Bylting ef bóluefnið lukkast vel: „Þetta er algjörlega ný nálgun“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. nóvember 2020 13:32 Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum. Vísir/Sigurjón Tæknin við þróun mRNA-bóluefnisins, sem þau fyrirtæki sem standa hvað fremst við þróun bóluefnis gegn covid-19 eru að nota, er byltingarkennd ef vel tekst til. Þetta segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Hann kveðst fullviss um að þrátt fyrir að þróun bóluefnis hafi gengið afar hratt fyrir sig að ekkert verði slegið af kröfum um gæði bóluefnisins áður en það fer í umferð. Aðferðin sem notuð er við prófun bóluefnis sé hugsuð til þess að hámarka árangur og lágmarka áhættu. „Þetta er mikil nýung og áhugaverð og ef hún reynist vel þá held ég að það sé alveg hægt að segja að þarna sé um byltingu að ræða. En það á auðvitað eftir að afla frekari gagna og fara vel yfir þær niðurstöður sem að hafa verið að myndast núna á síðustu mánuðum,“ sagði Magnús í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Í þættinum fór Magnús ýtarlega yfir þá tækni sem nokkur þeirra fyrirtækja sem eru komin hvað lengst á veg við þróun bóluefnis eru að nota. Umrædd aðferð aldrei áður verið samþykkt „Þetta er í sjálfu sér afskaplega einföld hugmynd og hún er búin að vera til býsna lengi en það hafa bara verið tæknilegir örðuleikar sem hafa gert það af verkum að þetta hefur ekki verið framkvæmanlegt fyrr en núna. Það hefur hrjáð allar tilraunir um langan aldur að bæði var efnið svo óstöðugt og það olli heilmiklum bólgusvörunum þegar því var sprautað hreinu í vöðva og svo framvegis og þetta eru allt saman atriði sem hafa verið betrumbætt,“ sagði Magnús. „Síðan hefur núna tekist að pakka þessu mRNA inn í svona fituhjúp, nano-agnir, sem að vernda bóluefnið gegn niðurbroti. Þannig að þetta eru svona nokkur skref sem hafa í raun og veru gert það kleift að ná þessu fram og mótefnasvarið sem hefur verið tilkynnt um er náttúrlega alveg gríðarlega gott við fyrstu skoðun og betra heldur en menn áttu von á.“ „Þetta er algjörlega ný nálgun. Hugmyndin er ekki alveg glæný og reyndar hafa fyrirtæki á þessu sviði verið að rannsaka þessa tækni í öðrum tilgangi, til dæmis eins og við meðferð krabbameina,“ segir Magnús. „Það er talað um að hlutirnir gerist á miklum hraða. Það er vissulega rétt en undirbúningurinn hefur staðið mjög lengi og núna skapast tækifæri til þess að nýta öll þessi tæki sem að menn hafa verið að þróa í baráttunni gegn þessum sjúkdómum og öðrum smitsjúkdómum sem hafa verið að herja á okkur undanfarna áratugi,“ segir Magnús. Umrædd aðferð hefur aldrei áður verið samþykkt til nota í mannfólki. Þetta yrði þannig í fyrsta skiptið sem það yrði gert. „Það er eðlilegt að menn spyrji sig og það er jú ástæðan fyrir því að þegar leyfi er veitt að þá eru gerðar mjög ríkar kröfur um það að menn sýni fram á öryggi þeirra bóluefna sem að verða fyrir valinu á endanum. Það er náttúrlega gert annars vegar með því að rannsaka þessi bóluefni í gríðarlegum fjölda einstaklinga og í öðru lagi á mörgum stöðum og í þriðja lagi með því að fylgja þátttakandanum eftir býsna lengi,“ segir Magnús. Í þessu tilfelli sé um að ræða rannsóknir sem taki til fleiri tuga þúsunda þátttakenda og með þessu móti sé reynt að lágmarka áhættuna. „Auðvitað er það alveg laukrétt að það eru ófyrirséðir sjaldgæfir atburðir sem að geta vissulega alltaf gerst og það er vandinn sem að við stöndum alltaf frami fyrir þegar um er að ræða ný lyf eða nýjar meðferðir. Við getum ekki séð alla hluti fyrir, en þessi aðferðafræði sem að ég var að lýsa, þessi framkvæmd á þessum stóru rannsóknum, hún er beinlínis hugsuð þannig að við reynum okkar ítrasta til þess að hámarka árangurinn og lágmarka áhættuna fyrir alla sem taka þátt,“ segir Magnús. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
„Þetta er mikil nýung og áhugaverð og ef hún reynist vel þá held ég að það sé alveg hægt að segja að þarna sé um byltingu að ræða. En það á auðvitað eftir að afla frekari gagna og fara vel yfir þær niðurstöður sem að hafa verið að myndast núna á síðustu mánuðum,“ sagði Magnús í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Í þættinum fór Magnús ýtarlega yfir þá tækni sem nokkur þeirra fyrirtækja sem eru komin hvað lengst á veg við þróun bóluefnis eru að nota. Umrædd aðferð aldrei áður verið samþykkt „Þetta er í sjálfu sér afskaplega einföld hugmynd og hún er búin að vera til býsna lengi en það hafa bara verið tæknilegir örðuleikar sem hafa gert það af verkum að þetta hefur ekki verið framkvæmanlegt fyrr en núna. Það hefur hrjáð allar tilraunir um langan aldur að bæði var efnið svo óstöðugt og það olli heilmiklum bólgusvörunum þegar því var sprautað hreinu í vöðva og svo framvegis og þetta eru allt saman atriði sem hafa verið betrumbætt,“ sagði Magnús. „Síðan hefur núna tekist að pakka þessu mRNA inn í svona fituhjúp, nano-agnir, sem að vernda bóluefnið gegn niðurbroti. Þannig að þetta eru svona nokkur skref sem hafa í raun og veru gert það kleift að ná þessu fram og mótefnasvarið sem hefur verið tilkynnt um er náttúrlega alveg gríðarlega gott við fyrstu skoðun og betra heldur en menn áttu von á.“ „Þetta er algjörlega ný nálgun. Hugmyndin er ekki alveg glæný og reyndar hafa fyrirtæki á þessu sviði verið að rannsaka þessa tækni í öðrum tilgangi, til dæmis eins og við meðferð krabbameina,“ segir Magnús. „Það er talað um að hlutirnir gerist á miklum hraða. Það er vissulega rétt en undirbúningurinn hefur staðið mjög lengi og núna skapast tækifæri til þess að nýta öll þessi tæki sem að menn hafa verið að þróa í baráttunni gegn þessum sjúkdómum og öðrum smitsjúkdómum sem hafa verið að herja á okkur undanfarna áratugi,“ segir Magnús. Umrædd aðferð hefur aldrei áður verið samþykkt til nota í mannfólki. Þetta yrði þannig í fyrsta skiptið sem það yrði gert. „Það er eðlilegt að menn spyrji sig og það er jú ástæðan fyrir því að þegar leyfi er veitt að þá eru gerðar mjög ríkar kröfur um það að menn sýni fram á öryggi þeirra bóluefna sem að verða fyrir valinu á endanum. Það er náttúrlega gert annars vegar með því að rannsaka þessi bóluefni í gríðarlegum fjölda einstaklinga og í öðru lagi á mörgum stöðum og í þriðja lagi með því að fylgja þátttakandanum eftir býsna lengi,“ segir Magnús. Í þessu tilfelli sé um að ræða rannsóknir sem taki til fleiri tuga þúsunda þátttakenda og með þessu móti sé reynt að lágmarka áhættuna. „Auðvitað er það alveg laukrétt að það eru ófyrirséðir sjaldgæfir atburðir sem að geta vissulega alltaf gerst og það er vandinn sem að við stöndum alltaf frami fyrir þegar um er að ræða ný lyf eða nýjar meðferðir. Við getum ekki séð alla hluti fyrir, en þessi aðferðafræði sem að ég var að lýsa, þessi framkvæmd á þessum stóru rannsóknum, hún er beinlínis hugsuð þannig að við reynum okkar ítrasta til þess að hámarka árangurinn og lágmarka áhættuna fyrir alla sem taka þátt,“ segir Magnús.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira