Árbæjarlóni er sérlegur gleðigjafi þeirra sem leið eiga um Elliðaárdal þessa dagana, en um þetta leyti árs kemur venjulega í ljós hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 11. júní 2019 22:55 Þrír álftarungar á Árbæjarlóni Íbúar hverfanna við Elliðaárdal, sem reglulega ganga um dalinn, fylgjast jafnan spenntir með varpi álftarparsins við Árbæjarlón á vorin og í sumarbyrjun, hvort og hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 31. maí 2019 15:43 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. Reynir Vilhjálmsson hefur á ferli sínum hannað nokkur af helstu útivistarsvæðum Reykjavíkurborgar. Þar á meðal Miklatún, Fossvogsdal og Laugardal. Hann átti þátt í skipulagi Árbæjar- og Bakkahverfanna, en Árbæjarlónið sáluga skildi þau hverfi að. Orkuveitan ákvað að tæma lónið til frambúðar því árlegar tæmingar vegna laxgengdar þóttu ekki æskilegar lífríkinu. Reynir er verulega ósáttur. „Ég er ekki einn um þá skoðun. Allir mínir nágrannar eru nákvæmlega sömu skoðunar. Sumir alveg miður sín og hefur haft talsverð áhrif á geðheilsu okkar hérna,“ segir Reynir. Það hafi verið stór hluti af lífi íbúa að fylgjast með álftum vaxa og dafna við lónið. „Árbæjarlóninu fylgir svo mikið lífríki og er svo mikill partur af því að búa hérna. Álftin er eins og gamall frændi sem kemur alltaf á vorin. Og við fylgjumst mjög vel með hvernig henni vegnar. Hvað hún kemur upp mörgum ungum. Svo er hún viðloðandi allan veturinn. Nú sjáum við enga álft. Hún myndi vera á lóninu ef það væri ekki tæmt.“ Hann segir lýðheilsu íbúa svæðisins byggja á náttúrufari í dalnum. „Þegar þú syndir í Árbæjarlaug þá horfir þú niður dalinn og endar niður í þessu lóni. Þú gengur stígana fyrir ofan, undir til dæmis Breiðholtshvarfinu, og horfir niður, þá liggur lónið þarna og breiðir úr sér og það kemur ró yfir sviði. Þú veist það að vatnsflöturinn sækir himininn niður í sig og þannig færðu miklu stærra svið. Þetta hefur geysileg umhverfisáhrif að tæma lónið.“ Stíflan er 100 ára gömul og telur Reynir hana eigi að vernda. „Nú er þetta mannvirki allt friðað og ég spyr bara: Er lónið ekki partur af þessu mannvirki? Getur maður ráðist á svona mannvirki og tæmt það?“ Hann bendir einnig á að þó rafstöðin sem fylgir stíflunni sé ekki keyrð lengur, þá geti komandi tímar þurft á því að halda. „Það eru öll tæki til staðar til að halda raforkunni. Þó það væri ekki bara nema sem sýningargrip. Þetta er ein af okkur stærstu og merkustu minjum um byggð á Reykjavíkursvæðinu. Árbæjarsafnið er hérna við hliðina. Lónið, og rafstöðin og tengingin þar á milli með falltoppnum, þetta þarf að horfa á í samhengi.“
Reykjavík Umhverfismál Orkumál Skipulag Tengdar fréttir Álftarparið á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn Álftarparið sem heldur til á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn. Hræ, sem virðist vera af álftarunga, má sjá liggja hálfmarandi í kafi í árkvísl við Árbæjarstíflu. 14. júlí 2020 23:31 Álftin á Árbæjarlóni rekur gæsirnar burt Álftarparið á Árbæjarlóni er sérlegur gleðigjafi þeirra sem leið eiga um Elliðaárdal þessa dagana, en um þetta leyti árs kemur venjulega í ljós hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 11. júní 2019 22:55 Þrír álftarungar á Árbæjarlóni Íbúar hverfanna við Elliðaárdal, sem reglulega ganga um dalinn, fylgjast jafnan spenntir með varpi álftarparsins við Árbæjarlón á vorin og í sumarbyrjun, hvort og hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 31. maí 2019 15:43 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Álftarparið á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn Álftarparið sem heldur til á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn. Hræ, sem virðist vera af álftarunga, má sjá liggja hálfmarandi í kafi í árkvísl við Árbæjarstíflu. 14. júlí 2020 23:31
Álftin á Árbæjarlóni rekur gæsirnar burt Álftarparið á Árbæjarlóni er sérlegur gleðigjafi þeirra sem leið eiga um Elliðaárdal þessa dagana, en um þetta leyti árs kemur venjulega í ljós hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 11. júní 2019 22:55
Þrír álftarungar á Árbæjarlóni Íbúar hverfanna við Elliðaárdal, sem reglulega ganga um dalinn, fylgjast jafnan spenntir með varpi álftarparsins við Árbæjarlón á vorin og í sumarbyrjun, hvort og hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 31. maí 2019 15:43
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?