Aldrei eins margar tilkynningar um heimilisofbeldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 19:00 Aldrei hafa eins margar tilkynningar borist um heimilisofbeldi og í ár, að sögn lögreglu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei fengið eins margar tilkynningar um heimilisofbeldi og í ár, en þær eru nú orðnar tæplega sjö hundruð talsins. Alls hafa 698 tilkynningar borist um heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu í ár en til samanburðar voru þær 639 á sama tíma. Flestar tilkynningar bárust í svonefndri fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins en þá voru þær allt að 82 á mánuði. Í dag eru þær um 60 til 65 talsins á mánuði. „Í fyrstu bylgju sáum við verulega aukningu. Þetta er líkamsárásir, hótanir, eignaspjöll, kynferðisbrot og fleira,“ segir Guðrún Jack, rannsóknarlögreglumaður. Skýringin á fjölgun tilkynninga er ekki síður rakin til þeirrar vitundarvakningar sem hefur átt sér stað og fólk virðist veigra sér síður við því að hafa samband við lögreglu. Þá hefur lögregla verið í sérstöku átaki gegn heimilisofbeldi undanfarin ár. „Þessi mál heimilisofbeldismál eru alltaf í forgangi hjá okkur. Og við vinnum markvisst að því að gera betur og rýnum til gagns. Við sjáum núna í þriðju bylgjunni að það er ekki kominn toppur eins og var í fyrstu bylgju. Við skýrum það meðal annars af samfélagslegri ábyrgð og að þessi málaflokkur er kominn í algjöran forgang,“ segir hún. Fjörutíu prósent af tilkynningunum snúa að ofbeldi af hendi maka, og 28,5 prósent að ofbeldi af hendi fyrrum maka. Tólf prósent tilkynninganna eru vegna ofbeldis barns í garð foreldris, og 7,3 prósent af hendi foreldris í garð barns. Guðrún segir konur oftast vera þolendur en að mörg dæmi séu um andlegt ofbeldi af þeirra hálfu. Sá vandi sé falinn og sé almennt fyrirferðarlítill í umræðunni. Guðrún Jack segir að vitundarvakning hafi átt sér stað. Fólk veigri sér síður við því að tilkynna um hugsanlegt ofbeldi. Vísir/Egill „Ofbeldið er oftast milli skyldra og tengdra, þá í nánu sambandi eða aðilar sem voru í sambandi. Oft er þetta líka konur sem beita karlmenn ofbeldi og þá sjáum við oft andlegt ofbeldi sem er falið og kannski að festa hendur á.“ Hún segir að þegar deilur verði á milli fólks með börn á heimilinu sé því oft borið við að börnin hafi verið sofandi og ekki orðið vör við þær. „Börnin vita alltaf um ofbeldi sem á sér stað á heimilinu. Þegar maður fer inn á heimili þar sem heimilisofbeldi hefur átt sér stað vill það oft loða við að heimilisfólk segir að börnin hafi verið sofandi og viti ekki. En rannsóknir hafa sýnt að börn vita, og þau vita alltaf.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei fengið eins margar tilkynningar um heimilisofbeldi og í ár, en þær eru nú orðnar tæplega sjö hundruð talsins. Alls hafa 698 tilkynningar borist um heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu í ár en til samanburðar voru þær 639 á sama tíma. Flestar tilkynningar bárust í svonefndri fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins en þá voru þær allt að 82 á mánuði. Í dag eru þær um 60 til 65 talsins á mánuði. „Í fyrstu bylgju sáum við verulega aukningu. Þetta er líkamsárásir, hótanir, eignaspjöll, kynferðisbrot og fleira,“ segir Guðrún Jack, rannsóknarlögreglumaður. Skýringin á fjölgun tilkynninga er ekki síður rakin til þeirrar vitundarvakningar sem hefur átt sér stað og fólk virðist veigra sér síður við því að hafa samband við lögreglu. Þá hefur lögregla verið í sérstöku átaki gegn heimilisofbeldi undanfarin ár. „Þessi mál heimilisofbeldismál eru alltaf í forgangi hjá okkur. Og við vinnum markvisst að því að gera betur og rýnum til gagns. Við sjáum núna í þriðju bylgjunni að það er ekki kominn toppur eins og var í fyrstu bylgju. Við skýrum það meðal annars af samfélagslegri ábyrgð og að þessi málaflokkur er kominn í algjöran forgang,“ segir hún. Fjörutíu prósent af tilkynningunum snúa að ofbeldi af hendi maka, og 28,5 prósent að ofbeldi af hendi fyrrum maka. Tólf prósent tilkynninganna eru vegna ofbeldis barns í garð foreldris, og 7,3 prósent af hendi foreldris í garð barns. Guðrún segir konur oftast vera þolendur en að mörg dæmi séu um andlegt ofbeldi af þeirra hálfu. Sá vandi sé falinn og sé almennt fyrirferðarlítill í umræðunni. Guðrún Jack segir að vitundarvakning hafi átt sér stað. Fólk veigri sér síður við því að tilkynna um hugsanlegt ofbeldi. Vísir/Egill „Ofbeldið er oftast milli skyldra og tengdra, þá í nánu sambandi eða aðilar sem voru í sambandi. Oft er þetta líka konur sem beita karlmenn ofbeldi og þá sjáum við oft andlegt ofbeldi sem er falið og kannski að festa hendur á.“ Hún segir að þegar deilur verði á milli fólks með börn á heimilinu sé því oft borið við að börnin hafi verið sofandi og ekki orðið vör við þær. „Börnin vita alltaf um ofbeldi sem á sér stað á heimilinu. Þegar maður fer inn á heimili þar sem heimilisofbeldi hefur átt sér stað vill það oft loða við að heimilisfólk segir að börnin hafi verið sofandi og viti ekki. En rannsóknir hafa sýnt að börn vita, og þau vita alltaf.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira