Mörg þúsund lítrar af vatni flæddu í næstum hálfan sólarhring um gólf Laugardalshallar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2020 17:05 Gólfið í Laugardalshöllinni er mjög illa farið. stöð 2 Mörg þúsund lítrar af heitu vatni flæddu um gólf Laugardalshallarinnar í tíu til ellefu klukkutíma í síðustu viku. Tjónið er mikið, rífa þarf gólfið af Laugardalshöllinni og fá nýtt í staðinn. „Það er verið að gera ný salerni hérna í miðrými. Það var farið inn á heitavatnslögn fyrir tengingu á því rými. Stórt tengi inn á það rör gaf sig og það uppgötvast ekki fyrr en á miðvikudagsmorgun. Heitt vatn lak hér í tíu til ellefu klukkutíma sem hefur gríðarleg áhrif,“ sagði Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri íþrótta- og sýningarhallarinnar í Laugardal, í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum. Birgir segir að líklega hafi 40-50 þúsund lítrar flætt um salinn í Laugardalshöllinni. Gólfið er svo gott sem ónýtt og skipta þarf um það. „Því miður þurfum við að gera það. Það lá og liggur enn vatn yfir gólfinu. Grindin í gólfinu er 50 ára gömul og hún sýgur mikið til sín þennan raka. Síðan er steinull undir þessu gólfi sem heldur rakanum í sér og við náum ekki koma því í burtu,“ sagði Birgir. Hann segir að endurbætur á Laugardalshöllinni muni taka nokkra mánuði og óvíst hvenær hún verði leikfær á ný. „Það er erfitt að segja til um það. Við erum enn að reyna að komast að því hvernig við eigum að tækla þetta. Það þarf væntanlega að hanna nýtt gólf, finna hvernig nýtt gólf og svo er næsta spurning hvað það tekur langan tíma að fá nýtt gólf til landsins. Það gætu verið fjórir til sex mánuðir, ég veit það ekki,“ sagði Birgir. Vatnstjónið setur stórt strik í dagskrá Laugardalshallarinnar en þar er mikið starf dags dagslega. Birgir segir líklegt að frjálsíþróttasalurinn verði notaður til að hýsa aðrar íþróttir. Fréttina má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Mikið vatnstjón í Laugardalshöllinni Reykjavík Sportpakkinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Mörg þúsund lítrar af heitu vatni flæddu um gólf Laugardalshallarinnar í tíu til ellefu klukkutíma í síðustu viku. Tjónið er mikið, rífa þarf gólfið af Laugardalshöllinni og fá nýtt í staðinn. „Það er verið að gera ný salerni hérna í miðrými. Það var farið inn á heitavatnslögn fyrir tengingu á því rými. Stórt tengi inn á það rör gaf sig og það uppgötvast ekki fyrr en á miðvikudagsmorgun. Heitt vatn lak hér í tíu til ellefu klukkutíma sem hefur gríðarleg áhrif,“ sagði Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri íþrótta- og sýningarhallarinnar í Laugardal, í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum. Birgir segir að líklega hafi 40-50 þúsund lítrar flætt um salinn í Laugardalshöllinni. Gólfið er svo gott sem ónýtt og skipta þarf um það. „Því miður þurfum við að gera það. Það lá og liggur enn vatn yfir gólfinu. Grindin í gólfinu er 50 ára gömul og hún sýgur mikið til sín þennan raka. Síðan er steinull undir þessu gólfi sem heldur rakanum í sér og við náum ekki koma því í burtu,“ sagði Birgir. Hann segir að endurbætur á Laugardalshöllinni muni taka nokkra mánuði og óvíst hvenær hún verði leikfær á ný. „Það er erfitt að segja til um það. Við erum enn að reyna að komast að því hvernig við eigum að tækla þetta. Það þarf væntanlega að hanna nýtt gólf, finna hvernig nýtt gólf og svo er næsta spurning hvað það tekur langan tíma að fá nýtt gólf til landsins. Það gætu verið fjórir til sex mánuðir, ég veit það ekki,“ sagði Birgir. Vatnstjónið setur stórt strik í dagskrá Laugardalshallarinnar en þar er mikið starf dags dagslega. Birgir segir líklegt að frjálsíþróttasalurinn verði notaður til að hýsa aðrar íþróttir. Fréttina má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Mikið vatnstjón í Laugardalshöllinni
Reykjavík Sportpakkinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira