Íhuga að kalla hermenn heim frá Sómalíu Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2020 14:22 Bandarískur hermaður stendur vörð að nóttu til í Sómalíu. AP/Christopher Ruano Bandaríkjamenn íhuga að kalla alla rúmlega 700 hermenn sína frá Sómalíu. Sérfræðingar óttast að mikil óreiða gæti fylgt slíkri ákvörðun. Ráðamenn í Bandaríkjunum íhuga nú að kalla nokkur hundruð hermenn ríkisins í Sómalíu heim. Sérfræðingar óttast að nú sé ekki rétti tíminn til þess þar sem Sómalía muni mögulega ganga í gegnum flókna tíma á næstu vikum og mánuðum þar sem kosningabarátta fyrir bæði þing- og forsetakosningar er að hefjast. Þá féll útsendari leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, og fyrrverandi sérsveitarmaður í átökum við vígamenn í Sómalíu á dögunum. New York Times segir óljóst hvort útsendarinn hafi fallið í árás á vígamenn eða í árás vígamanna. Rúmlega 700 bandarískir hermenn eru í Sómalíu og þar taka þeir þátt í aðgerðum gegn vígahópum og hryðjuverkasamtökum og þjálfa heimamenn. Innan veggja varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna er verið að skoða að kalla þá heim áður en Donald Trump lætur af embætti forseta þann 20. janúar. Afríkubandalagið er sömuleiðis byrjað að kalla einhverja af um 19 þúsund hermönnum sínum frá Sómalíu en sérfræðingar efast verulega um að Sómalar hafi burði til að halda einir aftur af öllum þeim sem ógna friði og öryggi í landinu. Auk stríðsherra eru vígamenn al-Shabab, sem tengist al-Qaeda, og Íslamska ríkisins með viðveru í Sómalíu. ISIS-liðar eru taldir tiltölulega fáir en Sameinuðu þjóðirnar áætla, samkvæmt AP fréttaveitunni, að um fimm til tíu þúsund vígamenn tilheyri al-Shabab, sem hafa framið ýmis ódæði á undanförnum árum. Talið er að vígamenn al-Shabab í Sómalíu séu á bilinu fimm til tíu þúsund.AP/Abdi Warsameh Ekki sammála um ógn al-Shabab Sérfræðingar eru ekki einróma um hættuna sem stafar af al-Shabab. Einhverjir telja að samtökin muni aldrei teygja anga sína út fyrir austurhluta Afríku en aðrir óttast að sé ekki staðið í hárinu á þeim gætu þeir orðið álíka umsvifamiklir og Íslamska ríkið og al-Qaeda. New York Times segir frá því að meðlimir samtakanna hafi verið handteknir í Filippseyjum, þar sem þeir voru að læra flug, og vitað sé að einhverjir þeirra hafi reynt að koma höndum yfir flugskeyti sem hönnuð eru til að skjóta niður flugvélar. Aukini umsvif samtakanna hafa leitt til samhliða aukningar umsvifa Bandaríkjanna á svæðinu. Meðal annars felast mikil fjölgun drónaárása í þeirri aukningu. Verði bandarískir hermenn kallaði frá Sómalíu myndi þeim árásum þó ekki vera hætt þar sem þær eru gerðar frá herstöðvum Bandaríkjanna í Kenýa og Djíbútí. Hermenn yrðu ekki kallaðir þaðan samkvæmt þeim vangaveltum sem eru uppi vestanhafs um þessar mundir. Segja brotthvarf koma niður á öryggi Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja að brottför Bandaríkjamanna frá Sómalíu myndi koma verulega niður á öryggi þar. Meðal annars er vísað til þess að öryggissveitir landsins hafi batnað til muna á undanförnum árum en þó sé mikil vinna eftir þar. AP vísar þar að auki í skýrslu frá varnarmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að áætlun Bandaríkjanna um að gera öryggissveitir Sómalíu sjálfbærar á næsta ári, sé töluvert á eftir áætlun. Sveitirnar séu ekki tilbúnar og geti ekki staðið í hárinu á vígamönnum al-Shabab. Jafnvel með aðstoð Afríkubandalagsins. Bandaríkin Sómalía Tengdar fréttir Ellefu manns féllu í árás í Mogadishu Sómalískir hermenn bundu í gærkvöldi enda á umsátur í Mogadishu þar sem vígamenn höfðu tekið stjórn á hóteli. 17. ágúst 2020 08:18 Ráðist á bandaríska herstöð í Kenía Einn bandarískur hermaður og tveir borgaralegir starfsmenn létust í árás á herstöð í Kenía. Tveir til viðbótar særðust í árásinni. 5. janúar 2020 23:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Ráðamenn í Bandaríkjunum íhuga nú að kalla nokkur hundruð hermenn ríkisins í Sómalíu heim. Sérfræðingar óttast að nú sé ekki rétti tíminn til þess þar sem Sómalía muni mögulega ganga í gegnum flókna tíma á næstu vikum og mánuðum þar sem kosningabarátta fyrir bæði þing- og forsetakosningar er að hefjast. Þá féll útsendari leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, og fyrrverandi sérsveitarmaður í átökum við vígamenn í Sómalíu á dögunum. New York Times segir óljóst hvort útsendarinn hafi fallið í árás á vígamenn eða í árás vígamanna. Rúmlega 700 bandarískir hermenn eru í Sómalíu og þar taka þeir þátt í aðgerðum gegn vígahópum og hryðjuverkasamtökum og þjálfa heimamenn. Innan veggja varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna er verið að skoða að kalla þá heim áður en Donald Trump lætur af embætti forseta þann 20. janúar. Afríkubandalagið er sömuleiðis byrjað að kalla einhverja af um 19 þúsund hermönnum sínum frá Sómalíu en sérfræðingar efast verulega um að Sómalar hafi burði til að halda einir aftur af öllum þeim sem ógna friði og öryggi í landinu. Auk stríðsherra eru vígamenn al-Shabab, sem tengist al-Qaeda, og Íslamska ríkisins með viðveru í Sómalíu. ISIS-liðar eru taldir tiltölulega fáir en Sameinuðu þjóðirnar áætla, samkvæmt AP fréttaveitunni, að um fimm til tíu þúsund vígamenn tilheyri al-Shabab, sem hafa framið ýmis ódæði á undanförnum árum. Talið er að vígamenn al-Shabab í Sómalíu séu á bilinu fimm til tíu þúsund.AP/Abdi Warsameh Ekki sammála um ógn al-Shabab Sérfræðingar eru ekki einróma um hættuna sem stafar af al-Shabab. Einhverjir telja að samtökin muni aldrei teygja anga sína út fyrir austurhluta Afríku en aðrir óttast að sé ekki staðið í hárinu á þeim gætu þeir orðið álíka umsvifamiklir og Íslamska ríkið og al-Qaeda. New York Times segir frá því að meðlimir samtakanna hafi verið handteknir í Filippseyjum, þar sem þeir voru að læra flug, og vitað sé að einhverjir þeirra hafi reynt að koma höndum yfir flugskeyti sem hönnuð eru til að skjóta niður flugvélar. Aukini umsvif samtakanna hafa leitt til samhliða aukningar umsvifa Bandaríkjanna á svæðinu. Meðal annars felast mikil fjölgun drónaárása í þeirri aukningu. Verði bandarískir hermenn kallaði frá Sómalíu myndi þeim árásum þó ekki vera hætt þar sem þær eru gerðar frá herstöðvum Bandaríkjanna í Kenýa og Djíbútí. Hermenn yrðu ekki kallaðir þaðan samkvæmt þeim vangaveltum sem eru uppi vestanhafs um þessar mundir. Segja brotthvarf koma niður á öryggi Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja að brottför Bandaríkjamanna frá Sómalíu myndi koma verulega niður á öryggi þar. Meðal annars er vísað til þess að öryggissveitir landsins hafi batnað til muna á undanförnum árum en þó sé mikil vinna eftir þar. AP vísar þar að auki í skýrslu frá varnarmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að áætlun Bandaríkjanna um að gera öryggissveitir Sómalíu sjálfbærar á næsta ári, sé töluvert á eftir áætlun. Sveitirnar séu ekki tilbúnar og geti ekki staðið í hárinu á vígamönnum al-Shabab. Jafnvel með aðstoð Afríkubandalagsins.
Bandaríkin Sómalía Tengdar fréttir Ellefu manns féllu í árás í Mogadishu Sómalískir hermenn bundu í gærkvöldi enda á umsátur í Mogadishu þar sem vígamenn höfðu tekið stjórn á hóteli. 17. ágúst 2020 08:18 Ráðist á bandaríska herstöð í Kenía Einn bandarískur hermaður og tveir borgaralegir starfsmenn létust í árás á herstöð í Kenía. Tveir til viðbótar særðust í árásinni. 5. janúar 2020 23:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Ellefu manns féllu í árás í Mogadishu Sómalískir hermenn bundu í gærkvöldi enda á umsátur í Mogadishu þar sem vígamenn höfðu tekið stjórn á hóteli. 17. ágúst 2020 08:18
Ráðist á bandaríska herstöð í Kenía Einn bandarískur hermaður og tveir borgaralegir starfsmenn létust í árás á herstöð í Kenía. Tveir til viðbótar særðust í árásinni. 5. janúar 2020 23:15