Leghálskrabbamein heyri sögunni til (með gjaldfrjálsri skimun) Ágúst Ingi Ágústsson og Halla Þorvaldsdóttir skrifa 17. nóvember 2020 15:01 Í dag, þann 17. nóvember 2020 hefst átak WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, til þess að útrýma leghálskrabbameini. Átakið markar tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem sett er það markmið að útrýma ákveðinni tegund krabbameins alls staðar í heiminum og var samþykkt á World Health Assembly í ágúst sl. Markmið WHO er vissulega háleitt en góðu fréttirnar eru ekki langt undan; þetta markmið er nefnilega raunhæft og mun hafa stórkostlega þýðingu fyrir heilsu kvenna um allan heim. Einn besti árangurinn á Íslandi Á Íslandi búum við svo vel að vera í fremstu röð á heimsvísu þegar kemur að árangri skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Dánartíðni á Íslandi er 2 dauðsföll á ári, á hverjar 100.000 konur, sem er sambærilegt við það besta í Evrópu og Norður-Ameríku. Nýgengi á Íslandi eru nú 9,3 tilfelli á hverjar 100.000 konur, sem er ögn lægra hlutfall en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þessi árangur hefur náðst með samstilltu átaki um skimun fyrir leghálskrabbameini hjá konum en Krabbameinsskráin áætlar að skimun Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands hafi komið í veg fyrir um 500 dauðsföll af völdum leghálskrabbameins frá því skimun hófst árið 1964. Skipulögð bólusetning 12 ára stúlkna fyrir HPV-veirum, sem valda leghálskrabbameini, hófst á Íslandi árið 2011 og mun draga enn frekar úr nýgengi leghálskrabbameins. Á sumum Norðurlöndunum eru drengir einnig bólusettir fyrir HPV-veirum, svo er ekki hér á landi. Gjaldfrjáls skimun skiptir máli Það er staðreynd að þátttaka kvenna í skimunum fyrir leghálskrabbameinum hefur lækkað nokkuð hér á landi allt frá upphafi. Breyting varð á því, frá og með seinni hluta árs 2018 þegar Krabbameinsfélagið greip til sérstakra aðgerða til að auka þátttöku kvenna. Sú aukning hefur viðhaldist, ef frá eru talin áhrif af Covid-19. Komum 23 – 65 ára kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini fjölgaði um 15% milli áranna 2018 og 2019. Afar mikilvægt er að tryggja jafnt aðgengi kvenna að skimun fyrir leghálskrabbameinum. Á Norðurlöndunum, að Íslandi og Noregi undanskildum, er skimun gjaldfrjáls, einmitt til að tryggja að allar konur geti nýtt sér skimunina, óháð efnahag. Krabbameinsfélagið ákvað að gera könnun á því hvort gjaldfrjáls skimun skipti máli, á árinu 2019 og bauð 23 ára konum gjaldfrjálsa skimun. Árangurinn var augljós. Komum þeirra fjölgaði um 36% milli áranna 2018 og 2019. Vegna þess hve árangurinn var mikill ákvað félagið að endurtaka leikinn árið 2020. Það var mögulegt fyrir tilstilli erfðagjafar frá innanhússarkitektinum Láru Vigfúsdóttur frá Vestmannaeyjum. Ástæða er til að staldra við og þakka innilega fyrir gjöfina, sem hefur heldur betur skilað sér beint til ungra kvenna í landinu. Könnun sem gerð var meðal þessara kvenna leiddi í ljós að 95% þeirra sögðu ókeypis skimun hafa hvatt þær sérstaklega til að mæta og 27% sögðust ekki hefðu nýtt sér boð um skimun nema af því að hún var ókeypis. Af þessu má draga þá ályktun að gjaldtaka fyrir skimun dregur verulega úr þátttöku, í það minnsta hjá yngsta hópnum. Enginn vafi leikur á að áframhaldandi skimun og HPV-bólusetning skiptir sköpum varðandi það að útrýma leghálskrabbameini. Tilraun Krabbameinsfélagsins undirstrikar mikilvægi þess að skimunin sé gjaldfrjáls. Skimun fyrir leghálskrabbameini færist til heilsugæslunnar um áramót. Forsvarsfólk hennar hafa lýst yfir að líklega verði hægt að hafa skimunina gjaldfrjálsa fyrir alla, verði fjárveitingar Alþingis til verkefnisins eins og hingað til. Það er í samræmi við tillögur skimunarráðs sem ráðherra hefur tekið undir. Það verður framfaraskref og færir Ísland í hóp með hinum Norðurlandanna sem tryggja jafnt aðgengi með gjaldfrjálsri skimun. Ágúst Ingi Ágústsson er sviðsstjóri Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag, þann 17. nóvember 2020 hefst átak WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, til þess að útrýma leghálskrabbameini. Átakið markar tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem sett er það markmið að útrýma ákveðinni tegund krabbameins alls staðar í heiminum og var samþykkt á World Health Assembly í ágúst sl. Markmið WHO er vissulega háleitt en góðu fréttirnar eru ekki langt undan; þetta markmið er nefnilega raunhæft og mun hafa stórkostlega þýðingu fyrir heilsu kvenna um allan heim. Einn besti árangurinn á Íslandi Á Íslandi búum við svo vel að vera í fremstu röð á heimsvísu þegar kemur að árangri skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Dánartíðni á Íslandi er 2 dauðsföll á ári, á hverjar 100.000 konur, sem er sambærilegt við það besta í Evrópu og Norður-Ameríku. Nýgengi á Íslandi eru nú 9,3 tilfelli á hverjar 100.000 konur, sem er ögn lægra hlutfall en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þessi árangur hefur náðst með samstilltu átaki um skimun fyrir leghálskrabbameini hjá konum en Krabbameinsskráin áætlar að skimun Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands hafi komið í veg fyrir um 500 dauðsföll af völdum leghálskrabbameins frá því skimun hófst árið 1964. Skipulögð bólusetning 12 ára stúlkna fyrir HPV-veirum, sem valda leghálskrabbameini, hófst á Íslandi árið 2011 og mun draga enn frekar úr nýgengi leghálskrabbameins. Á sumum Norðurlöndunum eru drengir einnig bólusettir fyrir HPV-veirum, svo er ekki hér á landi. Gjaldfrjáls skimun skiptir máli Það er staðreynd að þátttaka kvenna í skimunum fyrir leghálskrabbameinum hefur lækkað nokkuð hér á landi allt frá upphafi. Breyting varð á því, frá og með seinni hluta árs 2018 þegar Krabbameinsfélagið greip til sérstakra aðgerða til að auka þátttöku kvenna. Sú aukning hefur viðhaldist, ef frá eru talin áhrif af Covid-19. Komum 23 – 65 ára kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini fjölgaði um 15% milli áranna 2018 og 2019. Afar mikilvægt er að tryggja jafnt aðgengi kvenna að skimun fyrir leghálskrabbameinum. Á Norðurlöndunum, að Íslandi og Noregi undanskildum, er skimun gjaldfrjáls, einmitt til að tryggja að allar konur geti nýtt sér skimunina, óháð efnahag. Krabbameinsfélagið ákvað að gera könnun á því hvort gjaldfrjáls skimun skipti máli, á árinu 2019 og bauð 23 ára konum gjaldfrjálsa skimun. Árangurinn var augljós. Komum þeirra fjölgaði um 36% milli áranna 2018 og 2019. Vegna þess hve árangurinn var mikill ákvað félagið að endurtaka leikinn árið 2020. Það var mögulegt fyrir tilstilli erfðagjafar frá innanhússarkitektinum Láru Vigfúsdóttur frá Vestmannaeyjum. Ástæða er til að staldra við og þakka innilega fyrir gjöfina, sem hefur heldur betur skilað sér beint til ungra kvenna í landinu. Könnun sem gerð var meðal þessara kvenna leiddi í ljós að 95% þeirra sögðu ókeypis skimun hafa hvatt þær sérstaklega til að mæta og 27% sögðust ekki hefðu nýtt sér boð um skimun nema af því að hún var ókeypis. Af þessu má draga þá ályktun að gjaldtaka fyrir skimun dregur verulega úr þátttöku, í það minnsta hjá yngsta hópnum. Enginn vafi leikur á að áframhaldandi skimun og HPV-bólusetning skiptir sköpum varðandi það að útrýma leghálskrabbameini. Tilraun Krabbameinsfélagsins undirstrikar mikilvægi þess að skimunin sé gjaldfrjáls. Skimun fyrir leghálskrabbameini færist til heilsugæslunnar um áramót. Forsvarsfólk hennar hafa lýst yfir að líklega verði hægt að hafa skimunina gjaldfrjálsa fyrir alla, verði fjárveitingar Alþingis til verkefnisins eins og hingað til. Það er í samræmi við tillögur skimunarráðs sem ráðherra hefur tekið undir. Það verður framfaraskref og færir Ísland í hóp með hinum Norðurlandanna sem tryggja jafnt aðgengi með gjaldfrjálsri skimun. Ágúst Ingi Ágústsson er sviðsstjóri Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun