Forstjóri Moderna segir enn mikið verk fyrir höndum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 17. nóvember 2020 08:12 Stephen Hoge er forstjóri lyfjafyrirtækisins Moderna. AP Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar. Um er að ræða bráðabirgðaniðurstöður tilrauna fyrirtækisins sem enn standa yfir. Um þrjátíu þúsund sjálfboðaliðar taka þátt í tilraununum. Stephen Hoge, forstjóri fyrirtækisins, segist ánægður með áfangann en tekur fram að mikið verk væri enn óunnið. „Það er mikil vinna fram undan. Að vita að bóluefnið verður áhrifaríkt eru frábærar fréttir en við verðum samt að ljúka ferlinu samkvæmt reglum sem felur í sér að ljúka rannsóknunum leggja fram frekari gögn og öryggisupplýsingar til áréttingar,“ segir Hoge. Þegar því er lokið þarf auðvitað að framleiða skammtana. „Við vonumst til að hafa um 20 milljónir skammta af bóluefninu í lok þessa árs og við sjáum fram á að framleiða 500 milljónir til eins milljarðs skammta á næsta ári. En þá þurfum við að vinna allan sólarhringinn,“ segir Hoge. Vika er liðin frá því keppinauturinn Pfizer sagði frá því að bóluefni sitt veitti álíka mikla vernd. Ísland hefur þegar tryggt sér aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur samið við fjóra framleiðendur; Pfizer, AstraZeneca, Sanofi og Janssen. Þá gaf sambandið það út í síðustu viku að „árangursríkum“ viðræðum við Moderna um kaup á bóluefni væri lokið. Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um bóluefni Moderna þar sem einnig var rætt við Ingileif Jónsdóttur, prófessor í ónæmisfræði, í beinni útsendingu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Sjá meira
Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar. Um er að ræða bráðabirgðaniðurstöður tilrauna fyrirtækisins sem enn standa yfir. Um þrjátíu þúsund sjálfboðaliðar taka þátt í tilraununum. Stephen Hoge, forstjóri fyrirtækisins, segist ánægður með áfangann en tekur fram að mikið verk væri enn óunnið. „Það er mikil vinna fram undan. Að vita að bóluefnið verður áhrifaríkt eru frábærar fréttir en við verðum samt að ljúka ferlinu samkvæmt reglum sem felur í sér að ljúka rannsóknunum leggja fram frekari gögn og öryggisupplýsingar til áréttingar,“ segir Hoge. Þegar því er lokið þarf auðvitað að framleiða skammtana. „Við vonumst til að hafa um 20 milljónir skammta af bóluefninu í lok þessa árs og við sjáum fram á að framleiða 500 milljónir til eins milljarðs skammta á næsta ári. En þá þurfum við að vinna allan sólarhringinn,“ segir Hoge. Vika er liðin frá því keppinauturinn Pfizer sagði frá því að bóluefni sitt veitti álíka mikla vernd. Ísland hefur þegar tryggt sér aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur samið við fjóra framleiðendur; Pfizer, AstraZeneca, Sanofi og Janssen. Þá gaf sambandið það út í síðustu viku að „árangursríkum“ viðræðum við Moderna um kaup á bóluefni væri lokið. Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um bóluefni Moderna þar sem einnig var rætt við Ingileif Jónsdóttur, prófessor í ónæmisfræði, í beinni útsendingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Sjá meira