Undirrituðu samning um stærstu viðskiptablokk í heimi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 17:19 RCEP-samkomulagið var undirritað í dag og þar með hefur verið stofnað stærsta fríverslunarbandalag í heimi sem nær til um það bil þriðjungs heimshagkerfisins. Fundurinn fór fram um fjarfundabúnað en Nguyen Xuan Phuc, forsætisráðherra Víetnam, og Tran Tuan Anh, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Víetnam voru gestgjafar fundarins. EPA/LUONG THAI LINH Fimmtán ríki undirrituðu í dag samkomulag um nýtt viðskiptabandalag sem verður það stærsta í heimi en aðildarríkin fara samanlagt með um þriðjung heimshagkerfisins. Tíu ríki í Suðaustur Asíu auk Suður-Kóreu, Kína, Japan, Ástralíu og Nýja Sjálands eru aðilar að fríverslunarsamningnum. Samkomulagið þykir vera til marks um útvíkkun áhrifa Kínverja á svæðinu sem bandalagið, RCEP (e. Regional Comprehensive Economic Partnership) nær til. Bandaríkin eru ekki aðilar að sáttmálanum en Donald Trump dró Bandaríkin úr Kyrrahafssamstarfinu svokallaða, TTP (e. Trans-Pacific Partnership), samkeppnisblokk við hið nýja bandalag, skömmu eftir að hann tók við embætti forseta árið 2017. TTP átti að samanstanda af tólf ríkjum og naut stuðnings Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og var hugsað sem mótvægi við aukin umsvif og vaxandi áhrif Kínverja á svæðinu. Samningaviðræður um RCEP hófust árið 2012 en samningurinn var undirritaður í dag samhliða fundi Asean-bandalagsins sem Víetnamar voru í forsvari fyrir að þessu sinni. „Það gleður mig að segja að eftir átta ára erfiðisvinnu, höfum við frá og með deginum í dag, formlega bundið endahnút á samningaviðræðurnar um RCEP með undirritun,“ sagði Nguyen Xuan Phuc, forsætisráðherra Víetnam. Fundurinn fór fram rafrænt og skiptust fulltrúar ríkjanna á með því að undirrita og sýna skjalið í gegnum fjarfundabúnað. Leiðtogar ríkjanna binda vonir við að samstarfið komi til með að efla viðspyrnu í efnahagslífinu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Li Keqiang, leiðtogi Kína, lýsti samkomulaginu sem stórum sigri fyrir fjölþjóðasamvinnu og frjáls viðskipti. Indverjar tóku þátt í samningaviðræðunum en drógu sig út úr þeim í fyrra vegna áhyggja þarlendra yfirvalda af lágum innflutningstollum sem gætu skaðað innlenda framleiðslu. Þátttökuþjóðirnar segja þó að Indverjar séu velkomnir aftur að borðinu síðar. Íbúafjöldi aðildarríkja RCEP nemur hátt í þriðjungi heimsbyggðarinnar og hagkerfin bera samanlagt uppi um 29% af þjóðarframleiðslu í heiminum og er hin nýja viðskiptablokk þar með stærri en bæði fríverslunarsamningur Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó og Evrópusambandið. Skattar og tollar Utanríkismál Víetnam Kína Suður-Kórea Japan Ástralía Nýja-Sjáland Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Fimmtán ríki undirrituðu í dag samkomulag um nýtt viðskiptabandalag sem verður það stærsta í heimi en aðildarríkin fara samanlagt með um þriðjung heimshagkerfisins. Tíu ríki í Suðaustur Asíu auk Suður-Kóreu, Kína, Japan, Ástralíu og Nýja Sjálands eru aðilar að fríverslunarsamningnum. Samkomulagið þykir vera til marks um útvíkkun áhrifa Kínverja á svæðinu sem bandalagið, RCEP (e. Regional Comprehensive Economic Partnership) nær til. Bandaríkin eru ekki aðilar að sáttmálanum en Donald Trump dró Bandaríkin úr Kyrrahafssamstarfinu svokallaða, TTP (e. Trans-Pacific Partnership), samkeppnisblokk við hið nýja bandalag, skömmu eftir að hann tók við embætti forseta árið 2017. TTP átti að samanstanda af tólf ríkjum og naut stuðnings Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og var hugsað sem mótvægi við aukin umsvif og vaxandi áhrif Kínverja á svæðinu. Samningaviðræður um RCEP hófust árið 2012 en samningurinn var undirritaður í dag samhliða fundi Asean-bandalagsins sem Víetnamar voru í forsvari fyrir að þessu sinni. „Það gleður mig að segja að eftir átta ára erfiðisvinnu, höfum við frá og með deginum í dag, formlega bundið endahnút á samningaviðræðurnar um RCEP með undirritun,“ sagði Nguyen Xuan Phuc, forsætisráðherra Víetnam. Fundurinn fór fram rafrænt og skiptust fulltrúar ríkjanna á með því að undirrita og sýna skjalið í gegnum fjarfundabúnað. Leiðtogar ríkjanna binda vonir við að samstarfið komi til með að efla viðspyrnu í efnahagslífinu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Li Keqiang, leiðtogi Kína, lýsti samkomulaginu sem stórum sigri fyrir fjölþjóðasamvinnu og frjáls viðskipti. Indverjar tóku þátt í samningaviðræðunum en drógu sig út úr þeim í fyrra vegna áhyggja þarlendra yfirvalda af lágum innflutningstollum sem gætu skaðað innlenda framleiðslu. Þátttökuþjóðirnar segja þó að Indverjar séu velkomnir aftur að borðinu síðar. Íbúafjöldi aðildarríkja RCEP nemur hátt í þriðjungi heimsbyggðarinnar og hagkerfin bera samanlagt uppi um 29% af þjóðarframleiðslu í heiminum og er hin nýja viðskiptablokk þar með stærri en bæði fríverslunarsamningur Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó og Evrópusambandið.
Skattar og tollar Utanríkismál Víetnam Kína Suður-Kórea Japan Ástralía Nýja-Sjáland Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira