Tekjutengdar sóttvarnarbætur Guðbrandur Einarsson skrifar 16. nóvember 2020 14:00 Staða sveitarfélaga á tímum Covid er æði misjöfn. Mörg sveitarfélög hafa náð að halda sjó og tekjufall margra þeirra er lítið, á meðan önnur sveitarfélög, þar sem fólk byggir afkomu sína á ferðaþjónustu, eiga í verulegum vandræðum. Ekki bara að tekjur hafi dregist saman, heldur hefur kostnaður vegna faraldursins bæst þar við. Margir íbúar búa við skertar tekjur vegna atvinnumissis og við slíkar aðstæður er mikilvægt að opinberir aðilar stígi inn og tryggi afkomu fólks. Mikið atvinnuleysi Það liggur fyrir að atvinnuleysi í Reykjanesbæ er komið yfir 20% og mælist atvinnuleysi meðal kvenna nú yfir 23%. Það er við slíkar aðstæður nauðsynlegt að fólki sé tryggðar viðundandi tryggingar til þess að mæta slíku áfalli. Margir íbúar Suðurnesja misstu vinnuna þegar Wow Air féll og hafa enn ekki fengið vinnu. Því til viðbótar bætist þetta stóra áfall sem faraldurinn hefur valdið og fjöldi einskaklinga hefur bæst við á atvinnuleysisskrána. Tekjutenging atvinnuleysisbóta Í mínum huga er besta leiðin sem hægt er að fara við þessar aðstæður, sú að tekjutengja atvinnuleysisbætur með einhverjum hætti. Ríkistjórn Íslands samþykkti í ágúst sl. að lengja tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta úr þremur mánuðum í sex. Það dugar hvergi nærri til. Fjöldi einstaklinga hefur nú þegar nýtt þennan sex mánaða rétt sinn og færist nú á grunnbætur sem í dag eru tæpar 290 þúsund krónur miðað við 100% rétt. Tímabundnar tekjutengdar sóttvarnarbætur Hægt væri að lengja tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta tímabundið meðan þetta ástand varir og greiða einhvers konar stóttvarnarbætur. Nú hyllir undir að bóluefni komi á markað en það mun taka talsverðan tíma áður en eðlilegt ástand hefur skapast á ný í samfélaginu. Þar til að slíkt gerist er upplagt að greiða tímabundnar sóttvarnarbætur til þeirra sem hafa verið sviptir afkomuöryggi. Slíkt myndi tryggja fólki lífsviðurværi og sveitarfélögunum tekjur til þess halda úti þeirri þjónustu sem nauðsynleg er. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Reykjanesbær Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Staða sveitarfélaga á tímum Covid er æði misjöfn. Mörg sveitarfélög hafa náð að halda sjó og tekjufall margra þeirra er lítið, á meðan önnur sveitarfélög, þar sem fólk byggir afkomu sína á ferðaþjónustu, eiga í verulegum vandræðum. Ekki bara að tekjur hafi dregist saman, heldur hefur kostnaður vegna faraldursins bæst þar við. Margir íbúar búa við skertar tekjur vegna atvinnumissis og við slíkar aðstæður er mikilvægt að opinberir aðilar stígi inn og tryggi afkomu fólks. Mikið atvinnuleysi Það liggur fyrir að atvinnuleysi í Reykjanesbæ er komið yfir 20% og mælist atvinnuleysi meðal kvenna nú yfir 23%. Það er við slíkar aðstæður nauðsynlegt að fólki sé tryggðar viðundandi tryggingar til þess að mæta slíku áfalli. Margir íbúar Suðurnesja misstu vinnuna þegar Wow Air féll og hafa enn ekki fengið vinnu. Því til viðbótar bætist þetta stóra áfall sem faraldurinn hefur valdið og fjöldi einskaklinga hefur bæst við á atvinnuleysisskrána. Tekjutenging atvinnuleysisbóta Í mínum huga er besta leiðin sem hægt er að fara við þessar aðstæður, sú að tekjutengja atvinnuleysisbætur með einhverjum hætti. Ríkistjórn Íslands samþykkti í ágúst sl. að lengja tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta úr þremur mánuðum í sex. Það dugar hvergi nærri til. Fjöldi einstaklinga hefur nú þegar nýtt þennan sex mánaða rétt sinn og færist nú á grunnbætur sem í dag eru tæpar 290 þúsund krónur miðað við 100% rétt. Tímabundnar tekjutengdar sóttvarnarbætur Hægt væri að lengja tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta tímabundið meðan þetta ástand varir og greiða einhvers konar stóttvarnarbætur. Nú hyllir undir að bóluefni komi á markað en það mun taka talsverðan tíma áður en eðlilegt ástand hefur skapast á ný í samfélaginu. Þar til að slíkt gerist er upplagt að greiða tímabundnar sóttvarnarbætur til þeirra sem hafa verið sviptir afkomuöryggi. Slíkt myndi tryggja fólki lífsviðurværi og sveitarfélögunum tekjur til þess halda úti þeirri þjónustu sem nauðsynleg er. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun