Tvö fyrirtæki á „svörtum lista“ kærunefndar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 15:50 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Tvö fyrirtæki, Ormsson og Ferðaskrifstofa Íslands, hyggjast ekki lúta úrskurðum kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem féllu neytendum í hag. Eru fyrirtækin þau einu sem ekki ætla sér að una úrskurði nefndarinnar frá því að hún tók til starfa við byrjun þessa árs en nefndin hefur fellt yfir fimmtíu úrskurði frá því í janúar. Neytendasamtökin vekja athygli á þessu á heimasíðu sinni og vísa til tveggja úrskurða nefndarinnar sem fyrirtækin fallast ekki á. Þannig hefur Ferðaskrifstofa Íslands ehf. hafnað því að endurgreiða neytanda rúma 1,1 milljón króna auk vaxta vegna pakkaferðar sem var afpöntuð. Þá var Ormsson ehf. gert að greiða neytanda rúma 100 þúsund krónur vegna tjóns sem þvottavél frá fyrirtækinu olli en fyrirtækið hyggst ekki virða úrskurðinn. „Neytendasamtökin hvetja fyrirtækin til að fara að úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Samtökin munu vekja athygli á umræddum lista og upplýsa neytendur, ef fleiri fyrirtæki hafna því að fara að úrskurðum nefndarinnar,“ segir í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna. Segja ekki hægt að afbóka með skömmum fyrirvara Í tilfelli máls Ferðaskrifstofu Íslands hafði kærunefndin fallist á röksemdir þess er kvartaði til nefndarinnar um að viðkomandi hafi verið heimilt að afpanta pakkaferð án greiðslu þóknunar. Í andsvörum sínum benti ferðaskrifstofan á að ferðin sem keypt var hafi ekki verði felld niður og því hafi fyrirtækið þurft að greiða kostnað vegna hennar að fullu. Ekki hafi verið hægt að bregðast við afbókuninni svo stuttu fyrir brottför. „Þá verði óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður vegna smitsjúkdóma ekki til fyrr en yfirvöld hafi lagt bann við ferðalögum eða mælst eindregið gegn því að farið sé í ferðalög til ákveðinna svæða. Þær aðstæður hafi ekki verið til staðar þegar sóknaraðili afpantaði ferðina. Á þeim tíma sem ferðin var farin hafi embætti Landlæknis ekki lagst gegn ferðum til Verona og Madonna á Ítalíu,“ segir meðal annars í kafla um sjónarmið ferðaskrifstofunnar í úrskurði kærunefndar. Staða ferðaskrifstofa og það tjón sem bæði fyrirtæki og neytendur sem hugðu á ferðalög urðu fyrir vegna heimsfaraldursins voru þónokkuð til umræðu fyrr á þessu ári. Var meðal annars reynt að bregðast við því í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Í síðarnefnda málinu, tilfelli Ormsson ehf., féllst kærunefndin á það að galli hafi valdið því að belghosa hafði gefið sig í þvottavél sem keypt var hjá fyrirtækinu tveimur árum og átta mánuðum eftir afhendingu. Kærunefndin féllst þ.a.l. á skaðabótaskyldu vegna vatnstjóns í fasteign kvartanda sem hlaust af vegna gallans. Ormsson lítur svo á að ekkert hafi komið fram í málinu sem sýni fram á að tjónið hafi stafað af mistökum eða vanrækslu af hálfu fyrirtækisins. Hins vegar hafi þvottavélin bilað innan ábyrgðartíma og því hafi fyrirtækið gert við vélina á eigin kostnað. „Varnaraðili bendir á að samkvæmt byggingarreglugerð sé skylda að hafa niðurfall í þvottahúsum. Að sögn varnaraðila vekja atvik þessa máls upp spurningar um það hvernig frágangi sé háttað í þvottahúsi sóknaraðila,“ segir ennfremur í varnarorðum Ormsson. Neytendur Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Tvö fyrirtæki, Ormsson og Ferðaskrifstofa Íslands, hyggjast ekki lúta úrskurðum kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem féllu neytendum í hag. Eru fyrirtækin þau einu sem ekki ætla sér að una úrskurði nefndarinnar frá því að hún tók til starfa við byrjun þessa árs en nefndin hefur fellt yfir fimmtíu úrskurði frá því í janúar. Neytendasamtökin vekja athygli á þessu á heimasíðu sinni og vísa til tveggja úrskurða nefndarinnar sem fyrirtækin fallast ekki á. Þannig hefur Ferðaskrifstofa Íslands ehf. hafnað því að endurgreiða neytanda rúma 1,1 milljón króna auk vaxta vegna pakkaferðar sem var afpöntuð. Þá var Ormsson ehf. gert að greiða neytanda rúma 100 þúsund krónur vegna tjóns sem þvottavél frá fyrirtækinu olli en fyrirtækið hyggst ekki virða úrskurðinn. „Neytendasamtökin hvetja fyrirtækin til að fara að úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Samtökin munu vekja athygli á umræddum lista og upplýsa neytendur, ef fleiri fyrirtæki hafna því að fara að úrskurðum nefndarinnar,“ segir í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna. Segja ekki hægt að afbóka með skömmum fyrirvara Í tilfelli máls Ferðaskrifstofu Íslands hafði kærunefndin fallist á röksemdir þess er kvartaði til nefndarinnar um að viðkomandi hafi verið heimilt að afpanta pakkaferð án greiðslu þóknunar. Í andsvörum sínum benti ferðaskrifstofan á að ferðin sem keypt var hafi ekki verði felld niður og því hafi fyrirtækið þurft að greiða kostnað vegna hennar að fullu. Ekki hafi verið hægt að bregðast við afbókuninni svo stuttu fyrir brottför. „Þá verði óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður vegna smitsjúkdóma ekki til fyrr en yfirvöld hafi lagt bann við ferðalögum eða mælst eindregið gegn því að farið sé í ferðalög til ákveðinna svæða. Þær aðstæður hafi ekki verið til staðar þegar sóknaraðili afpantaði ferðina. Á þeim tíma sem ferðin var farin hafi embætti Landlæknis ekki lagst gegn ferðum til Verona og Madonna á Ítalíu,“ segir meðal annars í kafla um sjónarmið ferðaskrifstofunnar í úrskurði kærunefndar. Staða ferðaskrifstofa og það tjón sem bæði fyrirtæki og neytendur sem hugðu á ferðalög urðu fyrir vegna heimsfaraldursins voru þónokkuð til umræðu fyrr á þessu ári. Var meðal annars reynt að bregðast við því í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Í síðarnefnda málinu, tilfelli Ormsson ehf., féllst kærunefndin á það að galli hafi valdið því að belghosa hafði gefið sig í þvottavél sem keypt var hjá fyrirtækinu tveimur árum og átta mánuðum eftir afhendingu. Kærunefndin féllst þ.a.l. á skaðabótaskyldu vegna vatnstjóns í fasteign kvartanda sem hlaust af vegna gallans. Ormsson lítur svo á að ekkert hafi komið fram í málinu sem sýni fram á að tjónið hafi stafað af mistökum eða vanrækslu af hálfu fyrirtækisins. Hins vegar hafi þvottavélin bilað innan ábyrgðartíma og því hafi fyrirtækið gert við vélina á eigin kostnað. „Varnaraðili bendir á að samkvæmt byggingarreglugerð sé skylda að hafa niðurfall í þvottahúsum. Að sögn varnaraðila vekja atvik þessa máls upp spurningar um það hvernig frágangi sé háttað í þvottahúsi sóknaraðila,“ segir ennfremur í varnarorðum Ormsson.
Neytendur Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira